Mæting barna í bólusetningu langt fram úr vonum Árni Sæberg skrifar 10. janúar 2022 18:26 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir um átta þúsund manns hafa verið bólusetta í Laugardalshöll í dag en alls fengu um tólf þúsund manns Pfizer bóluefnið á landinu í dag. Vísir/Vilhelm Um fimmtán hundruð grunnskólabörn á aldrinum fimm til ellefu ára mættu í Laugardalshöll í dag til að þiggja bólusetningu gegn Covid-19. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir mætinguna hafa farið fram úr björtustu vonum. Alls voru nítján hundruð börn úr tólf grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu boðuð í bólusetningu í dag. „Þetta er miklu betri mæting en við höfðum þorað að vona enda er hálft höfuðborgarsvæðið í sóttkví eða einangrun. Og það auðvitað sérstaklega tengt skólunum,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá segir hún að góð mæting í dag sé tilefni til enn betri undirbúnings fyrir morgundaginn. „Við héldum að það kæmu miklu færri í dag. Við blönduðum ekki nema fimm hundruð skammta í byrjun dags. En þetta gekk allt saman mjög vel og svo verður enn stærri dagur á morgun.“ Heilsugæslan sá til þess að börnunum liði sem best í bólusetningu í dag. Límmiðar, sápukúlur og leikatriði voru notuð til að reyna að létta stemninguna. Að ógleymdum þeim Kasper Jasper og Jónatani úr Kardemommubæ Þjóðleikhússins, sem mættu til að stytta börnunum stundir. Fullorðnir líka duglegir að mæta Heilsugæslan bauð fullorðnum einnig upp á bólusetningu og örvunarskammt milli tíu og tólf í dag. Ragnheiður Ósk segir fólk jafnvel hafa verið of duglegt að mæta í örvunarskammt en hún þurfti að vísa fólki frá eftir klukkan tólf þegar börnin áttu að hafa höllina út af fyrir sig. „Já, þetta var miklu meira en við bjuggumst við. Við ákváðum að hafa opið hús hérna milli tíu og tólf fyrir fullorðna sem að væru að koma annað hvort í sína fyrstu sprautu eða örvunarskammt. Við boðuðum samt engan en það er miklu meiri traffík en við áttum von á,“ sagði Ragnheiður Ósk í hádegisfréttum Bylgjunnar. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Alls voru nítján hundruð börn úr tólf grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu boðuð í bólusetningu í dag. „Þetta er miklu betri mæting en við höfðum þorað að vona enda er hálft höfuðborgarsvæðið í sóttkví eða einangrun. Og það auðvitað sérstaklega tengt skólunum,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá segir hún að góð mæting í dag sé tilefni til enn betri undirbúnings fyrir morgundaginn. „Við héldum að það kæmu miklu færri í dag. Við blönduðum ekki nema fimm hundruð skammta í byrjun dags. En þetta gekk allt saman mjög vel og svo verður enn stærri dagur á morgun.“ Heilsugæslan sá til þess að börnunum liði sem best í bólusetningu í dag. Límmiðar, sápukúlur og leikatriði voru notuð til að reyna að létta stemninguna. Að ógleymdum þeim Kasper Jasper og Jónatani úr Kardemommubæ Þjóðleikhússins, sem mættu til að stytta börnunum stundir. Fullorðnir líka duglegir að mæta Heilsugæslan bauð fullorðnum einnig upp á bólusetningu og örvunarskammt milli tíu og tólf í dag. Ragnheiður Ósk segir fólk jafnvel hafa verið of duglegt að mæta í örvunarskammt en hún þurfti að vísa fólki frá eftir klukkan tólf þegar börnin áttu að hafa höllina út af fyrir sig. „Já, þetta var miklu meira en við bjuggumst við. Við ákváðum að hafa opið hús hérna milli tíu og tólf fyrir fullorðna sem að væru að koma annað hvort í sína fyrstu sprautu eða örvunarskammt. Við boðuðum samt engan en það er miklu meiri traffík en við áttum von á,“ sagði Ragnheiður Ósk í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira