Að sögn starfsmanns slökkviliðsins er nú unnið að því að reykræsta húsið þar sem eldurinn kviknaði. Þó liggja ekki fyrir upplýsingar hvort um mikinn reyk sé að ræða.
Hann segir að um minniháttar eld hafi verið að ræða sem fljótlega var komið auga á og hann slökktur. „Hann allavega náði sér ekki á strik“ segir hann.