Védís Hervör eignaðist sitt þriðja barn: „Þú græðir hjartað heilt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. janúar 2022 12:51 Söngkonan Védís Hervör eignaðist valkyrjuna sína 30. desember. Facebook/Védís Hervör Söngkonan Védís Hervör Árnadóttir eignaðist sitt þriðja barn undir lok síðasta árs. „Valkyrjan okkar Þórhallur Bergmann mætti í heiminn að morgni 30. desember. Stór, hraust og spriklandi.“ „Það er enn á ný staðfest að ljósmæður eru englar í mannsmynd. Nú virðist tíminn standa í stað og allt sett til hliðar til þess að umvefja, næra og elska litla ósjálfbjarga mannveru. Ég bara veit ekkert betra,“ segir Védís í tilkynningu sem hún birti á Facebook. Fréttablaðið sagði fyrst frá. Þetta er þriðja barn Védísar en fyrir átti hún tvo drengi. „Litla systir á víst sama afmælisdag og Tiger Woods og Lebron James þannig að það er kannski einhver von um íþróttaferil þó hún eigi afmæli kortér í áramót.“ Með færslunni birti hún myndir af fjölskyldunni og fallegan texta eftir sjálfa sig. Elsku barnElsku barn, þú ert elskunnar barn - ástar sem hér spratt um árið. Allt sem var virðist æ óralangt, líkt og þú hafir ætíð verið. Undur lífs, leiðandi ljós. Þú græðir hjartað heilt. Bernskubrek, æskunnar blóm - rósa sem hér spruttu um árið. Nóttin dimm kemur deginum frá, allt á einn veginn endar. En augu þín vekja von, vorsins vindar fylgja þér. Undur lífs, leiðandi ljós. Þú græðir hjartað heilt. -VHÁ Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
„Það er enn á ný staðfest að ljósmæður eru englar í mannsmynd. Nú virðist tíminn standa í stað og allt sett til hliðar til þess að umvefja, næra og elska litla ósjálfbjarga mannveru. Ég bara veit ekkert betra,“ segir Védís í tilkynningu sem hún birti á Facebook. Fréttablaðið sagði fyrst frá. Þetta er þriðja barn Védísar en fyrir átti hún tvo drengi. „Litla systir á víst sama afmælisdag og Tiger Woods og Lebron James þannig að það er kannski einhver von um íþróttaferil þó hún eigi afmæli kortér í áramót.“ Með færslunni birti hún myndir af fjölskyldunni og fallegan texta eftir sjálfa sig. Elsku barnElsku barn, þú ert elskunnar barn - ástar sem hér spratt um árið. Allt sem var virðist æ óralangt, líkt og þú hafir ætíð verið. Undur lífs, leiðandi ljós. Þú græðir hjartað heilt. Bernskubrek, æskunnar blóm - rósa sem hér spruttu um árið. Nóttin dimm kemur deginum frá, allt á einn veginn endar. En augu þín vekja von, vorsins vindar fylgja þér. Undur lífs, leiðandi ljós. Þú græðir hjartað heilt. -VHÁ
Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira