Júlíus Geirmundsson sneri í land eftir að skipverji greindist um borð Eiður Þór Árnason skrifar 7. janúar 2022 11:31 Frá komu Júlíusar Geirmundssonar í Ísafjarðarhöfn í október 2020. Hafþór Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson kom í land í morgun eftir að skipverji fékk jákvæða niðurstöðu úr Covid-sjálfsprófi um borð. Maðurinn fer í kjölfarið í PCR-sýnatöku hjá heilsugæslunni á Ísafirði. Þetta segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út skipið í samtali við Vísi. Aðrir áhafnarmeðlimir hafi sömuleiðis farið í sjálfspróf í gær en allir fengið neikvæða niðurstöðu. Bæjarins besta greindi fyrst frá. Að sögn Einars var öll áhöfnin skimuð áður en skipið fór frá landi, líkt og nú sé gert fyrir hverja veiðiferð á vegum Gunnvarar. Þrátt fyrir það virðist vera erfitt að grípa öll tilfelli. „Þetta er auðvitað bara grunur núna, það er ekki staðfest að hann sé með þessa veiru. Þetta eru bara verkferlar sem almannavarnir stjórna.“ Aðspurður um hvort hann óttist að aðrir skipverjar verði sendir í sóttkví ef greiningin verður staðfest með PCR-sýnatöku segir Einar að það eigi eftir að koma í ljós. Mikið álag sé á sýnatökunni og óljóst hvort hægt verði að koma sýnum samdægurs til Reykjavíkur til greiningar. „Við bíðum bara og fylgjum reglunum alveg út í ystu æsar. Því miður þá er þetta í miklum vexti, það eru ljótar fréttirnar eins og af landamærunum. Maður hefur áhyggjur af þessu, að þetta fari í gegnum skólana og allt saman. Þetta er ekki gott,“ segir Einar. Skipstjórinn dæmdur fyrir brot á sjómannalögum Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson komst í fréttir í október 2020 eftir að 22 skipverjar af 25 sýktust af kórónuveirunni. Meðlimir áhafnarinnar sökuðu skipstjórann um að neita að snúa í land og skipa veikum mönnum að vinna um borð. Í kjölfarið hófst lögreglurannsókn og var Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, dæmdur til að greiða 750 þúsund króna sekt. Þá var hann sviptur skipstjórnarréttindum í fjóra mánuði. Sveinn var ákærður fyrir að brjóta gegn annarri málsgrein 34. greinar sjómannalaga, en þar segir: „Ef ástæða er til að ætla að skipverji sé haldinn sjúkdómi sem hætta stafar af fyrir aðra menn á skipinu skal skipstjóri láta flytja sjúklinginn í land ef eigi reynist unnt að verjast smithættu á skipinu.“ Sveinn játaði sök fyrir dómi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Smit komið upp hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru sem segist hafa snúið við blaðinu Skipverji á Páli Pálssyni ÍS greindist með Covid-19 í gær. Jákvæð niðurstaða fékkst úr hraðprófi og er nú beðið niðurstöðu úr PCR-prófi. Fimmtán manna áhöfn verður í sóttkví þar til hún liggur fyrir. 27. ágúst 2021 11:39 Skipstjóri Júlíusar Geirmundssonar sviptur réttindum í fjóra mánuði Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, játaði sök þegar mál lögreglustjórans á Vestfjörðum gegn honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í dag. 14. janúar 2021 14:08 Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Þetta segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út skipið í samtali við Vísi. Aðrir áhafnarmeðlimir hafi sömuleiðis farið í sjálfspróf í gær en allir fengið neikvæða niðurstöðu. Bæjarins besta greindi fyrst frá. Að sögn Einars var öll áhöfnin skimuð áður en skipið fór frá landi, líkt og nú sé gert fyrir hverja veiðiferð á vegum Gunnvarar. Þrátt fyrir það virðist vera erfitt að grípa öll tilfelli. „Þetta er auðvitað bara grunur núna, það er ekki staðfest að hann sé með þessa veiru. Þetta eru bara verkferlar sem almannavarnir stjórna.“ Aðspurður um hvort hann óttist að aðrir skipverjar verði sendir í sóttkví ef greiningin verður staðfest með PCR-sýnatöku segir Einar að það eigi eftir að koma í ljós. Mikið álag sé á sýnatökunni og óljóst hvort hægt verði að koma sýnum samdægurs til Reykjavíkur til greiningar. „Við bíðum bara og fylgjum reglunum alveg út í ystu æsar. Því miður þá er þetta í miklum vexti, það eru ljótar fréttirnar eins og af landamærunum. Maður hefur áhyggjur af þessu, að þetta fari í gegnum skólana og allt saman. Þetta er ekki gott,“ segir Einar. Skipstjórinn dæmdur fyrir brot á sjómannalögum Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson komst í fréttir í október 2020 eftir að 22 skipverjar af 25 sýktust af kórónuveirunni. Meðlimir áhafnarinnar sökuðu skipstjórann um að neita að snúa í land og skipa veikum mönnum að vinna um borð. Í kjölfarið hófst lögreglurannsókn og var Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, dæmdur til að greiða 750 þúsund króna sekt. Þá var hann sviptur skipstjórnarréttindum í fjóra mánuði. Sveinn var ákærður fyrir að brjóta gegn annarri málsgrein 34. greinar sjómannalaga, en þar segir: „Ef ástæða er til að ætla að skipverji sé haldinn sjúkdómi sem hætta stafar af fyrir aðra menn á skipinu skal skipstjóri láta flytja sjúklinginn í land ef eigi reynist unnt að verjast smithættu á skipinu.“ Sveinn játaði sök fyrir dómi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Smit komið upp hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru sem segist hafa snúið við blaðinu Skipverji á Páli Pálssyni ÍS greindist með Covid-19 í gær. Jákvæð niðurstaða fékkst úr hraðprófi og er nú beðið niðurstöðu úr PCR-prófi. Fimmtán manna áhöfn verður í sóttkví þar til hún liggur fyrir. 27. ágúst 2021 11:39 Skipstjóri Júlíusar Geirmundssonar sviptur réttindum í fjóra mánuði Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, játaði sök þegar mál lögreglustjórans á Vestfjörðum gegn honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í dag. 14. janúar 2021 14:08 Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Smit komið upp hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru sem segist hafa snúið við blaðinu Skipverji á Páli Pálssyni ÍS greindist með Covid-19 í gær. Jákvæð niðurstaða fékkst úr hraðprófi og er nú beðið niðurstöðu úr PCR-prófi. Fimmtán manna áhöfn verður í sóttkví þar til hún liggur fyrir. 27. ágúst 2021 11:39
Skipstjóri Júlíusar Geirmundssonar sviptur réttindum í fjóra mánuði Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, játaði sök þegar mál lögreglustjórans á Vestfjörðum gegn honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í dag. 14. janúar 2021 14:08
Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55