Brúðkaupsskór Hildar Björnsdóttur og Carrie Bradshaw fengu nýtt hlutverk Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar 13. janúar 2022 11:30 Umræddu Manolo Blahnik skórnir. Getty/ Edward Berthelot Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins var gestur í þáttunum Heimsókn hjá Sindra Sindrasyni á dögunum þar sem hann heimsótti heimili hennar í Vesturbænum og kíkti í fataskápinn. Á heimilinu býr hún ásamt eiginmanni sínum Jóni Skaftasyni og þremur börnum þeirra. *Höskuldarviðvörun* Hér verður fjallað um söguþráð úr þáttunum And Just Like That. View this post on Instagram A post shared by Hildur Björnsdóttir (@hildurbjornsdottir) Sindri var að forvitnast um uppáhalds hlutinn hennar Hildar í fataskápnum og þá dró hún fram fallega bláa Manolo Blahnik skó. Hildur sá fyrir sér að gifta sig í skónum og hefur gert það síðan þátturinn var tekinn upp. Skórnir voru ekki hvaða skór sem er heldur sambærilegir þeim sem Carrie Bradshaw, aðalpersónan í Sex and the City gifti sig í þegar fyrri framhaldsmyndin eftir þáttunum var gerð. Hildur er lunkin með fjármál og náði að finna notað par af skónum í sinni stærð á aðeins brot af því sem skórnir kosta. Klippa: Heimsókn: Einstakir brúðarskór Hildar Björns Skórnir spiluðu stórt hlutverk í myndunum og bað kærasti Carrie um hönd hennar með skónum í stað hrings eins og venjan er. Nýlega fengu skórnir þó nýtt hlutverk þegar framhaldssería þáttanna sem ber nafnið And Just Like That fór í loftið í lok síðasta árs. Skórnir spila enn stórt hlutverk en í þetta skiptið var hlutverkið ekki jafn jákvætt. Í stað þess að vera tákn ástarinnar voru þeir þungamiðja þess þegar Carrie kemur heim, klædd brúðkaupsskónum, að deyjandi eiginmanni sínum þar sem hann liggur í sturtunni. Leikkonan Sarah Jessica Parker klæðist skónum við tökur á fyrsta þættinum af And Just Like That.Getty/ Gotham Aðspurð segist Hildur ekki vera búin að horfa á þáttinn en hafi heyrt af örlögum skónna og Mr. Big. Líkt og kunnugt er sækist Hildur eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Við vonum við að skórnir færi henni mun meiri lukku í framtíðinni en þeir færðu Carrie Bradshaw. Tíska og hönnun Heimsókn Hús og heimili Tengdar fréttir Heimsókn í heild sinni: Hildur og Jón gerðu einbýlishús í Vesturbæ að sínu Fyrsti þátturinn í glænýrri þáttaröð af Heimsókn með Sindra Sindrasyni fór í loftið á Stöð 2 í gærkvöldi. 6. janúar 2022 12:30 Hildur stefnir á oddvitasætið: Ætlar sér að verða borgarstjóri Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hún stefnir á að vera borgarstjóri og ætlar sér að setja samgöngumál og leikskólamál á oddinn. 8. desember 2021 19:00 Hildur gekk í það heilaga um jólin Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, giftist Jóni Skaftasyni nú um jólin. Frá þessu greinir Hildur á Facebook. 1. janúar 2022 18:07 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
*Höskuldarviðvörun* Hér verður fjallað um söguþráð úr þáttunum And Just Like That. View this post on Instagram A post shared by Hildur Björnsdóttir (@hildurbjornsdottir) Sindri var að forvitnast um uppáhalds hlutinn hennar Hildar í fataskápnum og þá dró hún fram fallega bláa Manolo Blahnik skó. Hildur sá fyrir sér að gifta sig í skónum og hefur gert það síðan þátturinn var tekinn upp. Skórnir voru ekki hvaða skór sem er heldur sambærilegir þeim sem Carrie Bradshaw, aðalpersónan í Sex and the City gifti sig í þegar fyrri framhaldsmyndin eftir þáttunum var gerð. Hildur er lunkin með fjármál og náði að finna notað par af skónum í sinni stærð á aðeins brot af því sem skórnir kosta. Klippa: Heimsókn: Einstakir brúðarskór Hildar Björns Skórnir spiluðu stórt hlutverk í myndunum og bað kærasti Carrie um hönd hennar með skónum í stað hrings eins og venjan er. Nýlega fengu skórnir þó nýtt hlutverk þegar framhaldssería þáttanna sem ber nafnið And Just Like That fór í loftið í lok síðasta árs. Skórnir spila enn stórt hlutverk en í þetta skiptið var hlutverkið ekki jafn jákvætt. Í stað þess að vera tákn ástarinnar voru þeir þungamiðja þess þegar Carrie kemur heim, klædd brúðkaupsskónum, að deyjandi eiginmanni sínum þar sem hann liggur í sturtunni. Leikkonan Sarah Jessica Parker klæðist skónum við tökur á fyrsta þættinum af And Just Like That.Getty/ Gotham Aðspurð segist Hildur ekki vera búin að horfa á þáttinn en hafi heyrt af örlögum skónna og Mr. Big. Líkt og kunnugt er sækist Hildur eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Við vonum við að skórnir færi henni mun meiri lukku í framtíðinni en þeir færðu Carrie Bradshaw.
Tíska og hönnun Heimsókn Hús og heimili Tengdar fréttir Heimsókn í heild sinni: Hildur og Jón gerðu einbýlishús í Vesturbæ að sínu Fyrsti þátturinn í glænýrri þáttaröð af Heimsókn með Sindra Sindrasyni fór í loftið á Stöð 2 í gærkvöldi. 6. janúar 2022 12:30 Hildur stefnir á oddvitasætið: Ætlar sér að verða borgarstjóri Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hún stefnir á að vera borgarstjóri og ætlar sér að setja samgöngumál og leikskólamál á oddinn. 8. desember 2021 19:00 Hildur gekk í það heilaga um jólin Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, giftist Jóni Skaftasyni nú um jólin. Frá þessu greinir Hildur á Facebook. 1. janúar 2022 18:07 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Heimsókn í heild sinni: Hildur og Jón gerðu einbýlishús í Vesturbæ að sínu Fyrsti þátturinn í glænýrri þáttaröð af Heimsókn með Sindra Sindrasyni fór í loftið á Stöð 2 í gærkvöldi. 6. janúar 2022 12:30
Hildur stefnir á oddvitasætið: Ætlar sér að verða borgarstjóri Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hún stefnir á að vera borgarstjóri og ætlar sér að setja samgöngumál og leikskólamál á oddinn. 8. desember 2021 19:00
Hildur gekk í það heilaga um jólin Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, giftist Jóni Skaftasyni nú um jólin. Frá þessu greinir Hildur á Facebook. 1. janúar 2022 18:07