Stjórnvöld ætla ekki að áfrýja Snorri Másson skrifar 6. janúar 2022 14:02 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur ákveðið að una dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Erlu Bolladóttur. Íslensk stjórnvöld ætla ekki að áfrýja ógildingu Héraðsdóms Reykjavíkur á úrskurði endurupptökunefndar í máli Erlu Bolladóttur. Það þýðir að hún geti farið með sitt mál fyrir nýjan endurupptökudómstól og þaðan í Hæstarétt. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir: „Það er mín einlæga von að þessum málum verði hægt að ljúka, þannig að við getum kvatt þessi mál sem samfélag.“ „Kjarni málsins er auðvitað sá að það skiptir máli að þessum málum verði lokið. Eftir að Hæstiréttur kvað upp sinn dóm á sínum tíma réðumst við í að eiga samtöl við þau sem heyrðu undir þann dóm, bjóða bætur, þær voru greiddar, en um leið var því haldið opnu að þessir aðilar gætu höfðað mál fyrir dómstólum. Þeir dómar liggja nú fyrir, þó ekki allir, það eru fleiri dómar á leiðinni. En ég lít svo á að þessi dómsorð sem féllu hér fyrir jól og eins þessi dómur marki ákveðin tímamót, en hins vegar er þetta mál annars eðlis þar sem þarna liggur ekki fyrir sýknudómur eins og í hinum málunum,“ segir Katrín. Fagnaði sigrinum í héraði vel Héraðsdómur Reykjavíkur felldi á dögunum úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Stjórnvöld una því mati héraðsdóms. Erla Bolladóttir, ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum á sínum tíma, kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal. Hún á langa baráttu að baki. Rætt var við Erlu þegar niðurstaðan í héraði lá fyrir á þriðjudag. Erla var dæmd í Hæstarétti árið 1980 fyrir að hafa í samráði við þá Kristján Viðar Júlíusson og Sævar Marínó Ciesielski sakað fjóra menn, sem kenndir eru við skemmtistaðinn Klúbbinn, ranglega í málinu. Þeir sátu í kjölfarið í gæsluvarðhaldi í yfir 100 daga. Öll mál nema Erlu fóru aftur fyrir dómstóla 2017 Endurupptökunefnd ákvað árið 2017 að mál allra sakborninga í málunum skyldu fara aftur fyrir dómstóla nema mál Erlu. Taldi endurupptökunefndin að ekki væru uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku máls hennar þar sem ekki lægju fyrir gögn sem bentu til þess að hún hafi verið beitt þrýstingi er hún bar mennina fjóra röngum sökum. Hún ákvað í kjölfarið að höfða einkamál gegn ríkinu til að fara fram á ógildingu þessarar ákvörðunar endurupptökunefndarinnar. Hún hefur nú haft erindi sem erfiði og getur sótt málið í framhaldinu. Ragnar ræddi niðurstöðuna í héraði á þriðjudag og skoraði á ríkisstjórnina að semja um sátt við Erlu. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Tengdar fréttir Erla Bolla vann orrustu: „Ég fer ekki að hætta núna“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi rétt í þessu úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Erla Bolladóttir kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal í morgun. Svo streymdu tárin. 4. janúar 2022 10:22 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir: „Það er mín einlæga von að þessum málum verði hægt að ljúka, þannig að við getum kvatt þessi mál sem samfélag.“ „Kjarni málsins er auðvitað sá að það skiptir máli að þessum málum verði lokið. Eftir að Hæstiréttur kvað upp sinn dóm á sínum tíma réðumst við í að eiga samtöl við þau sem heyrðu undir þann dóm, bjóða bætur, þær voru greiddar, en um leið var því haldið opnu að þessir aðilar gætu höfðað mál fyrir dómstólum. Þeir dómar liggja nú fyrir, þó ekki allir, það eru fleiri dómar á leiðinni. En ég lít svo á að þessi dómsorð sem féllu hér fyrir jól og eins þessi dómur marki ákveðin tímamót, en hins vegar er þetta mál annars eðlis þar sem þarna liggur ekki fyrir sýknudómur eins og í hinum málunum,“ segir Katrín. Fagnaði sigrinum í héraði vel Héraðsdómur Reykjavíkur felldi á dögunum úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Stjórnvöld una því mati héraðsdóms. Erla Bolladóttir, ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum á sínum tíma, kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal. Hún á langa baráttu að baki. Rætt var við Erlu þegar niðurstaðan í héraði lá fyrir á þriðjudag. Erla var dæmd í Hæstarétti árið 1980 fyrir að hafa í samráði við þá Kristján Viðar Júlíusson og Sævar Marínó Ciesielski sakað fjóra menn, sem kenndir eru við skemmtistaðinn Klúbbinn, ranglega í málinu. Þeir sátu í kjölfarið í gæsluvarðhaldi í yfir 100 daga. Öll mál nema Erlu fóru aftur fyrir dómstóla 2017 Endurupptökunefnd ákvað árið 2017 að mál allra sakborninga í málunum skyldu fara aftur fyrir dómstóla nema mál Erlu. Taldi endurupptökunefndin að ekki væru uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku máls hennar þar sem ekki lægju fyrir gögn sem bentu til þess að hún hafi verið beitt þrýstingi er hún bar mennina fjóra röngum sökum. Hún ákvað í kjölfarið að höfða einkamál gegn ríkinu til að fara fram á ógildingu þessarar ákvörðunar endurupptökunefndarinnar. Hún hefur nú haft erindi sem erfiði og getur sótt málið í framhaldinu. Ragnar ræddi niðurstöðuna í héraði á þriðjudag og skoraði á ríkisstjórnina að semja um sátt við Erlu.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Tengdar fréttir Erla Bolla vann orrustu: „Ég fer ekki að hætta núna“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi rétt í þessu úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Erla Bolladóttir kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal í morgun. Svo streymdu tárin. 4. janúar 2022 10:22 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Erla Bolla vann orrustu: „Ég fer ekki að hætta núna“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi rétt í þessu úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Erla Bolladóttir kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal í morgun. Svo streymdu tárin. 4. janúar 2022 10:22