600 milljóna ólögmæt úttekt úr rekstri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. janúar 2022 12:54 Heilsutofnunin í Hveragerði, sem Náttúrulækningafélag Íslands rekur. Vísir/Vilhelm Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ), eigandi Heilsustofnunarinnar í Hveragerði, tók um 600 milljónir króna út úr stofnuninni á fimmtán árum með ólögmætum hætti. Þetta er niðurstaða úttektar eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga Íslands á Heilsutofnuninni sem Kjarninn birtir ítarlega umfjöllun um í dag. Heilsustofnunin í Hveragerði var stofnuð árið 1955 og er, eins og áður segir, í eigu Náttúrulækningafélags Íslands. Stofnunin býður meðal annars upp á endurhæfingu fyrir fólk sem þurft hefur að leggjast inn á sjúkrahús, lent í slysum eða veikst af tilteknum sjúkdómum. Kjarninn rekur í ítarlegri umfjöllun sinni að árið 1991 hafi verið gerður samningur milli heilbrigðisráðuneytisins og NLFÍ um að opinberu fé yrði veitt í rekstur Heilsustofnunarinnar í Hveragerði. Í bréfi sínu vísar eftirlitsdeild Sjúkratrygginga til bókana sem gerðar voru um hvað fælist í samningnum og telur framferði NLFÍ ekki í samræmi við þær. Samningurinn tryggir Heilsustofnuninni næstum milljarð króna á ári úr ríkissjóði. Í bréfi eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga, sem Kjarninn birtir með umfjöllun sinni en fréttastofa hefur einnig óskað eftir að fá sent, segir að ljóst sé að úttekt NLFÍ á tæplega 600 milljónum króna úr rekstri Heilsustofnunarinnar sé ólögmæt og skekki rekstrarreikning stofnunarinnar, auk þess sem stofnunin hafi verið látin greiða afborganir lána af fasteignum í eigu NLFÍ ásamt því að bera allan viðhalds- og rekstrarkostnað. Þá sé upplýst að teknir hafi verið fjármunir út úr rekstrinum sem komi rekstri Heilsustofnunarinnar ekkert við. Rekstrarfé hafi til dæmis verið nýtt til „heilsutengdrar ferðaþjónustu“ sem ekki sé samningsbundin starfsemi. Samkvæmt svokölluðum „hreyfingalista“ 2018 hafi enn fremur verið greiddar 20 milljónir króna vegna gerðar viðskiptaáætlunar, ótengdri rekstri Heilsutofnunarinnar. Hátt gistigjald látið standa undir rekstrinum Kostnaði vegna þess sem talið er hér að ofan sé velt yfir á sjúklinga. „Hið háa gistigjald, sem þeir sem njóta endurhæfingar eru látnir greiða, er látið standa undir þessu[m] rekstri. Í fyrra bréfi eftirlitsdeildar til HNLFÍ var bent á hversu mjög gistigjaldið hefur verið hækkað og langt umfram það sem áður var samið um. Aldrei var veitt heimild til slíkrar úttektar og hún er beinlínis í andstöðu við samninginn,“ segir í bréfi eftirlitsdeildar. Sjúkratryggingar setja loks fram eftirfarandi úrbótakröfur og áréttar að frekari brot á samningi kunni að leiða til þess að samningnum við NLFÍ, sem rennur út í mars næstkomandi, verði rift. Náttúrulækningafélag Íslands hætti að taka árlega arðgreiðslu út úr rekstri Heilsustofnunarinnar enda engin heimild fyrir því. Skilið verði á milli rekstrar Heilsustofnunar og annars óskylds rekstrar í bókum stofnunarinnar, sbr. greinar 10.2 og 10.3 í samningi milli SÍ og HNLFÍ. Samkomulag um fasteignir og lóðarréttindi frá 1991 verði efnt. Að öðrum kosti verði allt fjarlægt úr reikningum stofnunarinnar sem lýtur að skuldbindingum og skyldum sem tengjast fasteignum og lóðarréttindum. HNLFÍ leggi þá fram ábyrgðaryfirlýsingu frá banka svo sýna megi fram á jákvætt eigið fé sem væri að minnsta kosti 1/3 af ársveltu. Gjald sem tekið er af þeim sem sækja þverfaglega endurhæfingu verði lækkað umtalsvert þannig að það endurspegli raunkostnað vegna gistinátta. Þá vilja SÍ árétta, í samræmi við 2. tl. 48. gr. laga um sjúkratryggingar, að frekari brot á samningi kunna að leiða til þess að SÍ meti önnur vanefndarúrræði, s.s. riftun samnings. „Ólögmæt riftun“ hafi „grafalvarlegar afleiðingar“ Kristján B. Thorlacius, lögmaður forsvarsmanna NLFÍ og Heilsustofnunarinnar, segir í svarbéfi til Sjúkratrygginga, sem Kjarninn birtir einnig með umfjöllun sinni, að ekki sé hægt að fallast á sjónarmið Sjúkratrygginga í málinu. Fulltrúar Heilsustofnunarinnar séu til dæmis ósammála því að óhóflegt daggjald sé rukkað af sjúklingum. Hækkanir á því hafi fyrst og fremst stýrst af hækkun verðlags á undanförnum árum. „Í ljósi þess að í bréfi eftirlitsdeildar er því hótað að gripið verði til riftunar samnings gagnvart umbjóðendum mínum skal áréttað að lögformleg skilyrði riftunar eru alls ekki til staðar í málinu,“ segir Kristján í lok bréfsins. „Ólögmæt riftun getur haft grafalvarlegar afleiðingar fyrir umbjóðendur mína, þá sem þangað sækja þjónustu og endurhæfingu, svo og starfsmenn og íbúa á Suðurlandi. Grípi SÍ, þrátt fyrir þetta, til þess að rifta samningi aðili áskilja umbjóðendur mínir sér rétt til að krefja Sjúkratryggingar Íslands um bætur fyrir allt það tjón, beint og óbeint, sem af slíkri riftun kann að leiða.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Hveragerði Heilbrigðismál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Heilsustofnunin í Hveragerði var stofnuð árið 1955 og er, eins og áður segir, í eigu Náttúrulækningafélags Íslands. Stofnunin býður meðal annars upp á endurhæfingu fyrir fólk sem þurft hefur að leggjast inn á sjúkrahús, lent í slysum eða veikst af tilteknum sjúkdómum. Kjarninn rekur í ítarlegri umfjöllun sinni að árið 1991 hafi verið gerður samningur milli heilbrigðisráðuneytisins og NLFÍ um að opinberu fé yrði veitt í rekstur Heilsustofnunarinnar í Hveragerði. Í bréfi sínu vísar eftirlitsdeild Sjúkratrygginga til bókana sem gerðar voru um hvað fælist í samningnum og telur framferði NLFÍ ekki í samræmi við þær. Samningurinn tryggir Heilsustofnuninni næstum milljarð króna á ári úr ríkissjóði. Í bréfi eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga, sem Kjarninn birtir með umfjöllun sinni en fréttastofa hefur einnig óskað eftir að fá sent, segir að ljóst sé að úttekt NLFÍ á tæplega 600 milljónum króna úr rekstri Heilsustofnunarinnar sé ólögmæt og skekki rekstrarreikning stofnunarinnar, auk þess sem stofnunin hafi verið látin greiða afborganir lána af fasteignum í eigu NLFÍ ásamt því að bera allan viðhalds- og rekstrarkostnað. Þá sé upplýst að teknir hafi verið fjármunir út úr rekstrinum sem komi rekstri Heilsustofnunarinnar ekkert við. Rekstrarfé hafi til dæmis verið nýtt til „heilsutengdrar ferðaþjónustu“ sem ekki sé samningsbundin starfsemi. Samkvæmt svokölluðum „hreyfingalista“ 2018 hafi enn fremur verið greiddar 20 milljónir króna vegna gerðar viðskiptaáætlunar, ótengdri rekstri Heilsutofnunarinnar. Hátt gistigjald látið standa undir rekstrinum Kostnaði vegna þess sem talið er hér að ofan sé velt yfir á sjúklinga. „Hið háa gistigjald, sem þeir sem njóta endurhæfingar eru látnir greiða, er látið standa undir þessu[m] rekstri. Í fyrra bréfi eftirlitsdeildar til HNLFÍ var bent á hversu mjög gistigjaldið hefur verið hækkað og langt umfram það sem áður var samið um. Aldrei var veitt heimild til slíkrar úttektar og hún er beinlínis í andstöðu við samninginn,“ segir í bréfi eftirlitsdeildar. Sjúkratryggingar setja loks fram eftirfarandi úrbótakröfur og áréttar að frekari brot á samningi kunni að leiða til þess að samningnum við NLFÍ, sem rennur út í mars næstkomandi, verði rift. Náttúrulækningafélag Íslands hætti að taka árlega arðgreiðslu út úr rekstri Heilsustofnunarinnar enda engin heimild fyrir því. Skilið verði á milli rekstrar Heilsustofnunar og annars óskylds rekstrar í bókum stofnunarinnar, sbr. greinar 10.2 og 10.3 í samningi milli SÍ og HNLFÍ. Samkomulag um fasteignir og lóðarréttindi frá 1991 verði efnt. Að öðrum kosti verði allt fjarlægt úr reikningum stofnunarinnar sem lýtur að skuldbindingum og skyldum sem tengjast fasteignum og lóðarréttindum. HNLFÍ leggi þá fram ábyrgðaryfirlýsingu frá banka svo sýna megi fram á jákvætt eigið fé sem væri að minnsta kosti 1/3 af ársveltu. Gjald sem tekið er af þeim sem sækja þverfaglega endurhæfingu verði lækkað umtalsvert þannig að það endurspegli raunkostnað vegna gistinátta. Þá vilja SÍ árétta, í samræmi við 2. tl. 48. gr. laga um sjúkratryggingar, að frekari brot á samningi kunna að leiða til þess að SÍ meti önnur vanefndarúrræði, s.s. riftun samnings. „Ólögmæt riftun“ hafi „grafalvarlegar afleiðingar“ Kristján B. Thorlacius, lögmaður forsvarsmanna NLFÍ og Heilsustofnunarinnar, segir í svarbéfi til Sjúkratrygginga, sem Kjarninn birtir einnig með umfjöllun sinni, að ekki sé hægt að fallast á sjónarmið Sjúkratrygginga í málinu. Fulltrúar Heilsustofnunarinnar séu til dæmis ósammála því að óhóflegt daggjald sé rukkað af sjúklingum. Hækkanir á því hafi fyrst og fremst stýrst af hækkun verðlags á undanförnum árum. „Í ljósi þess að í bréfi eftirlitsdeildar er því hótað að gripið verði til riftunar samnings gagnvart umbjóðendum mínum skal áréttað að lögformleg skilyrði riftunar eru alls ekki til staðar í málinu,“ segir Kristján í lok bréfsins. „Ólögmæt riftun getur haft grafalvarlegar afleiðingar fyrir umbjóðendur mína, þá sem þangað sækja þjónustu og endurhæfingu, svo og starfsmenn og íbúa á Suðurlandi. Grípi SÍ, þrátt fyrir þetta, til þess að rifta samningi aðili áskilja umbjóðendur mínir sér rétt til að krefja Sjúkratryggingar Íslands um bætur fyrir allt það tjón, beint og óbeint, sem af slíkri riftun kann að leiða.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Hveragerði Heilbrigðismál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira