600 milljóna ólögmæt úttekt úr rekstri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. janúar 2022 12:54 Heilsutofnunin í Hveragerði, sem Náttúrulækningafélag Íslands rekur. Vísir/Vilhelm Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ), eigandi Heilsustofnunarinnar í Hveragerði, tók um 600 milljónir króna út úr stofnuninni á fimmtán árum með ólögmætum hætti. Þetta er niðurstaða úttektar eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga Íslands á Heilsutofnuninni sem Kjarninn birtir ítarlega umfjöllun um í dag. Heilsustofnunin í Hveragerði var stofnuð árið 1955 og er, eins og áður segir, í eigu Náttúrulækningafélags Íslands. Stofnunin býður meðal annars upp á endurhæfingu fyrir fólk sem þurft hefur að leggjast inn á sjúkrahús, lent í slysum eða veikst af tilteknum sjúkdómum. Kjarninn rekur í ítarlegri umfjöllun sinni að árið 1991 hafi verið gerður samningur milli heilbrigðisráðuneytisins og NLFÍ um að opinberu fé yrði veitt í rekstur Heilsustofnunarinnar í Hveragerði. Í bréfi sínu vísar eftirlitsdeild Sjúkratrygginga til bókana sem gerðar voru um hvað fælist í samningnum og telur framferði NLFÍ ekki í samræmi við þær. Samningurinn tryggir Heilsustofnuninni næstum milljarð króna á ári úr ríkissjóði. Í bréfi eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga, sem Kjarninn birtir með umfjöllun sinni en fréttastofa hefur einnig óskað eftir að fá sent, segir að ljóst sé að úttekt NLFÍ á tæplega 600 milljónum króna úr rekstri Heilsustofnunarinnar sé ólögmæt og skekki rekstrarreikning stofnunarinnar, auk þess sem stofnunin hafi verið látin greiða afborganir lána af fasteignum í eigu NLFÍ ásamt því að bera allan viðhalds- og rekstrarkostnað. Þá sé upplýst að teknir hafi verið fjármunir út úr rekstrinum sem komi rekstri Heilsustofnunarinnar ekkert við. Rekstrarfé hafi til dæmis verið nýtt til „heilsutengdrar ferðaþjónustu“ sem ekki sé samningsbundin starfsemi. Samkvæmt svokölluðum „hreyfingalista“ 2018 hafi enn fremur verið greiddar 20 milljónir króna vegna gerðar viðskiptaáætlunar, ótengdri rekstri Heilsutofnunarinnar. Hátt gistigjald látið standa undir rekstrinum Kostnaði vegna þess sem talið er hér að ofan sé velt yfir á sjúklinga. „Hið háa gistigjald, sem þeir sem njóta endurhæfingar eru látnir greiða, er látið standa undir þessu[m] rekstri. Í fyrra bréfi eftirlitsdeildar til HNLFÍ var bent á hversu mjög gistigjaldið hefur verið hækkað og langt umfram það sem áður var samið um. Aldrei var veitt heimild til slíkrar úttektar og hún er beinlínis í andstöðu við samninginn,“ segir í bréfi eftirlitsdeildar. Sjúkratryggingar setja loks fram eftirfarandi úrbótakröfur og áréttar að frekari brot á samningi kunni að leiða til þess að samningnum við NLFÍ, sem rennur út í mars næstkomandi, verði rift. Náttúrulækningafélag Íslands hætti að taka árlega arðgreiðslu út úr rekstri Heilsustofnunarinnar enda engin heimild fyrir því. Skilið verði á milli rekstrar Heilsustofnunar og annars óskylds rekstrar í bókum stofnunarinnar, sbr. greinar 10.2 og 10.3 í samningi milli SÍ og HNLFÍ. Samkomulag um fasteignir og lóðarréttindi frá 1991 verði efnt. Að öðrum kosti verði allt fjarlægt úr reikningum stofnunarinnar sem lýtur að skuldbindingum og skyldum sem tengjast fasteignum og lóðarréttindum. HNLFÍ leggi þá fram ábyrgðaryfirlýsingu frá banka svo sýna megi fram á jákvætt eigið fé sem væri að minnsta kosti 1/3 af ársveltu. Gjald sem tekið er af þeim sem sækja þverfaglega endurhæfingu verði lækkað umtalsvert þannig að það endurspegli raunkostnað vegna gistinátta. Þá vilja SÍ árétta, í samræmi við 2. tl. 48. gr. laga um sjúkratryggingar, að frekari brot á samningi kunna að leiða til þess að SÍ meti önnur vanefndarúrræði, s.s. riftun samnings. „Ólögmæt riftun“ hafi „grafalvarlegar afleiðingar“ Kristján B. Thorlacius, lögmaður forsvarsmanna NLFÍ og Heilsustofnunarinnar, segir í svarbéfi til Sjúkratrygginga, sem Kjarninn birtir einnig með umfjöllun sinni, að ekki sé hægt að fallast á sjónarmið Sjúkratrygginga í málinu. Fulltrúar Heilsustofnunarinnar séu til dæmis ósammála því að óhóflegt daggjald sé rukkað af sjúklingum. Hækkanir á því hafi fyrst og fremst stýrst af hækkun verðlags á undanförnum árum. „Í ljósi þess að í bréfi eftirlitsdeildar er því hótað að gripið verði til riftunar samnings gagnvart umbjóðendum mínum skal áréttað að lögformleg skilyrði riftunar eru alls ekki til staðar í málinu,“ segir Kristján í lok bréfsins. „Ólögmæt riftun getur haft grafalvarlegar afleiðingar fyrir umbjóðendur mína, þá sem þangað sækja þjónustu og endurhæfingu, svo og starfsmenn og íbúa á Suðurlandi. Grípi SÍ, þrátt fyrir þetta, til þess að rifta samningi aðili áskilja umbjóðendur mínir sér rétt til að krefja Sjúkratryggingar Íslands um bætur fyrir allt það tjón, beint og óbeint, sem af slíkri riftun kann að leiða.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Hveragerði Heilbrigðismál Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Sjá meira
Heilsustofnunin í Hveragerði var stofnuð árið 1955 og er, eins og áður segir, í eigu Náttúrulækningafélags Íslands. Stofnunin býður meðal annars upp á endurhæfingu fyrir fólk sem þurft hefur að leggjast inn á sjúkrahús, lent í slysum eða veikst af tilteknum sjúkdómum. Kjarninn rekur í ítarlegri umfjöllun sinni að árið 1991 hafi verið gerður samningur milli heilbrigðisráðuneytisins og NLFÍ um að opinberu fé yrði veitt í rekstur Heilsustofnunarinnar í Hveragerði. Í bréfi sínu vísar eftirlitsdeild Sjúkratrygginga til bókana sem gerðar voru um hvað fælist í samningnum og telur framferði NLFÍ ekki í samræmi við þær. Samningurinn tryggir Heilsustofnuninni næstum milljarð króna á ári úr ríkissjóði. Í bréfi eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga, sem Kjarninn birtir með umfjöllun sinni en fréttastofa hefur einnig óskað eftir að fá sent, segir að ljóst sé að úttekt NLFÍ á tæplega 600 milljónum króna úr rekstri Heilsustofnunarinnar sé ólögmæt og skekki rekstrarreikning stofnunarinnar, auk þess sem stofnunin hafi verið látin greiða afborganir lána af fasteignum í eigu NLFÍ ásamt því að bera allan viðhalds- og rekstrarkostnað. Þá sé upplýst að teknir hafi verið fjármunir út úr rekstrinum sem komi rekstri Heilsustofnunarinnar ekkert við. Rekstrarfé hafi til dæmis verið nýtt til „heilsutengdrar ferðaþjónustu“ sem ekki sé samningsbundin starfsemi. Samkvæmt svokölluðum „hreyfingalista“ 2018 hafi enn fremur verið greiddar 20 milljónir króna vegna gerðar viðskiptaáætlunar, ótengdri rekstri Heilsutofnunarinnar. Hátt gistigjald látið standa undir rekstrinum Kostnaði vegna þess sem talið er hér að ofan sé velt yfir á sjúklinga. „Hið háa gistigjald, sem þeir sem njóta endurhæfingar eru látnir greiða, er látið standa undir þessu[m] rekstri. Í fyrra bréfi eftirlitsdeildar til HNLFÍ var bent á hversu mjög gistigjaldið hefur verið hækkað og langt umfram það sem áður var samið um. Aldrei var veitt heimild til slíkrar úttektar og hún er beinlínis í andstöðu við samninginn,“ segir í bréfi eftirlitsdeildar. Sjúkratryggingar setja loks fram eftirfarandi úrbótakröfur og áréttar að frekari brot á samningi kunni að leiða til þess að samningnum við NLFÍ, sem rennur út í mars næstkomandi, verði rift. Náttúrulækningafélag Íslands hætti að taka árlega arðgreiðslu út úr rekstri Heilsustofnunarinnar enda engin heimild fyrir því. Skilið verði á milli rekstrar Heilsustofnunar og annars óskylds rekstrar í bókum stofnunarinnar, sbr. greinar 10.2 og 10.3 í samningi milli SÍ og HNLFÍ. Samkomulag um fasteignir og lóðarréttindi frá 1991 verði efnt. Að öðrum kosti verði allt fjarlægt úr reikningum stofnunarinnar sem lýtur að skuldbindingum og skyldum sem tengjast fasteignum og lóðarréttindum. HNLFÍ leggi þá fram ábyrgðaryfirlýsingu frá banka svo sýna megi fram á jákvætt eigið fé sem væri að minnsta kosti 1/3 af ársveltu. Gjald sem tekið er af þeim sem sækja þverfaglega endurhæfingu verði lækkað umtalsvert þannig að það endurspegli raunkostnað vegna gistinátta. Þá vilja SÍ árétta, í samræmi við 2. tl. 48. gr. laga um sjúkratryggingar, að frekari brot á samningi kunna að leiða til þess að SÍ meti önnur vanefndarúrræði, s.s. riftun samnings. „Ólögmæt riftun“ hafi „grafalvarlegar afleiðingar“ Kristján B. Thorlacius, lögmaður forsvarsmanna NLFÍ og Heilsustofnunarinnar, segir í svarbéfi til Sjúkratrygginga, sem Kjarninn birtir einnig með umfjöllun sinni, að ekki sé hægt að fallast á sjónarmið Sjúkratrygginga í málinu. Fulltrúar Heilsustofnunarinnar séu til dæmis ósammála því að óhóflegt daggjald sé rukkað af sjúklingum. Hækkanir á því hafi fyrst og fremst stýrst af hækkun verðlags á undanförnum árum. „Í ljósi þess að í bréfi eftirlitsdeildar er því hótað að gripið verði til riftunar samnings gagnvart umbjóðendum mínum skal áréttað að lögformleg skilyrði riftunar eru alls ekki til staðar í málinu,“ segir Kristján í lok bréfsins. „Ólögmæt riftun getur haft grafalvarlegar afleiðingar fyrir umbjóðendur mína, þá sem þangað sækja þjónustu og endurhæfingu, svo og starfsmenn og íbúa á Suðurlandi. Grípi SÍ, þrátt fyrir þetta, til þess að rifta samningi aðili áskilja umbjóðendur mínir sér rétt til að krefja Sjúkratryggingar Íslands um bætur fyrir allt það tjón, beint og óbeint, sem af slíkri riftun kann að leiða.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Hveragerði Heilbrigðismál Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Sjá meira