Lokasóknin um síðasta leik Stóra Ben: „Að hann skuli vera enn labbandi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. janúar 2022 23:30 Stóri Ben lék sinn síðasta heimaleik í gær. Joe Sargent/Getty Images Pittsburgh Steelers lagði Cleveland Browns í NFL-deildinni í gær. Leikstjórnandinn stórbeinótti Ben Roethlisberger var þar að spila sinn síðasta heimaleik fyrir Pittsburgh eftir 18 ár hjá félaginu. Farið var yfir leikinn og það heilmikla „húllumhæ“ sem fylgdi sigrinum í síðasta þætti Lokasóknarinnar. „Þetta er algjörlega einstakur þessi ferill. Það má ekki gleyma því að þarna er einhver dáðasti – ef ekki dáðasti – sonur í sögu félagsins og þetta er ekkert smá félag. Ben Roth .. er að fara yfirgefa svæðið sem leikjahæsti leikmaður í sögu þess,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson um hinn magnaða Ben Roethlisberger og hélt áfram. „Hann er búinn að vera þarna í 18 ár. Svo skiptir máli að hann er með 90 prósent sigurhlutfall gegn Cleveland, liðinu sem sleppti því að „drafta“ hann á sínum tíma. Hann endar á að taka þá þarna og það hefur svo mikið gengið á. Hann er ekki bara leikjahæstur, þetta er sá leikstjórnandi í sögunni sem oftast hefur verið felldur. Að hann skuli vera enn labbandi … það er alveg á mörkunum reyndar,“ bætti Henry Birgir hlægjandi við. „Þetta er alvöru skrokkur. Hann er búinn að vera Herra Pittsburgh í mörg ár,“ sagði Andri Ólafsson þáttastjórnandi um Stóra Ben. Klippa: Lokasóknin: Að hann skuli vera enn labbandi „Hann var með hjálminn uppi allan tímann eftir leik. Hann var bara að brynja sig fyrir umhverfinu,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson en það var ljóst að Roethlisberger var meyr í leikslok. Í myndbandinu hér að ofan má sjá umræðu Lokasóknarinnar um Roethlisberger sem og viðtal við kappann og fagnaðarlætin í lok leiks er hann kvaddi stuðningsfólk Pittsburgh Steelers. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Lokasóknin Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Sjá meira
Farið var yfir leikinn og það heilmikla „húllumhæ“ sem fylgdi sigrinum í síðasta þætti Lokasóknarinnar. „Þetta er algjörlega einstakur þessi ferill. Það má ekki gleyma því að þarna er einhver dáðasti – ef ekki dáðasti – sonur í sögu félagsins og þetta er ekkert smá félag. Ben Roth .. er að fara yfirgefa svæðið sem leikjahæsti leikmaður í sögu þess,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson um hinn magnaða Ben Roethlisberger og hélt áfram. „Hann er búinn að vera þarna í 18 ár. Svo skiptir máli að hann er með 90 prósent sigurhlutfall gegn Cleveland, liðinu sem sleppti því að „drafta“ hann á sínum tíma. Hann endar á að taka þá þarna og það hefur svo mikið gengið á. Hann er ekki bara leikjahæstur, þetta er sá leikstjórnandi í sögunni sem oftast hefur verið felldur. Að hann skuli vera enn labbandi … það er alveg á mörkunum reyndar,“ bætti Henry Birgir hlægjandi við. „Þetta er alvöru skrokkur. Hann er búinn að vera Herra Pittsburgh í mörg ár,“ sagði Andri Ólafsson þáttastjórnandi um Stóra Ben. Klippa: Lokasóknin: Að hann skuli vera enn labbandi „Hann var með hjálminn uppi allan tímann eftir leik. Hann var bara að brynja sig fyrir umhverfinu,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson en það var ljóst að Roethlisberger var meyr í leikslok. Í myndbandinu hér að ofan má sjá umræðu Lokasóknarinnar um Roethlisberger sem og viðtal við kappann og fagnaðarlætin í lok leiks er hann kvaddi stuðningsfólk Pittsburgh Steelers. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Lokasóknin Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Sjá meira