Innlent

Krefjandi útkall í hörkufrosti á Þingvöllum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá útkallinu í kvöld.
Frá útkallinu í kvöld. Landsbjörg

Fjölmennt lið björgunarssveita á Suðurlandi kom manni til aðstoðar sem slasaðist á fæti er hann féll við klifur nálægt Öxará á Þingvöllum. Aðstæður til björgunar voru krefjandi.

Björgunarsveitir í Árnessýslu fengu útkall rétt fyrir klukkan níu í kvöld vegna slyss á Þingvöllum.

Þar hafði ungur maður slasast á fæti eftir fall við klifur nálægt Öxará á Þingvöllum. Mikil hálka er á svæðinu og þurfti því góðan hóp af vel útbúnu fólki til að flytja mannin af vettvangi í sjúkrabíl, að því er fram kemur í tilkynnignu frá Landsbjörgu.

Sjúkraflutningamenn frá Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu komu fyrstir á vettvang og hlúðu að manninum og verkjastilltu.

Björgunarsveitafólk kom upp búnaði til að tryggja öryggi viðbragðsaðila þegar bera þurfti manninn af vettvangi, enda aðstæður krefjandi og færi erfitt. Maðurinn var komin um borð í sjúkrabíl um klukkan tíu.

Rúmlega þrjátíu manns komu að aðgerðinni í fimmtán stiga frosti á Þingvöllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×