Afsökunarbeiðni Lukaku: „Mér þykir leitt að hafa valdið öllum þessum vandræðum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. janúar 2022 23:00 Lukaku er fullur iðrunar. James Williamson/Getty Images Romelu Lukaku hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í viðtali sem tekið var fyrir nokkrum vikum síðan en birtist skömmu fyrir stórleik Chelsea og Liverpool um liðna helgi. Belgíski framherjinn var hvergi sjáanlegur er Chelsea og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Í aðdraganda leiksins var birt viðtal við Lukaku þar sem hann sagði að hann vildi snúa aftur til Inter Milan og að hann væri ósáttur með leikkerfið sem Thomas Tuchel – þjálfari Chelsea – væri að notast við. Tuchel brást við með því að taka Lukaku úr hóp í einum af stærri leikjum tímabilsins. Þjálfarinn staðfesti svo fyrr í dag að Lukaku hefði beðist afsökunar á ummælum sínum og yrði í hópnum gegn Tottenham Hotspur í undanúrslitum deildarbikarsins. Þá hefur Lukaku beðið stuðningsfólk félagsins afsökunar. Það gerði hann í gegnum samfélagsmiðla Chelsea. „Við stuðningsfólk vil ég segja: Mér þykir leitt að hafa valdið öllum þessum vandræðum. Ég skil að þið séuð ósátt. Nú er það undir mér komið að vinna traust ykkar til baka og sýna mitt besta á hverjum degi,“ sagði Lukaku í viðtali sem birt var á samfélagsmiðlum Chelsea fyrr í kvöld. „Ég vil einnig biðja þjálfarann, liðsfélagar og stjórn félagsins afsökunar. Ég vonast til að þetta sé nú að baki og ég geti gert mitt besta til að hjálpa liðinu að vinna leiki,“ endaði Lukaku á að segja. A message from Romelu.— Chelsea FC (@ChelseaFC) January 4, 2022 Lukaku hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann gekk í raðir Chelsea frá Inter í sumar. Alls hefur hann skorað fimm mörk í 13 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og tvö í fjórum leikjum í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Sjá meira
Belgíski framherjinn var hvergi sjáanlegur er Chelsea og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Í aðdraganda leiksins var birt viðtal við Lukaku þar sem hann sagði að hann vildi snúa aftur til Inter Milan og að hann væri ósáttur með leikkerfið sem Thomas Tuchel – þjálfari Chelsea – væri að notast við. Tuchel brást við með því að taka Lukaku úr hóp í einum af stærri leikjum tímabilsins. Þjálfarinn staðfesti svo fyrr í dag að Lukaku hefði beðist afsökunar á ummælum sínum og yrði í hópnum gegn Tottenham Hotspur í undanúrslitum deildarbikarsins. Þá hefur Lukaku beðið stuðningsfólk félagsins afsökunar. Það gerði hann í gegnum samfélagsmiðla Chelsea. „Við stuðningsfólk vil ég segja: Mér þykir leitt að hafa valdið öllum þessum vandræðum. Ég skil að þið séuð ósátt. Nú er það undir mér komið að vinna traust ykkar til baka og sýna mitt besta á hverjum degi,“ sagði Lukaku í viðtali sem birt var á samfélagsmiðlum Chelsea fyrr í kvöld. „Ég vil einnig biðja þjálfarann, liðsfélagar og stjórn félagsins afsökunar. Ég vonast til að þetta sé nú að baki og ég geti gert mitt besta til að hjálpa liðinu að vinna leiki,“ endaði Lukaku á að segja. A message from Romelu.— Chelsea FC (@ChelseaFC) January 4, 2022 Lukaku hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann gekk í raðir Chelsea frá Inter í sumar. Alls hefur hann skorað fimm mörk í 13 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og tvö í fjórum leikjum í Meistaradeild Evrópu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn