Hagskælingar fluttir í Ármúla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2022 13:07 Ætla má að mikið líf verði í Ármúla í vor þegar níundu bekkingar í Hagaskóla verða þar á vappi. Vísir/Vilhelm Miklar skerðingar eru á skólastarfi Hagaskóla vegna myglu sem fannst í einni álmu skólans í vetur. Það mun vera áfram það sem eftir er skólaárs og munu níundu bekkingar skólans sækja námið í Ármúla. S. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla, sendi foreldrum Hagskælinga tölvupóst í gær þar sem farið var yfir stöðuna. Þar kemur fram að skólastarf verði enn á þremur stöðum, í Hagaskóla, í Ármúla 30 og á Hótel Sögu. Frá því að grunur kom upp um myglu í skólanum hefur hluti nemenda fengið að vera á Hótel Sögu, sem er hinu megin við götuna frá Hagaskóla. Háskóli Íslands og Félagsstofnun Stúdenta keyptu nýlega Bændahöllina og rektor hefur tilkynnt að Hagskælingar fái áfram að nota húsnæði Hótels Sögu. Áttundi bekkur verður því áfram í bændahöllinni, það sem eftir er veturs, níundi bekkur verður sendur í Ármúlann á rútum en krakkar í tíunda bekk verða áfram í Hagaskóla. Svo virðist þó af tölvupóstinum frá Ingibjörgu að húsnæðisvandræði í sambland við sóttvarnaaðgerðir hafi gert skólastjórnendum erfitt fyrir að hefja skólastarf á tilætluðum tíma. Krakkarnir byrja því annað hvort á morgun, fimmtudag eða föstudag aftur í skólanum. Tíundi bekkur verður eins og áður segir í Hagaskóla og fær að mæta aftur eftir jólafrí á morgun. Krakkarnir fá ins vegar aðeins að vera í skólanum frá 8:30 til 12 út þessa viku. Frá og með 10. janúar er þó gert ráð fyrir fullri kennslu. Hagskælingar verða hér til húsa í vetur, í Ármúla 30.Já.is Níundi bekkur verður eins og áður segir í Ármúla þessa önnina og hefst kennsla nú á föstudag. Krakkarnir fá ekki að mæta fyrr en þá þar sem verið er að sótthreinsa húsgögn frá Hagaskóla til að flytja í nýjar vistarverur krakkanna. Þá verður kennsla á föstudag aðeins á milli klukkan 8:30 og 12 en hefst að fullu næsta mánudag. Áttundi bekkur verður áfram á Hótel Sögu og verður þar útbúið rými fyrir list- og verkkennslu. Árgangnum verður þessa vikuna skipt í tvennt. Bekkirnir AK, EÁ, JS og SMV fá að mæta á fimmtudag í skólann, milli 8:30 og 12 en EHH, HÁ, HG og VGS fá að mæta á föstudag. Sannarlegt púsluspil. Full kennsla hefst að nýju hjá þeim, eins og öðrum, 10. janúar. Grunnskólar Mygla Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Háskólinn og FS kaupa Bændahöllina fyrir 4,9 milljarða Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta munu greiða tæpa fimm milljarða króna fyrir kaupin á Hótel Sögu, Bændahöllinni, sem voru undirrituð í gær. Gert er ráð fyrir að ráðast þurfi í talsverðar viðgerðir og breytingar á byggingunni, sem verður nýtt bæði sem kennsluhúsnæði og í íbúðir fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. 23. desember 2021 08:32 Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11 Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu. 30. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Sjá meira
S. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla, sendi foreldrum Hagskælinga tölvupóst í gær þar sem farið var yfir stöðuna. Þar kemur fram að skólastarf verði enn á þremur stöðum, í Hagaskóla, í Ármúla 30 og á Hótel Sögu. Frá því að grunur kom upp um myglu í skólanum hefur hluti nemenda fengið að vera á Hótel Sögu, sem er hinu megin við götuna frá Hagaskóla. Háskóli Íslands og Félagsstofnun Stúdenta keyptu nýlega Bændahöllina og rektor hefur tilkynnt að Hagskælingar fái áfram að nota húsnæði Hótels Sögu. Áttundi bekkur verður því áfram í bændahöllinni, það sem eftir er veturs, níundi bekkur verður sendur í Ármúlann á rútum en krakkar í tíunda bekk verða áfram í Hagaskóla. Svo virðist þó af tölvupóstinum frá Ingibjörgu að húsnæðisvandræði í sambland við sóttvarnaaðgerðir hafi gert skólastjórnendum erfitt fyrir að hefja skólastarf á tilætluðum tíma. Krakkarnir byrja því annað hvort á morgun, fimmtudag eða föstudag aftur í skólanum. Tíundi bekkur verður eins og áður segir í Hagaskóla og fær að mæta aftur eftir jólafrí á morgun. Krakkarnir fá ins vegar aðeins að vera í skólanum frá 8:30 til 12 út þessa viku. Frá og með 10. janúar er þó gert ráð fyrir fullri kennslu. Hagskælingar verða hér til húsa í vetur, í Ármúla 30.Já.is Níundi bekkur verður eins og áður segir í Ármúla þessa önnina og hefst kennsla nú á föstudag. Krakkarnir fá ekki að mæta fyrr en þá þar sem verið er að sótthreinsa húsgögn frá Hagaskóla til að flytja í nýjar vistarverur krakkanna. Þá verður kennsla á föstudag aðeins á milli klukkan 8:30 og 12 en hefst að fullu næsta mánudag. Áttundi bekkur verður áfram á Hótel Sögu og verður þar útbúið rými fyrir list- og verkkennslu. Árgangnum verður þessa vikuna skipt í tvennt. Bekkirnir AK, EÁ, JS og SMV fá að mæta á fimmtudag í skólann, milli 8:30 og 12 en EHH, HÁ, HG og VGS fá að mæta á föstudag. Sannarlegt púsluspil. Full kennsla hefst að nýju hjá þeim, eins og öðrum, 10. janúar.
Grunnskólar Mygla Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Háskólinn og FS kaupa Bændahöllina fyrir 4,9 milljarða Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta munu greiða tæpa fimm milljarða króna fyrir kaupin á Hótel Sögu, Bændahöllinni, sem voru undirrituð í gær. Gert er ráð fyrir að ráðast þurfi í talsverðar viðgerðir og breytingar á byggingunni, sem verður nýtt bæði sem kennsluhúsnæði og í íbúðir fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. 23. desember 2021 08:32 Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11 Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu. 30. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Sjá meira
Háskólinn og FS kaupa Bændahöllina fyrir 4,9 milljarða Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta munu greiða tæpa fimm milljarða króna fyrir kaupin á Hótel Sögu, Bændahöllinni, sem voru undirrituð í gær. Gert er ráð fyrir að ráðast þurfi í talsverðar viðgerðir og breytingar á byggingunni, sem verður nýtt bæði sem kennsluhúsnæði og í íbúðir fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. 23. desember 2021 08:32
Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11
Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu. 30. nóvember 2021 07:01