Bein útsending: Vindmyllan í Þykkvabæ sprengd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2022 11:51 Vindmyllurnar voru tvær í rekstri í Þykkvabæ. Önnur brann 2017 og hin nú um áramótin. Vísir/Arnar Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar stefnir á að sprengja upp úr hádegi vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Sprengingin verður í beinni útsendingu á Vísi. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Hábæs, segir nauðsynlegt að fella mylluna til að koma í veg fyrir að hún valdi skaða. Vindmyllan var í eigu fyrirtækisins Biokraft sem gangsetti tvær vindmyllur í Þykkvabæ sumarið 2014. Þær höfðu áður staðið í Þýskalandi. Önnur vindmyllan brann í eldsvoða í júlí 2017 og hefur verið ónothæf síðan. Biokraft varð gjaldþrota árið 2019 og eru vindmyllurnar í eigu Háblæs í dag. Beina útsendingu má sjá að neðan en hún er aðgengileg á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Lesa má nýjustu vendingar í vaktinni hér neðst í fréttinni. Um heljarinnar mannvirki er að ræða. Sextíu metrar á hæð og fleiri tugir tonna að þyngd. „Spaðarnir á henni snúast og engin leið til að stoppa það. Það er ekki þorandi að fara upp í turninn því þar er allt brunnið. Hún gæti í miklu roki farið að snúast af miklu afli og hugsanlega brotnað. Þess vegna ætlum við að fella mylluna af öryggisástæðum,“ segir Ásgeir. Allt í turni myllunnar sé ónýtt. „Mastrið er í sjálfu sér heilt en við verðum að tryggja að ekki verði frekari skaði eða tjón af. Hún fari að snúast á yfirsnúningi og hugsanlega brotna af henni hlutir sem gæti haft slæmar afleiðingar. Því verður hún felld til að forðast skaða eða tjón.“ Sprengjusveit gæslunnar sér um framkvæmd sprengingarinnar. Varðandi öryggi á svæðinu segir Ásgeir lögreglu standa þá vakt. Ásgeir segir vinnu hafa staðið yfir varðandi endurbyggingu á vindmyllunum eftir að kviknaði í þeirri fyrri. Nú hafi sú síðari brunnið. Þessar tvær hverfi en væntanlega komi aðrar í staðinn. „Já, það er ætlunin. Það voru áform um að endurnýja þessar myllur. Þau eru óbreytt varðandi aðra þeirra. Svo brennur hin á nýársdag. Það eru áform um að endurnýja hana.“ Tíminn verði að leiða í ljós nákvæmlega hvað verði en mikil tækifæri séu á nýtingu vinds á Íslandi til raforkuframleiðslu til að uppfylla þörf markaðarins fyrir rafmagnsnotkun.
Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Hábæs, segir nauðsynlegt að fella mylluna til að koma í veg fyrir að hún valdi skaða. Vindmyllan var í eigu fyrirtækisins Biokraft sem gangsetti tvær vindmyllur í Þykkvabæ sumarið 2014. Þær höfðu áður staðið í Þýskalandi. Önnur vindmyllan brann í eldsvoða í júlí 2017 og hefur verið ónothæf síðan. Biokraft varð gjaldþrota árið 2019 og eru vindmyllurnar í eigu Háblæs í dag. Beina útsendingu má sjá að neðan en hún er aðgengileg á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Lesa má nýjustu vendingar í vaktinni hér neðst í fréttinni. Um heljarinnar mannvirki er að ræða. Sextíu metrar á hæð og fleiri tugir tonna að þyngd. „Spaðarnir á henni snúast og engin leið til að stoppa það. Það er ekki þorandi að fara upp í turninn því þar er allt brunnið. Hún gæti í miklu roki farið að snúast af miklu afli og hugsanlega brotnað. Þess vegna ætlum við að fella mylluna af öryggisástæðum,“ segir Ásgeir. Allt í turni myllunnar sé ónýtt. „Mastrið er í sjálfu sér heilt en við verðum að tryggja að ekki verði frekari skaði eða tjón af. Hún fari að snúast á yfirsnúningi og hugsanlega brotna af henni hlutir sem gæti haft slæmar afleiðingar. Því verður hún felld til að forðast skaða eða tjón.“ Sprengjusveit gæslunnar sér um framkvæmd sprengingarinnar. Varðandi öryggi á svæðinu segir Ásgeir lögreglu standa þá vakt. Ásgeir segir vinnu hafa staðið yfir varðandi endurbyggingu á vindmyllunum eftir að kviknaði í þeirri fyrri. Nú hafi sú síðari brunnið. Þessar tvær hverfi en væntanlega komi aðrar í staðinn. „Já, það er ætlunin. Það voru áform um að endurnýja þessar myllur. Þau eru óbreytt varðandi aðra þeirra. Svo brennur hin á nýársdag. Það eru áform um að endurnýja hana.“ Tíminn verði að leiða í ljós nákvæmlega hvað verði en mikil tækifæri séu á nýtingu vinds á Íslandi til raforkuframleiðslu til að uppfylla þörf markaðarins fyrir rafmagnsnotkun.
Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Vindorka Tengdar fréttir Vindmyllan í Þykkvabæ brann á nýársdag Önnur vindmyllanna sem stendur við Þykkvabæ brann í gær. Þær hafa nú báðar eyðilagst í eldi en hin brann sumarið 2017. 2. janúar 2022 13:05 Fær ekki að reisa tvær nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ Vindmyllur BioKraft í Þykkvabæ hafa skilað góðum afköstum að sögn eigandans. 23. október 2017 06:00 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Vindmyllan í Þykkvabæ brann á nýársdag Önnur vindmyllanna sem stendur við Þykkvabæ brann í gær. Þær hafa nú báðar eyðilagst í eldi en hin brann sumarið 2017. 2. janúar 2022 13:05
Fær ekki að reisa tvær nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ Vindmyllur BioKraft í Þykkvabæ hafa skilað góðum afköstum að sögn eigandans. 23. október 2017 06:00