Halda nöfnum gesta leyndum til að koma í veg fyrir mismunun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2022 08:46 Breytingin nær aðeins til Oregon. Getty Forsvarsmenn Airbnb hafa ákveðið að halda nöfnum gesta í Oregon í Bandaríkjunum leyndum þar til bókun þeirra hefur verið staðfest af gestgjafa. Þetta er gert til að tryggja að gestgjafar mismuni ekki gestum á grundvelli kynþáttar. Ákvörðun fyrirtækisins má rekja til dómsmáls sem þrjár svartar konur frá Portland höfðuðu gegn fyrirtækinu, þar sem þær sögðu birtingu nafna og mynda á síðunni opna á mismunun. Nafna og myndbirtingin bryti í bága við ströng lög Oregon ríkis um gistiþjónustu, þar sem tekið væri sérstaklega á mismunun. Sátt náðist í málinu árið 2019 en Airbnb tilkynnti í vikunni að frá og með 31. janúar næstkomandi myndu gestgjafar í Oregon aðeins sjá upphafsstafi mögulegra gesta, þar til þeir væru búnir að samþykkja bókun þeirra. Verklagsreglurnar nýju munu gilda í að minnsta kosti tvö ár. Fyrirtækið hefur margsinnis verið sakað um að standa ekki nógu vel að málum og leyfa mismunun að grassera. Margir svartir notendur hafa greint frá því að hafa ekki getað bókað gistingu þar til þeir breyttu notendanafninu sínu eða skiptu um mynd. Gagnrýnendur segja stefnubreytinguna góða byrjun en Johnny Mathias, framkvæmdastjóri baráttusamtakanna Color of Change, bendir á að svo heppilega hafi viljað til að lögin í Oregon hafi tekið afgerandi á mismunun. Koma muni í ljós hvaða áhrif breytingin muni hafa en það sé afar mikilvægt að „mæla“ mismunun til að geta tekið á henni. Þar ættu öll tæknifyrirtæki að axla ábyrgð. Umfjöllun Guardian. Bandaríkin Mannréttindi Airbnb Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Ákvörðun fyrirtækisins má rekja til dómsmáls sem þrjár svartar konur frá Portland höfðuðu gegn fyrirtækinu, þar sem þær sögðu birtingu nafna og mynda á síðunni opna á mismunun. Nafna og myndbirtingin bryti í bága við ströng lög Oregon ríkis um gistiþjónustu, þar sem tekið væri sérstaklega á mismunun. Sátt náðist í málinu árið 2019 en Airbnb tilkynnti í vikunni að frá og með 31. janúar næstkomandi myndu gestgjafar í Oregon aðeins sjá upphafsstafi mögulegra gesta, þar til þeir væru búnir að samþykkja bókun þeirra. Verklagsreglurnar nýju munu gilda í að minnsta kosti tvö ár. Fyrirtækið hefur margsinnis verið sakað um að standa ekki nógu vel að málum og leyfa mismunun að grassera. Margir svartir notendur hafa greint frá því að hafa ekki getað bókað gistingu þar til þeir breyttu notendanafninu sínu eða skiptu um mynd. Gagnrýnendur segja stefnubreytinguna góða byrjun en Johnny Mathias, framkvæmdastjóri baráttusamtakanna Color of Change, bendir á að svo heppilega hafi viljað til að lögin í Oregon hafi tekið afgerandi á mismunun. Koma muni í ljós hvaða áhrif breytingin muni hafa en það sé afar mikilvægt að „mæla“ mismunun til að geta tekið á henni. Þar ættu öll tæknifyrirtæki að axla ábyrgð. Umfjöllun Guardian.
Bandaríkin Mannréttindi Airbnb Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira