„Með Covid-19“ en ekki lengur „vegna Covid-19“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2022 15:15 25 liggja inni á Landspítala með Covid-19. Vísir/Vilhelm Landspítalinn uppfærði í dag orðalag sitt í daglegum tilkynningum um stöðuna á spítalanum. Áður kom þar fram hve margir sjúklingar lægju inni „vegna“ Covid-19 en í dag var orðalaginu breytt í „með“ Covid-19. Tvö börn liggja inni á barnadeild Landspítalans með Covid-19. „Ástæðan var athugasemd sem barst og það var ákveðið að innistæða væri fyrir því sem á var bent,“ segir Jón Baldvin Halldórsson vefritstjóri Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu. Fréttastofa hefur sömuleiðis fengið ábendingar vegna orðalagsins sem flestir fjölmiðlar landsins hafa notað undanfarnar vikur. Ábendingarnar hafa snúið að því að þótt 25 sjúklingar liggi inni á Landspítalanum smitaðir af Covid-19 þá þarf ekki að vera að sjúkdómurinn sé ástæða veru þeirra þar. Þannig komu upp Covid-19 smit á hjartadeild á dögunum meðal fólks sem lá inni af öðrum ástæðum en Covid-19. Slíkt fólk þarf að meðhöndla með öðrum og erfiðari hætti en ósmitaða sjúklinga. Þá þarf að vista á öðrum deildum og starfsmenn að klæðast göllum til að smitast ekki af veirunni. „Það er ekki rétt að allir þessir sjúklingar eru inniliggjandi „vegna“ covid-19. Einhverjir eru inniliggjandi af öðrum ástæðum en greindust í skimun inni á spítalanum,“ segir Hildur Helgadóttir verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítalans. „Við höfum reyndar notað margvíslegt orðalag en nú gerum við þetta svona vegna þess að ekki liggja allir inni vegna Covid þó þeir þurfi að vera í Covid einangrun. Einhverjir greinast inniliggjandi sem eru hér vegna annars en ekki er vitað hvort þeir verði Covid veikir í legunni eða hvort Covid spilar inn í núverandi veikindi. Aðrir leggjast klárlega inn út af öðru en ekki er alltaf skýrt hvort Covid spilar þar inn í.“ Tvö börn á barnadeild Nú liggja 25 einstaklingar með COVID á Landspítala - þeir eru á ýmsum deildum en á smitsjúkdómadeild eru 9 í einangrun, á gjörgæsludeildum liggja 7, þar af 5 í öndunarvél. Fram hefur komið að sex af sjö á gjörgæslu séu óbólusettir. Tvö börn liggja á barnadeild. Í fjarþjónustu COVID göngudeildar eru nú 7.198, þar af 1.657 börn. Gulir eru 299, einn rauður. Yfir áramótin komu milli 50 og 60 manns til skoðunar og meðferðar í COVID göngudeild. Komum þangað fjölgar nú ört að því er segir í tilkynningu á vef Landspítalans. 181 starfsmaður í einangrun Mikill fjöldi starfsmanna Landspítala er fjarverandi vegna einangrunar og sóttkvíar. 181 er í einangrun, 129 í sóttkví og af þeim eru 43 við störf í vinnusóttkví. Starfsfólk sem losnar úr einangrun og er einkennalaust má snúa til starfa eftir útskrift úr COVID göngudeild og fylgja reglum um svokallaða sóttkví C í 7 daga. Ef fólk er enn með einkenni eftir 7 daga þá skal það vera í einangrun þar til 10 dagar eru liðnir frá greiningu. Ekki er nauðsynlegt að sækja um sóttkví C vegna endurkomu til vinnu eftir COVID til farsóttanefndar en mikilvægt að tilkynna til starfsmannahjúkrunar. Eru starfsmenn beðnir um að leita ráða hjá farsóttanefnd í vafamálum. „Sjúklingar sem hafa fengið COVID-19 en leggjast inn vegna annars eftir að 7 daga einangrun er lokið skulu vera í einangrun á spítalanum þar til 10 dagar eru liðnir frá upphaflegri greiningu að því gefnu að þeir séu einkennalausir. Áfram gildir að yfirmenn geta kallað starfsfólk spítalans í sóttkví inn til starfa í vinnusóttkví B1 að því gefnu að það sé fullbólusett og einkennalaust. Fylgja skal leiðbeiningum um framkvæmd vinnusóttkvíar B1 í hvívetna,“ segir á vef Landspítalans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
„Ástæðan var athugasemd sem barst og það var ákveðið að innistæða væri fyrir því sem á var bent,“ segir Jón Baldvin Halldórsson vefritstjóri Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu. Fréttastofa hefur sömuleiðis fengið ábendingar vegna orðalagsins sem flestir fjölmiðlar landsins hafa notað undanfarnar vikur. Ábendingarnar hafa snúið að því að þótt 25 sjúklingar liggi inni á Landspítalanum smitaðir af Covid-19 þá þarf ekki að vera að sjúkdómurinn sé ástæða veru þeirra þar. Þannig komu upp Covid-19 smit á hjartadeild á dögunum meðal fólks sem lá inni af öðrum ástæðum en Covid-19. Slíkt fólk þarf að meðhöndla með öðrum og erfiðari hætti en ósmitaða sjúklinga. Þá þarf að vista á öðrum deildum og starfsmenn að klæðast göllum til að smitast ekki af veirunni. „Það er ekki rétt að allir þessir sjúklingar eru inniliggjandi „vegna“ covid-19. Einhverjir eru inniliggjandi af öðrum ástæðum en greindust í skimun inni á spítalanum,“ segir Hildur Helgadóttir verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítalans. „Við höfum reyndar notað margvíslegt orðalag en nú gerum við þetta svona vegna þess að ekki liggja allir inni vegna Covid þó þeir þurfi að vera í Covid einangrun. Einhverjir greinast inniliggjandi sem eru hér vegna annars en ekki er vitað hvort þeir verði Covid veikir í legunni eða hvort Covid spilar inn í núverandi veikindi. Aðrir leggjast klárlega inn út af öðru en ekki er alltaf skýrt hvort Covid spilar þar inn í.“ Tvö börn á barnadeild Nú liggja 25 einstaklingar með COVID á Landspítala - þeir eru á ýmsum deildum en á smitsjúkdómadeild eru 9 í einangrun, á gjörgæsludeildum liggja 7, þar af 5 í öndunarvél. Fram hefur komið að sex af sjö á gjörgæslu séu óbólusettir. Tvö börn liggja á barnadeild. Í fjarþjónustu COVID göngudeildar eru nú 7.198, þar af 1.657 börn. Gulir eru 299, einn rauður. Yfir áramótin komu milli 50 og 60 manns til skoðunar og meðferðar í COVID göngudeild. Komum þangað fjölgar nú ört að því er segir í tilkynningu á vef Landspítalans. 181 starfsmaður í einangrun Mikill fjöldi starfsmanna Landspítala er fjarverandi vegna einangrunar og sóttkvíar. 181 er í einangrun, 129 í sóttkví og af þeim eru 43 við störf í vinnusóttkví. Starfsfólk sem losnar úr einangrun og er einkennalaust má snúa til starfa eftir útskrift úr COVID göngudeild og fylgja reglum um svokallaða sóttkví C í 7 daga. Ef fólk er enn með einkenni eftir 7 daga þá skal það vera í einangrun þar til 10 dagar eru liðnir frá greiningu. Ekki er nauðsynlegt að sækja um sóttkví C vegna endurkomu til vinnu eftir COVID til farsóttanefndar en mikilvægt að tilkynna til starfsmannahjúkrunar. Eru starfsmenn beðnir um að leita ráða hjá farsóttanefnd í vafamálum. „Sjúklingar sem hafa fengið COVID-19 en leggjast inn vegna annars eftir að 7 daga einangrun er lokið skulu vera í einangrun á spítalanum þar til 10 dagar eru liðnir frá upphaflegri greiningu að því gefnu að þeir séu einkennalausir. Áfram gildir að yfirmenn geta kallað starfsfólk spítalans í sóttkví inn til starfa í vinnusóttkví B1 að því gefnu að það sé fullbólusett og einkennalaust. Fylgja skal leiðbeiningum um framkvæmd vinnusóttkvíar B1 í hvívetna,“ segir á vef Landspítalans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira