Hápunktar HM í pílukasti: Soutar, Rydz, níu pílurnar hjá Borland og epískur leikur Smiths og Claytons Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2022 10:00 Heimsmeistaramótið í pílukasti olli engum vonbrigðum. vísir/getty Heimsmeistaramótinu í pílukasti lauk í gær. Vísir fékk einn helsta pílusérfræðing landsins til að velja hápunkta mótsins. Peter Wright sigraði Michael Smith, 7-5, í úrslitaleik HM í gær og vann þar með sinn annan heimsmeistaratitil á síðustu þremur árum. Í tilefni af því að heimsmeistaramótinu er lokið fékk Vísir pílusérfræðinginn Guðna Þ. Guðjónsson til að velja hápunkta mótsins. Hvað kom mest á óvart? „Þrír níu pílna leikir. Það er ótrúlegt. Svo myndi ég segja framganga Alan Soutar á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hann vann fyrstu þrjá leikina sína, alla í oddasetti. Í öðrum leiknum gegn Mensur Suljovic var hann 2-0 undir í settum og leggjum en vann leikinn með því að taka út 144. Svo vann hann Jose de Sousa, sem er sjöundi á heimslistanum, með því að taka út 136 í oddasetti. Hann náði sér í þátttökurétt á PDC mótaröðina í fyrra og er búinn að vera mjög góður á henni. Svo verður að minnast á mann mótsins, Callan Rydz. Hann tapaði ekki setti fyrr en gegn Soutar í fjórða leiknum sínum.“ Hvað var augnablik mótsins? „Níu pílna leikurinn hjá Willie Borland til að vinna Bradley Brooks. Þetta var í oddalegg í oddasetti og hann vann með níu pílna leik.“ Hver var besti leikur mótsins? „Það eru þrír sem koma til greina og heimsmeistarinn Peter Wright tók þátt í tveimur þeirra. Annars vegar gegn Rydz og hins vegar gegn Gary Anderson. Svo er það Michael Smith gegn Jonny Clayton og ef ég ætti að velja einn myndi ég velja hann. Það var svo mikil dramatík.“ Hver voru vonbrigði mótsins? „Það sem var leiðinlegt við mótið var að þrír þurftu að draga sig úr keppni vegna kórónuveirunnar, þar á meðal Michael van Gerwen sem spilaði bara einn leik. Ég hefði alveg séð hann leika til úrslita.“ Pílukast Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum Í beinni: Víkingur - Valur | Valskonur geta unnið fjórða leikinn í röð EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sjá meira
Peter Wright sigraði Michael Smith, 7-5, í úrslitaleik HM í gær og vann þar með sinn annan heimsmeistaratitil á síðustu þremur árum. Í tilefni af því að heimsmeistaramótinu er lokið fékk Vísir pílusérfræðinginn Guðna Þ. Guðjónsson til að velja hápunkta mótsins. Hvað kom mest á óvart? „Þrír níu pílna leikir. Það er ótrúlegt. Svo myndi ég segja framganga Alan Soutar á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hann vann fyrstu þrjá leikina sína, alla í oddasetti. Í öðrum leiknum gegn Mensur Suljovic var hann 2-0 undir í settum og leggjum en vann leikinn með því að taka út 144. Svo vann hann Jose de Sousa, sem er sjöundi á heimslistanum, með því að taka út 136 í oddasetti. Hann náði sér í þátttökurétt á PDC mótaröðina í fyrra og er búinn að vera mjög góður á henni. Svo verður að minnast á mann mótsins, Callan Rydz. Hann tapaði ekki setti fyrr en gegn Soutar í fjórða leiknum sínum.“ Hvað var augnablik mótsins? „Níu pílna leikurinn hjá Willie Borland til að vinna Bradley Brooks. Þetta var í oddalegg í oddasetti og hann vann með níu pílna leik.“ Hver var besti leikur mótsins? „Það eru þrír sem koma til greina og heimsmeistarinn Peter Wright tók þátt í tveimur þeirra. Annars vegar gegn Rydz og hins vegar gegn Gary Anderson. Svo er það Michael Smith gegn Jonny Clayton og ef ég ætti að velja einn myndi ég velja hann. Það var svo mikil dramatík.“ Hver voru vonbrigði mótsins? „Það sem var leiðinlegt við mótið var að þrír þurftu að draga sig úr keppni vegna kórónuveirunnar, þar á meðal Michael van Gerwen sem spilaði bara einn leik. Ég hefði alveg séð hann leika til úrslita.“
Pílukast Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum Í beinni: Víkingur - Valur | Valskonur geta unnið fjórða leikinn í röð EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sjá meira