Munur á þróun leigu- og kaupverðs aldrei mælst meiri Eiður Þór Árnason skrifar 3. janúar 2022 13:27 Dýrast er að leigja í Vesturbæ Reykjavíkur. Vísir/Egill Spenna á leigumarkaði hefur dregist saman síðustu misseri og leiguverð þróast með rólegasta móti, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Hefur leiguverð nánast staðið í stað frá því að faraldurinn hófst og aðeins hækkað um 1,9% síðan í janúar 2020. Talið er að aukin kaupgeta fólks, einkum vegna vaxtalækkana, skýri þessa þróun en hlutfall fyrstu kaupenda á húsnæðismarkaði hefur aldrei mælst hærra. Við þær aðstæður dróst eftirspurn eftir leiguhúsnæði saman á sama tíma og minna var um skammtímaleigu til erlendra ferðamanna eftir að þeim fækkaði. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans en samkvæmt nýjustu gögnum Þjóðskrár um leiguverð sem ná til þinglýstra samninga á höfuðborgarsvæðinu í nóvember hækkaði leiguverð þar um 1,2% milli mánaða. Þetta er talsvert meiri hækkun en á síðustu mánuðum en í október stóð verðið í stað og í september lækkaði það örlítið. Tólf mánaða hækkun leiguverðs mælist 3,4% á sama tíma og kaupverð íbúða í fjölbýli hefur hækkað um 16%. „Til samanburðar hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 3,0%. Raunhækkun leigu, þ.e. hækkun á leigu umfram annað verðlag, mælist því innan við hálft prósentustig, sem hefur einkennt stöðuna núna fjóra mánuði í röð. Það má því segja að stöðugleiki ríki á leigumarkaði þar sem leiga þróist í takt við annað verðlag, ólíkt því sem hefur sést á íbúðamarkaði undanfarið,“ segir í Hagsjánni. Munurinn á þróun leigu- og kaupverðs hafi aldrei mælst jafn mikill og nú og bendi til þess að hækkanir íbúðaverðs séu komnar fram úr því sem æskilegt geti talist. Verð lækkað í Hafnarfirði og Garðabæ Það sem af er ári hefur að jafnaði 547 leigusamningum verið þinglýst í hverjum mánuði. Það er heldur færra en í fyrra þegar 590 samningum var að jafnaði þinglýst, en þá hafði fjöldinn aukist talsvert frá fyrra ári. Samanburður á fermetraverði samkvæmt nýjum þinglýstum samningum í nóvember gefur til kynna að fermetraverð tveggja herbergja íbúða sé hæst í vesturhluta Reykjavíkur. Þar leigist slík íbúð að meðaltali á 3.441 krónur á fermetra og hækkar um 4% frá því í nóvember í fyrra. Lægsta fermetraverð tveggja herbergja íbúða á höfuðborgarsvæðinu er að finna í Garðabæ og Hafnarfirði, eða 2.679 krónur á fermetra að meðaltali. Lækkar verð þar um 9% milli ára samkvæmt þeim samningum sem þinglýst var í nóvember. Fasteignamarkaður Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Sjá meira
Talið er að aukin kaupgeta fólks, einkum vegna vaxtalækkana, skýri þessa þróun en hlutfall fyrstu kaupenda á húsnæðismarkaði hefur aldrei mælst hærra. Við þær aðstæður dróst eftirspurn eftir leiguhúsnæði saman á sama tíma og minna var um skammtímaleigu til erlendra ferðamanna eftir að þeim fækkaði. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans en samkvæmt nýjustu gögnum Þjóðskrár um leiguverð sem ná til þinglýstra samninga á höfuðborgarsvæðinu í nóvember hækkaði leiguverð þar um 1,2% milli mánaða. Þetta er talsvert meiri hækkun en á síðustu mánuðum en í október stóð verðið í stað og í september lækkaði það örlítið. Tólf mánaða hækkun leiguverðs mælist 3,4% á sama tíma og kaupverð íbúða í fjölbýli hefur hækkað um 16%. „Til samanburðar hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 3,0%. Raunhækkun leigu, þ.e. hækkun á leigu umfram annað verðlag, mælist því innan við hálft prósentustig, sem hefur einkennt stöðuna núna fjóra mánuði í röð. Það má því segja að stöðugleiki ríki á leigumarkaði þar sem leiga þróist í takt við annað verðlag, ólíkt því sem hefur sést á íbúðamarkaði undanfarið,“ segir í Hagsjánni. Munurinn á þróun leigu- og kaupverðs hafi aldrei mælst jafn mikill og nú og bendi til þess að hækkanir íbúðaverðs séu komnar fram úr því sem æskilegt geti talist. Verð lækkað í Hafnarfirði og Garðabæ Það sem af er ári hefur að jafnaði 547 leigusamningum verið þinglýst í hverjum mánuði. Það er heldur færra en í fyrra þegar 590 samningum var að jafnaði þinglýst, en þá hafði fjöldinn aukist talsvert frá fyrra ári. Samanburður á fermetraverði samkvæmt nýjum þinglýstum samningum í nóvember gefur til kynna að fermetraverð tveggja herbergja íbúða sé hæst í vesturhluta Reykjavíkur. Þar leigist slík íbúð að meðaltali á 3.441 krónur á fermetra og hækkar um 4% frá því í nóvember í fyrra. Lægsta fermetraverð tveggja herbergja íbúða á höfuðborgarsvæðinu er að finna í Garðabæ og Hafnarfirði, eða 2.679 krónur á fermetra að meðaltali. Lækkar verð þar um 9% milli ára samkvæmt þeim samningum sem þinglýst var í nóvember.
Fasteignamarkaður Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Sjá meira