Spáir því að Smith snúi á söguna og verði heimsmeistari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. janúar 2022 13:30 Hvor þeirra lyftir Sid Waddell bikarnum í kvöld, Michael Smith eða Peter Wright? epa/SEAN DEMPSEY/getty/LUKE WALKER Heimsmeistaramótinu í pílukasti lýkur í kvöld með úrslitaleik Michaels Smith og Peters Wright. Einn helsti pílusérfræðingur landsins spáir því að úrslitin ráðist í oddasetti. Níutíuogsex keppendur hófu leik á HM í pílukasti en nú standa aðeins tveir eftir; Smith og Wright sem hafa báðir leikið stórvel á mótinu. Smith komst í úrslit á HM 2019 en tapaði fyrir Michael van Gerwen. Wright tapaði einnig í úrslitum fyrir Van Gerwen 2014 en náði fram hefndum með því að sigra Hollendinginn í úrslitaleiknum á HM 2020. Og hann getur lyft Sid Wadell bikarnum í annað sinn í kvöld vinni hann Smith. „Við eigum von á mörgum 180, háu skori og jöfnum leik. Ég held að hann fari alla leið og endi 7-6,“ sagði pílusérfræðingurinn Guðni Þ. Guðjónsson í samtali við Vísi. Hann hallast frekar að sigri Smiths, ekki síst þar sem hann fór í gegnum sannkallaðar eldraunir gegn Jonny Clayton og heimsmeistaranum Gerwyn Price. Guðni Þ. Guðjónsson hefur fylgst grannt með gangi mála á HM í pílukasti.úr einkasafni „Smith er búinn að klára Clayton og Price í miklum spennuleikjum. Hann er líka með tæplega fimmtíu prósent árangur í útskotum á móti fjörutíu prósentum hjá Wright. Ég held að þetta sé árið hans Smiths og hann klári þetta. En þetta verður veisla í kvöld,“ sagði Guðni. Í undanúrslitunum í gær sigraði Smith James Wade, 6-3, á meðan Wright bar sigurorð af Gary Anderson, 6-4. Báðir voru með frábært meðaltal, Wright 104,38 og Smith 100,98, og Wright setti met á HM með því að ná 24 sinnum fullkomnu skori, eða 180. „Metið yfir flest 180 hjá leikmanni á HM er 71 sem Anderson á. Ég held að bæði Wright og Smith bæti það í kvöld. Við fáum svona 40-42 180 skor,“ sagði Guðni en metið yfir flest 180 í úrslitaleik er 34 hjá Anderson og Adrian Lewis 2016. Wright varð heimsmeistari fyrir tveimur árum.epa/SEAN DEMPSEY Sem fyrr sagði komst Smith í úrslit á HM 2019. Honum tókst ekki að fylgja því eftir og datt út í 1. umferð á HM 2020 og 2021. En í ár hefur annað verið uppi á teningnum, Smith hefur spilað einstaklega vel og er með hæsta meðalskorið á HM, 100,66. Wright er sjónarmun á eftir með 100,65. Jafnara verður það varla. Guðni segir að framganga Smiths á HM hafi komið á óvart þótt vissulega hafi hæfileikar hans alltaf legið fyrir. „Já, ég myndi segja það. Hann hefur oft verið í umræðunni en alltaf tekist að klúðra þessu á stóra sviðinu,“ sagði Guðni. Smith og Wright mættust síðast á Grand Slam þar sem Wright vann 16-12. Þeir hafa mæst ellefu sinnum í útsláttarleikjum á sjónvarpsmótum og Wright hefur unnið alla leikina. Peter Wright v Michael Smith TV KO games2013 PC - Wright 6-22014 WC - Wright 4-32014 UK - Wright 9-82017 MM - Wright 10-92018 MM - Wright 11-82019 M - Wright 10-62019 CL - Wright 11-52020 M - Wright 11-102020 PC - Wright 10-62021 WM - Wright 16-72021 GS - Wright 16-12— Weekly Dartscast (@WeeklyDartscast) January 2, 2022 „Sagan er ekki með Smith í kvöld ef við tökum þessa leiki en ég held hann klári þetta,“ sagði Guðni að lokum. Bein útsending frá úrslitaleiknum á HM í pílukasti hefst klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 3. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Sjá meira
Níutíuogsex keppendur hófu leik á HM í pílukasti en nú standa aðeins tveir eftir; Smith og Wright sem hafa báðir leikið stórvel á mótinu. Smith komst í úrslit á HM 2019 en tapaði fyrir Michael van Gerwen. Wright tapaði einnig í úrslitum fyrir Van Gerwen 2014 en náði fram hefndum með því að sigra Hollendinginn í úrslitaleiknum á HM 2020. Og hann getur lyft Sid Wadell bikarnum í annað sinn í kvöld vinni hann Smith. „Við eigum von á mörgum 180, háu skori og jöfnum leik. Ég held að hann fari alla leið og endi 7-6,“ sagði pílusérfræðingurinn Guðni Þ. Guðjónsson í samtali við Vísi. Hann hallast frekar að sigri Smiths, ekki síst þar sem hann fór í gegnum sannkallaðar eldraunir gegn Jonny Clayton og heimsmeistaranum Gerwyn Price. Guðni Þ. Guðjónsson hefur fylgst grannt með gangi mála á HM í pílukasti.úr einkasafni „Smith er búinn að klára Clayton og Price í miklum spennuleikjum. Hann er líka með tæplega fimmtíu prósent árangur í útskotum á móti fjörutíu prósentum hjá Wright. Ég held að þetta sé árið hans Smiths og hann klári þetta. En þetta verður veisla í kvöld,“ sagði Guðni. Í undanúrslitunum í gær sigraði Smith James Wade, 6-3, á meðan Wright bar sigurorð af Gary Anderson, 6-4. Báðir voru með frábært meðaltal, Wright 104,38 og Smith 100,98, og Wright setti met á HM með því að ná 24 sinnum fullkomnu skori, eða 180. „Metið yfir flest 180 hjá leikmanni á HM er 71 sem Anderson á. Ég held að bæði Wright og Smith bæti það í kvöld. Við fáum svona 40-42 180 skor,“ sagði Guðni en metið yfir flest 180 í úrslitaleik er 34 hjá Anderson og Adrian Lewis 2016. Wright varð heimsmeistari fyrir tveimur árum.epa/SEAN DEMPSEY Sem fyrr sagði komst Smith í úrslit á HM 2019. Honum tókst ekki að fylgja því eftir og datt út í 1. umferð á HM 2020 og 2021. En í ár hefur annað verið uppi á teningnum, Smith hefur spilað einstaklega vel og er með hæsta meðalskorið á HM, 100,66. Wright er sjónarmun á eftir með 100,65. Jafnara verður það varla. Guðni segir að framganga Smiths á HM hafi komið á óvart þótt vissulega hafi hæfileikar hans alltaf legið fyrir. „Já, ég myndi segja það. Hann hefur oft verið í umræðunni en alltaf tekist að klúðra þessu á stóra sviðinu,“ sagði Guðni. Smith og Wright mættust síðast á Grand Slam þar sem Wright vann 16-12. Þeir hafa mæst ellefu sinnum í útsláttarleikjum á sjónvarpsmótum og Wright hefur unnið alla leikina. Peter Wright v Michael Smith TV KO games2013 PC - Wright 6-22014 WC - Wright 4-32014 UK - Wright 9-82017 MM - Wright 10-92018 MM - Wright 11-82019 M - Wright 10-62019 CL - Wright 11-52020 M - Wright 11-102020 PC - Wright 10-62021 WM - Wright 16-72021 GS - Wright 16-12— Weekly Dartscast (@WeeklyDartscast) January 2, 2022 „Sagan er ekki með Smith í kvöld ef við tökum þessa leiki en ég held hann klári þetta,“ sagði Guðni að lokum. Bein útsending frá úrslitaleiknum á HM í pílukasti hefst klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 3. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Sjá meira