„Ítrekað er að íbúar séu EKKI á ferðinni þangað til veðrið gengur niður," segir í tilkynningu frá lögreglu.
Gul veðurviðvörun er í gildi fyrir Austfirði en búist er við norðvestan 20-28 metrum á sekúndu og snörpum vindhviðum við fjöll. Víða er skafrenningur með lélegu skyggni og él norðantil.
Á vef Veðurstofunnar segir að ferðaveður sé mjög slæmt og fólk hvatt til að huga að lausamunum. Þá eru fjallvegir ófærir sem stendur.
Austurland: Vegna veðurs og ófærðar er beðið með mokstur á öllum helstu fjallvegum. Þæfingsfærð með hálku eða snjóþekju víða. Ófært er um Öxi og Breiðdalsheiði. Alltaf má búast við hreindýrum við veg á þessum árstíma og eru vegfarendur beðnir að aka varlega. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 3, 2022