Ættum að draga okkur inn í skel til að halda atvinnulífinu gangandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. janúar 2022 12:41 Víðir Reynisson er áhyggjufullur yfir stöðunni. Vísir/Arnar Allar hugmyndir um að veita atvinnurekendum vald til að kalla fólk í sóttkví í vinnu hafa verið slegnar út af borðinu. Almannavarnir reyna nú að finna nýjar lausnir til að geta haldið atvinnulífinu á floti næstu vikur á meðan metfjöldi Íslendinga er í einangrun og sóttkví. Almannavarnir kynntu hugmyndir sínar um nýtt fyrirkomulag á vinnusóttkví á gamlársdag sem fól í sér að atvinnurekendur gætu sjálfir ákveðið hvort launafólk í sóttkví ætti að sækja vinnu í svokallaðri vinnusóttkví. Þetta var þó dregið til baka eftir hávær mótmæli verkalýðshreyfingarinnar. „Nei, ég lít svo á að þessar hugmyndir sem voru kynntar okkur á morgni gamlársdags séu algjörlega út af borðinu og það eru ekki viðræður um að endurvekja þær,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins. Því verður fyrirkomulag vinnusóttkvíar óbreytt; það er að segja að atvinnurekendur með mikilvæga starfsemi sækja um það hjá almannavörnum að starfsmenn þeirra fái að fara í vinnusóttkví. Hingað til hefur aðeins mjög mikilvæg starfsemi fengið slíka undanþágu frá venjulegri sóttkví en til skoðunar er að leyfa fleiri fyrirtækjum að fara þessa leið. „Þetta snýst um það hvaða fyrirtæki það eru sem að uppfylla þau skilyrði núna fyrir að fá vinnusóttkvína, hvort að þau séu eitthvað að breytast eða ekki. Þetta hefur verið mjög þröngt túlkað hingað til,“ segir Víðir Reynisson hjá almannavörnum. Janúar verður mjög erfiður Mannekla hjá almannavörnum er slík að þeim hefur gengið illa að sinna öllum beiðnum atvinnurekenda um að fá að kalla inn starfsfólk í vinnusóttkví. Það var ein helsta ástæða þess að fyrri leið um að færa þetta vald í hendur atvinnurekenda átti að vera farin. Nú er verið að reyna að fá inn fólk til almannavarna til að sinna þessum beiðnum og er vonast til að það verði hægt að leysa vandann hratt á næstu dögum. Hann hefur miklar áhyggjur af atvinnulífinu og samfélaginu öllu næstu vikurnar sem gæti verið í þann mund að staðna. Eins og er eru 14 þúsund manns í sóttkví eða einangrun. „Þetta mun hafa gríðarlega mikil áhrif og ég held að það sé alveg ljóst að janúar verður bara mjög erfiður í samfélaginu bara vegna fjölda smita. Það er alveg ljóst. Það eina sem við getum öll reynt að gera er að draga okkur inn í skel og hafa samskipti við sem fæst, það minnkar líkurnar á að við smitumst. Og að menn einbeiti sér bara að því að gera það sem er algjörlega nauðsynlegt og annað ekki. Ég held að það sé bara staðan sem við erum í,“ segir Víðir og bendir á lönd í kring um okkur sem eru komin nokkrum vikum á undan okkur í ferlinu. Þar sé staðan orðin gríðarlega alvarleg vegna fjölda fólks í einangrun. Almannavarnir Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Almannavarnir kynntu hugmyndir sínar um nýtt fyrirkomulag á vinnusóttkví á gamlársdag sem fól í sér að atvinnurekendur gætu sjálfir ákveðið hvort launafólk í sóttkví ætti að sækja vinnu í svokallaðri vinnusóttkví. Þetta var þó dregið til baka eftir hávær mótmæli verkalýðshreyfingarinnar. „Nei, ég lít svo á að þessar hugmyndir sem voru kynntar okkur á morgni gamlársdags séu algjörlega út af borðinu og það eru ekki viðræður um að endurvekja þær,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins. Því verður fyrirkomulag vinnusóttkvíar óbreytt; það er að segja að atvinnurekendur með mikilvæga starfsemi sækja um það hjá almannavörnum að starfsmenn þeirra fái að fara í vinnusóttkví. Hingað til hefur aðeins mjög mikilvæg starfsemi fengið slíka undanþágu frá venjulegri sóttkví en til skoðunar er að leyfa fleiri fyrirtækjum að fara þessa leið. „Þetta snýst um það hvaða fyrirtæki það eru sem að uppfylla þau skilyrði núna fyrir að fá vinnusóttkvína, hvort að þau séu eitthvað að breytast eða ekki. Þetta hefur verið mjög þröngt túlkað hingað til,“ segir Víðir Reynisson hjá almannavörnum. Janúar verður mjög erfiður Mannekla hjá almannavörnum er slík að þeim hefur gengið illa að sinna öllum beiðnum atvinnurekenda um að fá að kalla inn starfsfólk í vinnusóttkví. Það var ein helsta ástæða þess að fyrri leið um að færa þetta vald í hendur atvinnurekenda átti að vera farin. Nú er verið að reyna að fá inn fólk til almannavarna til að sinna þessum beiðnum og er vonast til að það verði hægt að leysa vandann hratt á næstu dögum. Hann hefur miklar áhyggjur af atvinnulífinu og samfélaginu öllu næstu vikurnar sem gæti verið í þann mund að staðna. Eins og er eru 14 þúsund manns í sóttkví eða einangrun. „Þetta mun hafa gríðarlega mikil áhrif og ég held að það sé alveg ljóst að janúar verður bara mjög erfiður í samfélaginu bara vegna fjölda smita. Það er alveg ljóst. Það eina sem við getum öll reynt að gera er að draga okkur inn í skel og hafa samskipti við sem fæst, það minnkar líkurnar á að við smitumst. Og að menn einbeiti sér bara að því að gera það sem er algjörlega nauðsynlegt og annað ekki. Ég held að það sé bara staðan sem við erum í,“ segir Víðir og bendir á lönd í kring um okkur sem eru komin nokkrum vikum á undan okkur í ferlinu. Þar sé staðan orðin gríðarlega alvarleg vegna fjölda fólks í einangrun.
Almannavarnir Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira