Forstjóri Landspítalans fékk Covid: „Veiran er alveg á fullri ferð“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. janúar 2022 10:36 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, greindist með Covid-19 fyrir jól. Hún segir að í kringum 200 starfsmenn spítalans séu nú fjarri vinnu vegna kórónuveirunnar og að stöðugt bætist í fjöldann enda sé veiran „á fullri ferð“ í samfélaginu. Heilbrigðisstarfsfólk fari ekki varhluta af því. „Sjálf lenti ég í einangrun, fékk Covid fyrir jól og þá svona finnur maður á eigin skinni hversu ótrúlega góð maskína þetta er. Sjálfvirknin er orðin mjög mikil í Covid-göngudeildinni. Þetta er ekki eins og þetta var í fyrstu þegar það var hringt í alla því nú er þetta orðin sjálfvirkni og þú merkir þig og þitt heilsufar og hvort þú þurfir símhringingu eða ekki,“ segir Guðlaug í Bítinu á Bylgjunni. Guðlaug bendir á að um sjö þúsund manns séu skráðir í Covid-göngudeild, en allir þeir sem greinast fara sjálfkrafa á lista á deildinni. „Veiran er alveg á fullri ferð í samfélaginu og starfsmenn Landspítalans fara ekkert varhluta af því.“ Aðspurð vill hún ekki meina að spítalinn hafi verið illa rekinn. „Ég myndi segja að spítalinn hafi að mörgu leyti verið vel rekinn, en það þarf meira fjármagn, það er alveg ljóst. Við höfum rætt það í mjög langan tíma. Kannski má breyta ýmsu innanhúss, fara öðruvísi með og forgangsraða öðruvísi. Það er ekki hafið yfir gagnrýni,“ segir Guðlaug. Spítalinn þurfi 1,7 milljarða til að halda óbreyttum rekstri. „Þá erum við ekki að tala um neinar sérstakar framfarir, en óbreyttan rekstur og ekki að tala um miklar breytingar í þjónustunni.“ Hlusta má á viðtalið við Guðlaugu Rakel í spilaranum hér fyrir neðan. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
„Sjálf lenti ég í einangrun, fékk Covid fyrir jól og þá svona finnur maður á eigin skinni hversu ótrúlega góð maskína þetta er. Sjálfvirknin er orðin mjög mikil í Covid-göngudeildinni. Þetta er ekki eins og þetta var í fyrstu þegar það var hringt í alla því nú er þetta orðin sjálfvirkni og þú merkir þig og þitt heilsufar og hvort þú þurfir símhringingu eða ekki,“ segir Guðlaug í Bítinu á Bylgjunni. Guðlaug bendir á að um sjö þúsund manns séu skráðir í Covid-göngudeild, en allir þeir sem greinast fara sjálfkrafa á lista á deildinni. „Veiran er alveg á fullri ferð í samfélaginu og starfsmenn Landspítalans fara ekkert varhluta af því.“ Aðspurð vill hún ekki meina að spítalinn hafi verið illa rekinn. „Ég myndi segja að spítalinn hafi að mörgu leyti verið vel rekinn, en það þarf meira fjármagn, það er alveg ljóst. Við höfum rætt það í mjög langan tíma. Kannski má breyta ýmsu innanhúss, fara öðruvísi með og forgangsraða öðruvísi. Það er ekki hafið yfir gagnrýni,“ segir Guðlaug. Spítalinn þurfi 1,7 milljarða til að halda óbreyttum rekstri. „Þá erum við ekki að tala um neinar sérstakar framfarir, en óbreyttan rekstur og ekki að tala um miklar breytingar í þjónustunni.“ Hlusta má á viðtalið við Guðlaugu Rakel í spilaranum hér fyrir neðan.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira