Kveðja brosandi baráttumann fyrir mannréttindum Heimir Már Pétursson skrifar 1. janúar 2022 19:41 Kista Desmonds Tutu borin út úr dómkirkju heilags Georgs í Höfðaborg í dag. AP/Nic Bothma Desmond Tutu fyrrverandi erkibiskup í Suður Afríku var jarðsunginn í dag. Hanns er minnst um allan heim sem mikils mannréttindafrömuðar en hann lék lykilhlutverk í baráttunni fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar í Suður Afríku. Desmond Tutu erkibiskup dó á annan í jólum níræður að aldri. Hann fór fram með gleði og í nafni trúarinnar í baráttunni fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar í Suður Afríku og frelsun Nelson Mandela og fékk fyrir það friðarverðlaun Nobels árið 1984. Tutu var dáður af löndum sínum sem söfnuðust margir við ráðhús Höfðaborgar í gærkvöldi sem hafði verið lýst með fjólubláum lit embættis erkibiskubsins honum til heiðurs. Ein af þeim var Sarah Jane Wilson sem fór ekki leynt með aðdáun sína. „Sennilega einn af þremur merkustu mönnum þessa lands. Hann bjó yfir svo mikilli framsýni, svo mikilli manngæsku og auðmýkt og svo mikilli ást á þessu landi. Þetta er falleg leið til að enda árið,“ sagði Wilson. Werner Vermeulen dáist af þeim aðferðum sem Tutu beitti í baráttu sinni. „Biskupinn var sannur stjórnmálamaður, sannkristinn og hann vann fyrir fólkið. Hann trúði á réttlætið, frelsi fyrir alla og hann náði fram réttindum fyrir alla, konur. Það skipti ekki máli hvort maður var hommi eða lesbía, hann var réttsýnn maður og sönn hetja,“ sagði Vermuelen. Cyril Ramaphosa forseti Suður Afríku minntist Tutu með mikilli hlýju í minningarorðum sínum. Hann minnti á að erkibiskupinn fyrrverandi hafi verið maður með skopskyn og nálgast baráttumál sín með gleði.AP/Nic Bothma Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar voru aðeins um hundrað manns viðstaddir útför Tutu sem fram fór frá dómkirkjunni í Höfðaborg í morgun. Cyril Ramaphos forseti landsins fór með minningarorð í anda þeirrar gleði sem Tutu var þekktur fyrir í baráttu sinni. „Ef Desmond Tutu erkibiskup væri hér myndi hann segja: Hæ! Hæ! Af hverju eruð þið svona stúrin, svona vansæl? Hann hefði viljað kalla fram bros og hlátur hjá okkur öllum. Þannig maður var hann,“ sagði Ramaphosa. Erkibiskupinn hafi án nokkurs vafa verið sannur sóknarmaður í baráttunni fyrir frelsi, rétllæti, jafnrétti og friði. Ekki bara í heimalandinu heldur um allan heim. Suður-Afríka Tengdar fréttir Útför Desmonds Tutu hafin í Höfðaborg Útför Desmonds Tutu fyrrverandi erkibiskups Suður Afríku hófst í dómkirkjunni í Höfðaborg klukkan átta í morgun. Útförin fer fram með viðhöfn á vegum ríkisins. 1. janúar 2022 08:56 Biskupinn sem sagði Guð ekki vera kristinn Mikill fjöldi fólks hefur tjáð og sýnt Desmond Tutu fyrrverandi erkibiskupi Suður Afríku virðingu sína í dag. Hann ýfði oft fjaðrirnar á fólki innan krikjunnar, meðal annars þegar hann lýsti því yfir að Guð væri ekki kristinn. 30. desember 2021 19:31 Desmond Tutu er látinn Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. 26. desember 2021 07:59 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Desmond Tutu erkibiskup dó á annan í jólum níræður að aldri. Hann fór fram með gleði og í nafni trúarinnar í baráttunni fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar í Suður Afríku og frelsun Nelson Mandela og fékk fyrir það friðarverðlaun Nobels árið 1984. Tutu var dáður af löndum sínum sem söfnuðust margir við ráðhús Höfðaborgar í gærkvöldi sem hafði verið lýst með fjólubláum lit embættis erkibiskubsins honum til heiðurs. Ein af þeim var Sarah Jane Wilson sem fór ekki leynt með aðdáun sína. „Sennilega einn af þremur merkustu mönnum þessa lands. Hann bjó yfir svo mikilli framsýni, svo mikilli manngæsku og auðmýkt og svo mikilli ást á þessu landi. Þetta er falleg leið til að enda árið,“ sagði Wilson. Werner Vermeulen dáist af þeim aðferðum sem Tutu beitti í baráttu sinni. „Biskupinn var sannur stjórnmálamaður, sannkristinn og hann vann fyrir fólkið. Hann trúði á réttlætið, frelsi fyrir alla og hann náði fram réttindum fyrir alla, konur. Það skipti ekki máli hvort maður var hommi eða lesbía, hann var réttsýnn maður og sönn hetja,“ sagði Vermuelen. Cyril Ramaphosa forseti Suður Afríku minntist Tutu með mikilli hlýju í minningarorðum sínum. Hann minnti á að erkibiskupinn fyrrverandi hafi verið maður með skopskyn og nálgast baráttumál sín með gleði.AP/Nic Bothma Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar voru aðeins um hundrað manns viðstaddir útför Tutu sem fram fór frá dómkirkjunni í Höfðaborg í morgun. Cyril Ramaphos forseti landsins fór með minningarorð í anda þeirrar gleði sem Tutu var þekktur fyrir í baráttu sinni. „Ef Desmond Tutu erkibiskup væri hér myndi hann segja: Hæ! Hæ! Af hverju eruð þið svona stúrin, svona vansæl? Hann hefði viljað kalla fram bros og hlátur hjá okkur öllum. Þannig maður var hann,“ sagði Ramaphosa. Erkibiskupinn hafi án nokkurs vafa verið sannur sóknarmaður í baráttunni fyrir frelsi, rétllæti, jafnrétti og friði. Ekki bara í heimalandinu heldur um allan heim.
Suður-Afríka Tengdar fréttir Útför Desmonds Tutu hafin í Höfðaborg Útför Desmonds Tutu fyrrverandi erkibiskups Suður Afríku hófst í dómkirkjunni í Höfðaborg klukkan átta í morgun. Útförin fer fram með viðhöfn á vegum ríkisins. 1. janúar 2022 08:56 Biskupinn sem sagði Guð ekki vera kristinn Mikill fjöldi fólks hefur tjáð og sýnt Desmond Tutu fyrrverandi erkibiskupi Suður Afríku virðingu sína í dag. Hann ýfði oft fjaðrirnar á fólki innan krikjunnar, meðal annars þegar hann lýsti því yfir að Guð væri ekki kristinn. 30. desember 2021 19:31 Desmond Tutu er látinn Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. 26. desember 2021 07:59 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Útför Desmonds Tutu hafin í Höfðaborg Útför Desmonds Tutu fyrrverandi erkibiskups Suður Afríku hófst í dómkirkjunni í Höfðaborg klukkan átta í morgun. Útförin fer fram með viðhöfn á vegum ríkisins. 1. janúar 2022 08:56
Biskupinn sem sagði Guð ekki vera kristinn Mikill fjöldi fólks hefur tjáð og sýnt Desmond Tutu fyrrverandi erkibiskupi Suður Afríku virðingu sína í dag. Hann ýfði oft fjaðrirnar á fólki innan krikjunnar, meðal annars þegar hann lýsti því yfir að Guð væri ekki kristinn. 30. desember 2021 19:31
Desmond Tutu er látinn Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. 26. desember 2021 07:59