Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2022 08:01 Þó nokkrar nýjar eldflaugar og geimför munu líta dagsins ljós á árinu. Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. Á þessu ári ætla merkilega mörg fyrirtæki að gera tilraunir með nýjar gerðir eldflauga og geimfara. Þá stendur til að framkvæma margskonar rannsóknarverkefni í geimnum og má þar nefna James Webb geimsjónaukann og Psyche-verkefnið sem rannsaka á smástirni sem talið er það verðmætasta sem vitað er um. Þá verða vonandi tekin stór skref í átt að reglulegum ferðum til tunglsins á þessu ári. Auk þess að ætla að skjóta fyrsta geimfarinu til tunglsins á þessu ári vinna vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna og annarsstaðar í heiminum að fjölmörgum rannsóknarverkefnum sem snúa að tunglinu. Um síðustu áramót var ljóst að mikil athygli beindist að tunglinu en sú þróun heldur augljóslega áfram í ár. Það er þó nokkuð minna um sérstök lendingarför eins og í fyrra. Hér að neðan er farið margt af því helsta sem á að gerast í geimnum á þessu ári. Áætlanir varðandi geimferðir eiga þó til að breytast og líklegt er að dagsetningar sem gefnar eru upp muni taka breytingum þegar á líður árið. James Webb tekinn í notkun Síðasta ár endaði á því að geimsjónaukanum James Webb var skotið af stað út í geim. Mánaðarlangt ferðalag sjónaukans hófst og fer opnun hans vel af stað. Það mun taka hann tæpan mánuð að komast á réttan stað og nokkra mánuði til viðbótar að koma JWST í gagnið. Sjá einnig: James Webb tekur á sig mynd en ekkert má bregða útaf Miklar vonir eru bundnar við sjónaukann og er talið að hann geti gjörbylt geimvísindum á næstu tíu árum. Meðal annars verður sjónaukinn notaður til að skoða gífurlega fjarlægar stjörnuþokur, leita að reikistjörnum og kanna hvort líf geti mögulega fundist á þeim. Vinnuhesturinn Fyrirtækið Blue Origin, sem er í eigu Jeffs Bezos byrjaði í fyrra að skjóta ferðamönnum út fyrir gufuhvolfið og að jaðri geimsins. Sú starfsemi mun eflaust halda áfram á árinu þó ekkert liggi fyrir í þeim málum. Meðal annars skaut Blue Origin leikaranum víðfræga William Shatner út í geim í fyrra en hann er elsti geimfari sögunnar. Blue Origin skýtur geimförum yfir Kármán-línuna svokölluðu sem táknar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins en hún er í hundrað kílómetra hæð. Blue Origin mun einnig taka skref í átt að því að senda farm út í geim en til stendur að skjóta New Glenn, nýrri eldflaug fyrirtækisins, á loft í fyrsta sinn. Forsvarsmenn Blue Origin vonast til þess að New Glenn verði ein af mest notuðu eldflaugum framtíðarinnar og verði helstu vinnuhesturinn í uppbyggingu innviða í geimnum. Fjölgun ferðamanna í geimnum Ferðamennska er sífellt umfangsmeiri í geimnum og fyrirtækjum sem skjóta ferðamönnum út í geim fer fjölgandi. Blue Origin er ekki eitt á þeim markaði. SpaceX sendi hóp geimfara í þriggja daga ferðalag á braut um jörðu í fyrra. Sjá einnig: Geimklósettið til vandræða í geimfari SpaceX SpaceX mun skjóta fleiri ferðamönnum út í geim á árinu og meðal annars í lok febrúar. Þá verður ferðamönnum á vegum fyrirtækisins Axiom Space skotið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar þar sem þau munu vera í nokkra daga. Geimfararnir verða fjórir og þar af þrír ferðamenn sem eru sagðir hafa greitt 55 milljónir dala hver fyrir ferðalagið. Það samsvarar rúmum sjö milljörðum króna. Axiom og SpaceX hafa gert samkomulag um fjögur geimskot fyrir ferðamenn. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna samþykkti nýverið annað geimskot ferðamanna til geimstöðvarinnar og á það að fara fram í haust. Virgin Galactic snýr aftur Virgin Galactic, sem er í eigu auðjöfursins Richards Branson, flaug einnig með geimfara út í geim í fyrra, tæknilega séð. VSS Unity var skotið í 88 kílómetra hæð, sem er formleg skilgreining Bandaríkjamanna á geimnum, en þetta var í fjórða sinn sem geimfarið bar menn. Frekari geimskotum var þó frestað en til stendur að hefja þau aftur á nýjan leik á seinni hluta þessa árs. In 2021 we reached new heights... In our quest to open space for all.#HappyNewYear pic.twitter.com/1nYM2QgNKT— Virgin Galactic (@virgingalactic) December 31, 2021 Góðu ári lokið hjá SpaceX Fyrirtækið SpaceX, í eigu Elons Musk, átti tiltölulega gott ár í fyrra og setti mörg met. Fyrirtækið hefur rutt leiðina verðandi endurnýtanlegar eldflaugar og átt stóran þátt í því að gera geimferðir ódýrari. Musk hafði gefið út að hann vildi 48 geimskot á 2021, sem tókst ekki. Í heildina skutu starfsmenn SpaceX Falcon 9 eldflaugum út í geim í 31 skipti, sem er met. Það hafði aldrei verið gert áður. Þá tókst að lenda eldflaug í hundraðasta skipti á árinu og í desember var tiltekinni Falcon 9 eldflaug skotið á loft í ellefta sinn. Musk varaði nýverið við því að SpaceX væri að glíma við framleiðslu-krísu og að gjaldþrot væri mögulegt, þó það væri ólíklegt. Sjá einnig: Musk segir SpaceX í krísu og gjaldþrot mögulegt SpaceX hefur þó orðið fyrir töluverðri gagnrýni vegna Starlink-gervihnatta fyrirtækisins, sem hafa verið sendir á braut um jörðina í massavís. Tæplega tvö þúsund slíkir gervihnettir, sem ætlað er að veita fólki aðgang að internetinu, hafa verið sendir á sporbraut. Til stendur að skjóta allt að 42 þúsund gervihnöttum á loft. Kínverjar segjast hafa þurft að færa nýja geimstöð þeirra tvisvar sinnum vegna gervihnattanna og stjarnfræðingar hafa sömuleiðis kvartað yfir því að þeir komi niður á rannsóknum þeirra. Stórar vendingar framundan Forsvarsmenn SpaceX eru með miklar væntingar varðandi 2022 og stendur margt til hjá fyrirtækinu. Þar má mögulega helst nefna áframhaldandi þróun Starship-geimfarsins. Starship er ætlað að að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og jafnvel til mars. Starship á að skjóta á loft með Super Heavy eldflaug SpaceX. Eldflaugin á að lenda aftur á jörðinni og geimfarið getur svo haldið áfram út í geim. Markmið SpaceX er að þróa öflugustu eldflaug heimsins og á Starship að geta komið meira en hundrað tonnum af jörðinni, sem er mjög mikið. Forsvarsmenn SpaceX vilja einnig nota Starship til að ferja fólk og birgðir um jörðina. Til að mynda tæki mun minni tíma að fara frá Keflavík til Ástralíu með geimferju en með flugvél. Sjá einnig: SpaceX lenti nýjustu frumgerðinni SpaceX hefur lagt mikið púður í þróunarvinnu Starship og Super Heavy og er vonast til að hægt verði að skjóta Starship á braut um jörðu í fyrsta sinn snemma á nýju ári. Geimskipið er klárt og eldflaugin líka. Heppnist það geimskot eru vonir bundnar við að hægt verði að taka Starship í almenna notkun árið 2023. Musk segir markmiðið með þessari vinnu SpaceX vera að tryggja mannkyninu áframhaldandi tilveru með því að koma upp byggðum á öðrum reikistjörnum. Fyrsta ferðin farin til tunglsins Fjölmörg ríki heims hafa nú beint sjónaukum sínum aftur að tunglinu og stendur til að senda mörg för þangað á árinu. Bandaríkjamenn fara þar fremst og ætla sér að senda menn aftur til tunglsins á næstu árum. Fyrsta flug Artemis-áætlunarinnar svokölluðu á að fara fram í mars eða apríl en því hefur hingað til verið frestað margsinnis. Sjá einnig: Fresta fyrsta geimskoti Artemis-áætluninnar enn og aftur Artemis-1 verður ekki mönnuð geimferð en til stendur að skjóta Orion-geimfari á braut um tunglið og til baka. Gangi það eftir er markmið að skjóta öðru geimfari til tunglsins árið 2024 en þá á það að vera fullt af geimförum. NASA hefur svo gert samning við SpaceX um að lenda geimförum á tunglinu þegar þar að kemur með sérstakri útgáfu Starship-geimfarsins. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Þegar fyrsta ferð Artemis-áætlunarinnar verður farin verður það í fyrsta sinn sem notast verður við Space Launch System eldflaugina umdeildu. Sú eldflaug er umdeild vegna mikilla tafa á þróun hennar og vegna þess að sú vinna hefur kostað mun meira en til stóð. Upprunalega átti að skjóta fyrstu SLS-eldflauginni á loft árið 2016. Markmið Artemis-áætlunarinnar var fyrir nokkrum árum að lenda geimförum á tunglinu árið 2024 en það hefur ekki gengið eftir. Tafir hafa orðið víða á áætluninni og er ein ástæðan sú að nýir geimbúningar fyrir tunglið verða ekki tilbúnir fyrir 2025. Fleiri ætla til tunglsins Bandaríkjamenn eru ekki þeir einu sem horfa til tunglsins. Rússar vilja einnig byrja að senda geimför og svo menn til tunglsins. Það vilja þeir gera í samvinnu við Kínverja og vilja þeir reisa þeirra eigin geimstöð þar. Sjá einnig: Lífseigu samstarfi í geimnum að ljúka og keppt til tunglsins Rússar ætla sér að skjóta geimfarinu Luna 25 á loft í júlí. Það verður í fyrsta sinn sem Rússar senda far til tunglsins í nærri því hálfa öld og verður fyrsta farið sem lendir á suðurpól tunglsins. Upprunalega átti að senda Luna 25 af stað í október en því var frestað þegar vandamál fannst í tengslum við lendingarbúnað farsins. NASA og aðrir eru að skoða að lenda mönnum við suðurpólinn í framtíðinni vegna mikils vatns sem hefur fundist þar. Vatn er bæði hægt að drekka og nota til að framleiða eldflaugaeldsneyti og er slík framleiðsla stór liður í því að nota tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Sjá einnig: Um víðáttur sólkerfisins, með viðkomu á tunglinu Í desember ætlar NASA að skjóta á loft sérstöku lendingarfari sem lenda á við suðurpólinn og bora eftir ís. Það verkefni kallast PRIME-1. Indverjar og Japanir eru einnig að undirbúa að senda för til tunglsins á árinu. Geimvísindastofnun Indlands vill lenda fyrsta fari ríkisins á tunglinu á þessu ári í verkefni sem kallast Chandrayaan-3. Til stendur að skjóta vélmenni á loft á seinni hluta ársins og lenda því á tunglinu. Þá stefna Japanir einnig að því að senda vélmenni til tunglsins sem nota á til að kanna tækni fyrir tungljeppa. Vélmennið er á stærð við hafnabolta og verður sent samhliða lendingarfari lendingarfari frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum sem kallast Rashid. Til stendur að skjóta þessum förum á loft á árinu en ekki liggur fyrir hvenær. Fyrirtækið Astrobotic ætlar að senda lendingarfarið Peregrine til tunglsins á árinu, vonandi, en því geimskoti hefur ítrekað verið frestað og verður mögulega frestað á nýjan leik vegna vandræða með eldflaugar. Meðal annars mun Peregrine-1 bera Iris-vélmennið en það var þróað og smíðað af nemendum. Fyrirtækið Intuitive Machines stefnir að því að fá SpaceX til að skjóta lendingarfari til tunglsins á fyrri hluta ársins. Verkefnið kallast IM-1 og er markmiðið að lenda nokkrum rannsóknarverkefnum á tunglinu. Sjá einnig: Vinna að þróun nýs tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina Þessi rannsóknarverkefni snúa að Artemis-áætluninni og koma þau að undirbúningi NASA fyrir mannaðar geimferðir. #2021inReviewWe're going back to the Moon and small businesses are leading the charge. Next year we will send the 1st ever private lunar lander to the Moon; our historic mission will lay the groundwork for @NASAArtemis, setting the precedent of what small businesses can do! pic.twitter.com/KuM20E2G0T— Intuitive Machines (@Int_Machines) December 27, 2021 Vilja grípa eldflaugar með þyrlum Fyrirtækið Rocket Lab vinnur einnig að því að senda gervihnött á braut um tunglið og er það sömuleiðis í samvinnu við NASA. Verkefnið snýr að rannsóknarvinnu fyrir mögulega geimstöð á braut um tunglið. Forsvarsmenn Rocket Lab vilja einnig gera tilraun með að endurnýta eldflaugar á árinu en þeir vilja beita nokkuð nýstárlegri leið til þess. Til stendur að reyna að grípa eldflaug með þyrlum á árinu. Síðast gerði fyrirtækið sambærilega tilraun árið 2020. Weeks ago, we did a little test. Electron is a step closer to becoming a reusable launch vehicle. https://t.co/HYKIIIqgq7 pic.twitter.com/OEvkHGr7tq— Rocket Lab (@RocketLab) April 8, 2020 Haugur af nýjum eldflaugum Rocket Lab opinberaði nýverið nýja gerð eldflauga sem forsvarsmenn fyrirtækisins vonast til að geta notað í samkeppni við SpaceX. Eldflaugin Neutron á að geta flutt allt að fimmtán tonn í lága sporbraut. Falcon 9 eldflaug SpaceX getur flutt tæp 23 tonn í sömu hæð. Til stendur að skjóta fyrstu Neutron eldflauginni á loft árið 2024. Sjá einnig: Rocket Lab ætlar í aukna samkeppni við SpaceX með nýrri eldflaug Forsvarsmenn fyrirtækisins United Launch Alliance vonast til þess að geta prófað Vulcan, nýja eldflaug fyrirtækisins, á þessu ári. Líkur eru þó á því að það gangi ekki eftir þar sem Blue Origin, sem framleiðir hreyfla eldflaugarinnar, er ólíklegt til að afhenda hreyflana á tilsettum tíma. Fyrsta eldflaugin á að bera Peregrine-1 fyrir Astrobotic, sem nefnt er hér að ofan. Þá ætlar fyrirtækið Relativity Space að skjóta fyrstu Terran 1 eldflauginni frá Flórída. Fyrirtækið notar tiltölulega litlar eldflaugar sem eru þrívíddarprentaðar og stendur til að skjóta Terran 1 á loft frá Flórída. Boeing gerir aðra tilraun með Starliner Starfsmenn Boeing gerðu árið 2019 tilraun með nýtt geimfar sem nefnist Starliner. Þá stóð til að senda geimfarið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar en geimfarið náði aldrei á rétta sporbraut vegna þess að innri klukkur geimfarsins og Atlas V-eldflaugarinnar voru ekki samræmdar. Sjá einnig: Boeing lenti geimfari sem hlekktist á Þá stóð til að gera aðra tilraun í fyrra en hætt var við hana skömmu fyrir geimskot vegna bilunar í eldsneytiskerfi geimfarsins. Nokkrar lokur festust við öryggisathugun fyrir geimskotið. Nú stendur til að reyna aftur að senda Starliner til geimstöðvarinnar í maí. Vísindamenn og verkfræðingar hafa farið yfir geimfarið og gögn frá síðustu tilraun og í bloggfærslu á vef NASA segir að ljósi hafi verið varpað á vandamálið og það leyst. Drauma-eltir tekur á loft Þau hjá Boeing eru ekki þau einu sem ætla að senda nýtt geimfar til geimstöðvarinnar á árinu. Það ætla starfsmenn Sierra Nevada Corporation (SNC) einnig að gera. Þau ætla að senda geimfar sem heitir Dream Chaser með birgðir til geimstöðvarinnar. Ekki liggur fyrir hvenær það stendur til. Drauma-eltirinn svipar mjög til gömlu geimskutlnanna og á geimfarið að lenda á sömu flugbraut í Flórída og geimskutlurnar lentu á. SNC hefur unnið að þróun geimfarsins í mörg ár og eru vonir bundnar við að seinna meir verði það notað við mannaðar geimferðir. DART brotlendir á smástirni Eftir tæplega árslangt ferðalag mun DART-geimfarið brotlenda á smástirni í september. Vísindamenn NASA vilja vita hvort þannig sé hægt að breyta stefnu smástirnis, ef ske skyldi að slíkt myndi nokkurn tímann stefna á jörðina, aftur. Áhrifin verða könnuð með tólum á jörðinni og með litlu geimfari sem mun fylgja DART síðasta spölinn og fylgjast með brotlendingunni. Sjá einnig: Hefja árslangt ferðalag sem endar á brotlendingu Þremur árum seinna mun Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) senda geimfar sem heitir Hera til smástirnisins og kanna áhrif brotlendingarinnar frekar. Senda far til Mars Tunglið á ekki alla athyglina í ár heldur verður einnig eitthvað um að vera á Mars. Þar á meðal stendur til að framkvæma seinn hluta ExoMars-verkefnisins. Það felur í sér leit að lífi á Mars, hvort sem það sé mögulega til staðar núna eða var til staðar fyrir milljónum eða milljörðum ára. Um er að ræða sameiginlegt verkefni Evrópsku geimvísindastofnunarinnar (ESA) og Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Árið 2017 byrjaði gervihnötturinn Trace Gas Orbiter að snúast um Mars og þar hefur hann verið notaður til að leita að gastegundum sem lífverur gefa frá sér, auk annars. Vitað er að vatn fannst á yfirborði Mars á árum áður og hefur vatn fundist neðanjarðar. Þar að auki hefur könnunarfarið Curiosity fundið lífrænar sameindir og metan. Í september verður lendingarfarinu Rosalind Franklin skotið af stað til Mars, eftir tafir. Það á að nota til að leita að ummerkjum lífs með því að bora allt að tvo metra undir yfirborð Mars. Sjá einnig: Nýtt Mars-far fær nafnið Rosalind Franklin Þá vinna vísindamenn ESA að því í sameiningu við vísindamenn NASA að því að þróa leiðir til að sækja sýni Rosalind Franklin og flytja þau til jarðarinnar til frekari rannsókna. Juno fer til Evrópu Bandaríska geimfarið Juno mun ferðast til Evrópu, eins af tunglum Júpíters, á árinu. Fyrst í september mun geimfarið nálgast tunglið en það verður svo í september í einungis rúmlega 350 kílómetra hæð yfir tunglinu og mun taka myndir af því og senda til jarðarinnar. Juno var notað til að taka sambærilegar myndir af Ganýmedes á þessu ári. Það er einnig tungl Júpíters. ESA ætlar að senda annað geimfar til Júpíters. Það geimfar nefnist JUICE og verðu sent af stað í maí. Það nær þó ekki til Júpíters fyrr en undir lok ársins 2029 og mun verja næstu árum eftir það í að grandskoða gasrisann og tunglin Ganýmedes, Evrópu og Kallistó. Skoða eitt dýrmætasta smástirnið SpaceX mun í sumar senda sérstakt geimfar af stað sem ætlað er að skoða smástirni sem er mögulega eitt það dýrmætasta sem vitað er um. Verkefnið er á vegum Háskólans í Arizona og NASA og er ætlað að varpa ljósi á smástirnið og járnklumpinn Psyche og ber verkefnið sama titil. Psyche er talið vera að mestu úr járni og nikkel og er talið mögulegt að upprunalega hafi smástirnið verið kjarni reikistjörnu sem hafi splundrast þegar sólkerfið var að myndast. Vísindamenn telja til að mynda að kjarni jarðarinnar sé gerður úr járni og öðrum málmtegundum eins og nikkel. Þar sem ómögulegt er að rannsaka það almennilega eru vonir bundnar við að Psyche geti einstaka sýn í það hvernig reikistjörnur verða til og uppruna sólkerfisins. Til stendur að skjóta Psyche á loft þann 1. ágúst. Geimfarið mun þurfa að ferðast 450 milljónir kílómetra áður en það nær til Psyche og er áætlað að ferðalagið taki um þrjú og hálft ár. Það er margt ónefnt hér að ofan sem á að gerast í geimnum á árinu. Má til að mynda nefnda það að Kínverjar ætla að ljúka við geimstöðina Tiangong. Sömuleiðis má nefna tilraunaskot Indverja, sem vinna hörðum höndum að því að senda menn út í geim á næsta ári. Þá er sömuleiðis ljóst að einhver verkefni hafa ekki verið tilkynnt enn. Miklar breytingar eiga sér iðulega stað á áætlunum ríkja og fyrirtækja varðandi geimferðir enda er um flókin verkefni að ræða. Áhuginn á geimferðum virðist hafa náð nýjum hæðum á jörðinni og vinna fjölmörg ríki að því að byggja upp getu til geimferða. Geimurinn Tækni Vísindi Artemis-áætlunin James Webb-geimsjónaukinn Tunglið Mars Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Á þessu ári ætla merkilega mörg fyrirtæki að gera tilraunir með nýjar gerðir eldflauga og geimfara. Þá stendur til að framkvæma margskonar rannsóknarverkefni í geimnum og má þar nefna James Webb geimsjónaukann og Psyche-verkefnið sem rannsaka á smástirni sem talið er það verðmætasta sem vitað er um. Þá verða vonandi tekin stór skref í átt að reglulegum ferðum til tunglsins á þessu ári. Auk þess að ætla að skjóta fyrsta geimfarinu til tunglsins á þessu ári vinna vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna og annarsstaðar í heiminum að fjölmörgum rannsóknarverkefnum sem snúa að tunglinu. Um síðustu áramót var ljóst að mikil athygli beindist að tunglinu en sú þróun heldur augljóslega áfram í ár. Það er þó nokkuð minna um sérstök lendingarför eins og í fyrra. Hér að neðan er farið margt af því helsta sem á að gerast í geimnum á þessu ári. Áætlanir varðandi geimferðir eiga þó til að breytast og líklegt er að dagsetningar sem gefnar eru upp muni taka breytingum þegar á líður árið. James Webb tekinn í notkun Síðasta ár endaði á því að geimsjónaukanum James Webb var skotið af stað út í geim. Mánaðarlangt ferðalag sjónaukans hófst og fer opnun hans vel af stað. Það mun taka hann tæpan mánuð að komast á réttan stað og nokkra mánuði til viðbótar að koma JWST í gagnið. Sjá einnig: James Webb tekur á sig mynd en ekkert má bregða útaf Miklar vonir eru bundnar við sjónaukann og er talið að hann geti gjörbylt geimvísindum á næstu tíu árum. Meðal annars verður sjónaukinn notaður til að skoða gífurlega fjarlægar stjörnuþokur, leita að reikistjörnum og kanna hvort líf geti mögulega fundist á þeim. Vinnuhesturinn Fyrirtækið Blue Origin, sem er í eigu Jeffs Bezos byrjaði í fyrra að skjóta ferðamönnum út fyrir gufuhvolfið og að jaðri geimsins. Sú starfsemi mun eflaust halda áfram á árinu þó ekkert liggi fyrir í þeim málum. Meðal annars skaut Blue Origin leikaranum víðfræga William Shatner út í geim í fyrra en hann er elsti geimfari sögunnar. Blue Origin skýtur geimförum yfir Kármán-línuna svokölluðu sem táknar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins en hún er í hundrað kílómetra hæð. Blue Origin mun einnig taka skref í átt að því að senda farm út í geim en til stendur að skjóta New Glenn, nýrri eldflaug fyrirtækisins, á loft í fyrsta sinn. Forsvarsmenn Blue Origin vonast til þess að New Glenn verði ein af mest notuðu eldflaugum framtíðarinnar og verði helstu vinnuhesturinn í uppbyggingu innviða í geimnum. Fjölgun ferðamanna í geimnum Ferðamennska er sífellt umfangsmeiri í geimnum og fyrirtækjum sem skjóta ferðamönnum út í geim fer fjölgandi. Blue Origin er ekki eitt á þeim markaði. SpaceX sendi hóp geimfara í þriggja daga ferðalag á braut um jörðu í fyrra. Sjá einnig: Geimklósettið til vandræða í geimfari SpaceX SpaceX mun skjóta fleiri ferðamönnum út í geim á árinu og meðal annars í lok febrúar. Þá verður ferðamönnum á vegum fyrirtækisins Axiom Space skotið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar þar sem þau munu vera í nokkra daga. Geimfararnir verða fjórir og þar af þrír ferðamenn sem eru sagðir hafa greitt 55 milljónir dala hver fyrir ferðalagið. Það samsvarar rúmum sjö milljörðum króna. Axiom og SpaceX hafa gert samkomulag um fjögur geimskot fyrir ferðamenn. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna samþykkti nýverið annað geimskot ferðamanna til geimstöðvarinnar og á það að fara fram í haust. Virgin Galactic snýr aftur Virgin Galactic, sem er í eigu auðjöfursins Richards Branson, flaug einnig með geimfara út í geim í fyrra, tæknilega séð. VSS Unity var skotið í 88 kílómetra hæð, sem er formleg skilgreining Bandaríkjamanna á geimnum, en þetta var í fjórða sinn sem geimfarið bar menn. Frekari geimskotum var þó frestað en til stendur að hefja þau aftur á nýjan leik á seinni hluta þessa árs. In 2021 we reached new heights... In our quest to open space for all.#HappyNewYear pic.twitter.com/1nYM2QgNKT— Virgin Galactic (@virgingalactic) December 31, 2021 Góðu ári lokið hjá SpaceX Fyrirtækið SpaceX, í eigu Elons Musk, átti tiltölulega gott ár í fyrra og setti mörg met. Fyrirtækið hefur rutt leiðina verðandi endurnýtanlegar eldflaugar og átt stóran þátt í því að gera geimferðir ódýrari. Musk hafði gefið út að hann vildi 48 geimskot á 2021, sem tókst ekki. Í heildina skutu starfsmenn SpaceX Falcon 9 eldflaugum út í geim í 31 skipti, sem er met. Það hafði aldrei verið gert áður. Þá tókst að lenda eldflaug í hundraðasta skipti á árinu og í desember var tiltekinni Falcon 9 eldflaug skotið á loft í ellefta sinn. Musk varaði nýverið við því að SpaceX væri að glíma við framleiðslu-krísu og að gjaldþrot væri mögulegt, þó það væri ólíklegt. Sjá einnig: Musk segir SpaceX í krísu og gjaldþrot mögulegt SpaceX hefur þó orðið fyrir töluverðri gagnrýni vegna Starlink-gervihnatta fyrirtækisins, sem hafa verið sendir á braut um jörðina í massavís. Tæplega tvö þúsund slíkir gervihnettir, sem ætlað er að veita fólki aðgang að internetinu, hafa verið sendir á sporbraut. Til stendur að skjóta allt að 42 þúsund gervihnöttum á loft. Kínverjar segjast hafa þurft að færa nýja geimstöð þeirra tvisvar sinnum vegna gervihnattanna og stjarnfræðingar hafa sömuleiðis kvartað yfir því að þeir komi niður á rannsóknum þeirra. Stórar vendingar framundan Forsvarsmenn SpaceX eru með miklar væntingar varðandi 2022 og stendur margt til hjá fyrirtækinu. Þar má mögulega helst nefna áframhaldandi þróun Starship-geimfarsins. Starship er ætlað að að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og jafnvel til mars. Starship á að skjóta á loft með Super Heavy eldflaug SpaceX. Eldflaugin á að lenda aftur á jörðinni og geimfarið getur svo haldið áfram út í geim. Markmið SpaceX er að þróa öflugustu eldflaug heimsins og á Starship að geta komið meira en hundrað tonnum af jörðinni, sem er mjög mikið. Forsvarsmenn SpaceX vilja einnig nota Starship til að ferja fólk og birgðir um jörðina. Til að mynda tæki mun minni tíma að fara frá Keflavík til Ástralíu með geimferju en með flugvél. Sjá einnig: SpaceX lenti nýjustu frumgerðinni SpaceX hefur lagt mikið púður í þróunarvinnu Starship og Super Heavy og er vonast til að hægt verði að skjóta Starship á braut um jörðu í fyrsta sinn snemma á nýju ári. Geimskipið er klárt og eldflaugin líka. Heppnist það geimskot eru vonir bundnar við að hægt verði að taka Starship í almenna notkun árið 2023. Musk segir markmiðið með þessari vinnu SpaceX vera að tryggja mannkyninu áframhaldandi tilveru með því að koma upp byggðum á öðrum reikistjörnum. Fyrsta ferðin farin til tunglsins Fjölmörg ríki heims hafa nú beint sjónaukum sínum aftur að tunglinu og stendur til að senda mörg för þangað á árinu. Bandaríkjamenn fara þar fremst og ætla sér að senda menn aftur til tunglsins á næstu árum. Fyrsta flug Artemis-áætlunarinnar svokölluðu á að fara fram í mars eða apríl en því hefur hingað til verið frestað margsinnis. Sjá einnig: Fresta fyrsta geimskoti Artemis-áætluninnar enn og aftur Artemis-1 verður ekki mönnuð geimferð en til stendur að skjóta Orion-geimfari á braut um tunglið og til baka. Gangi það eftir er markmið að skjóta öðru geimfari til tunglsins árið 2024 en þá á það að vera fullt af geimförum. NASA hefur svo gert samning við SpaceX um að lenda geimförum á tunglinu þegar þar að kemur með sérstakri útgáfu Starship-geimfarsins. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Þegar fyrsta ferð Artemis-áætlunarinnar verður farin verður það í fyrsta sinn sem notast verður við Space Launch System eldflaugina umdeildu. Sú eldflaug er umdeild vegna mikilla tafa á þróun hennar og vegna þess að sú vinna hefur kostað mun meira en til stóð. Upprunalega átti að skjóta fyrstu SLS-eldflauginni á loft árið 2016. Markmið Artemis-áætlunarinnar var fyrir nokkrum árum að lenda geimförum á tunglinu árið 2024 en það hefur ekki gengið eftir. Tafir hafa orðið víða á áætluninni og er ein ástæðan sú að nýir geimbúningar fyrir tunglið verða ekki tilbúnir fyrir 2025. Fleiri ætla til tunglsins Bandaríkjamenn eru ekki þeir einu sem horfa til tunglsins. Rússar vilja einnig byrja að senda geimför og svo menn til tunglsins. Það vilja þeir gera í samvinnu við Kínverja og vilja þeir reisa þeirra eigin geimstöð þar. Sjá einnig: Lífseigu samstarfi í geimnum að ljúka og keppt til tunglsins Rússar ætla sér að skjóta geimfarinu Luna 25 á loft í júlí. Það verður í fyrsta sinn sem Rússar senda far til tunglsins í nærri því hálfa öld og verður fyrsta farið sem lendir á suðurpól tunglsins. Upprunalega átti að senda Luna 25 af stað í október en því var frestað þegar vandamál fannst í tengslum við lendingarbúnað farsins. NASA og aðrir eru að skoða að lenda mönnum við suðurpólinn í framtíðinni vegna mikils vatns sem hefur fundist þar. Vatn er bæði hægt að drekka og nota til að framleiða eldflaugaeldsneyti og er slík framleiðsla stór liður í því að nota tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Sjá einnig: Um víðáttur sólkerfisins, með viðkomu á tunglinu Í desember ætlar NASA að skjóta á loft sérstöku lendingarfari sem lenda á við suðurpólinn og bora eftir ís. Það verkefni kallast PRIME-1. Indverjar og Japanir eru einnig að undirbúa að senda för til tunglsins á árinu. Geimvísindastofnun Indlands vill lenda fyrsta fari ríkisins á tunglinu á þessu ári í verkefni sem kallast Chandrayaan-3. Til stendur að skjóta vélmenni á loft á seinni hluta ársins og lenda því á tunglinu. Þá stefna Japanir einnig að því að senda vélmenni til tunglsins sem nota á til að kanna tækni fyrir tungljeppa. Vélmennið er á stærð við hafnabolta og verður sent samhliða lendingarfari lendingarfari frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum sem kallast Rashid. Til stendur að skjóta þessum förum á loft á árinu en ekki liggur fyrir hvenær. Fyrirtækið Astrobotic ætlar að senda lendingarfarið Peregrine til tunglsins á árinu, vonandi, en því geimskoti hefur ítrekað verið frestað og verður mögulega frestað á nýjan leik vegna vandræða með eldflaugar. Meðal annars mun Peregrine-1 bera Iris-vélmennið en það var þróað og smíðað af nemendum. Fyrirtækið Intuitive Machines stefnir að því að fá SpaceX til að skjóta lendingarfari til tunglsins á fyrri hluta ársins. Verkefnið kallast IM-1 og er markmiðið að lenda nokkrum rannsóknarverkefnum á tunglinu. Sjá einnig: Vinna að þróun nýs tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina Þessi rannsóknarverkefni snúa að Artemis-áætluninni og koma þau að undirbúningi NASA fyrir mannaðar geimferðir. #2021inReviewWe're going back to the Moon and small businesses are leading the charge. Next year we will send the 1st ever private lunar lander to the Moon; our historic mission will lay the groundwork for @NASAArtemis, setting the precedent of what small businesses can do! pic.twitter.com/KuM20E2G0T— Intuitive Machines (@Int_Machines) December 27, 2021 Vilja grípa eldflaugar með þyrlum Fyrirtækið Rocket Lab vinnur einnig að því að senda gervihnött á braut um tunglið og er það sömuleiðis í samvinnu við NASA. Verkefnið snýr að rannsóknarvinnu fyrir mögulega geimstöð á braut um tunglið. Forsvarsmenn Rocket Lab vilja einnig gera tilraun með að endurnýta eldflaugar á árinu en þeir vilja beita nokkuð nýstárlegri leið til þess. Til stendur að reyna að grípa eldflaug með þyrlum á árinu. Síðast gerði fyrirtækið sambærilega tilraun árið 2020. Weeks ago, we did a little test. Electron is a step closer to becoming a reusable launch vehicle. https://t.co/HYKIIIqgq7 pic.twitter.com/OEvkHGr7tq— Rocket Lab (@RocketLab) April 8, 2020 Haugur af nýjum eldflaugum Rocket Lab opinberaði nýverið nýja gerð eldflauga sem forsvarsmenn fyrirtækisins vonast til að geta notað í samkeppni við SpaceX. Eldflaugin Neutron á að geta flutt allt að fimmtán tonn í lága sporbraut. Falcon 9 eldflaug SpaceX getur flutt tæp 23 tonn í sömu hæð. Til stendur að skjóta fyrstu Neutron eldflauginni á loft árið 2024. Sjá einnig: Rocket Lab ætlar í aukna samkeppni við SpaceX með nýrri eldflaug Forsvarsmenn fyrirtækisins United Launch Alliance vonast til þess að geta prófað Vulcan, nýja eldflaug fyrirtækisins, á þessu ári. Líkur eru þó á því að það gangi ekki eftir þar sem Blue Origin, sem framleiðir hreyfla eldflaugarinnar, er ólíklegt til að afhenda hreyflana á tilsettum tíma. Fyrsta eldflaugin á að bera Peregrine-1 fyrir Astrobotic, sem nefnt er hér að ofan. Þá ætlar fyrirtækið Relativity Space að skjóta fyrstu Terran 1 eldflauginni frá Flórída. Fyrirtækið notar tiltölulega litlar eldflaugar sem eru þrívíddarprentaðar og stendur til að skjóta Terran 1 á loft frá Flórída. Boeing gerir aðra tilraun með Starliner Starfsmenn Boeing gerðu árið 2019 tilraun með nýtt geimfar sem nefnist Starliner. Þá stóð til að senda geimfarið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar en geimfarið náði aldrei á rétta sporbraut vegna þess að innri klukkur geimfarsins og Atlas V-eldflaugarinnar voru ekki samræmdar. Sjá einnig: Boeing lenti geimfari sem hlekktist á Þá stóð til að gera aðra tilraun í fyrra en hætt var við hana skömmu fyrir geimskot vegna bilunar í eldsneytiskerfi geimfarsins. Nokkrar lokur festust við öryggisathugun fyrir geimskotið. Nú stendur til að reyna aftur að senda Starliner til geimstöðvarinnar í maí. Vísindamenn og verkfræðingar hafa farið yfir geimfarið og gögn frá síðustu tilraun og í bloggfærslu á vef NASA segir að ljósi hafi verið varpað á vandamálið og það leyst. Drauma-eltir tekur á loft Þau hjá Boeing eru ekki þau einu sem ætla að senda nýtt geimfar til geimstöðvarinnar á árinu. Það ætla starfsmenn Sierra Nevada Corporation (SNC) einnig að gera. Þau ætla að senda geimfar sem heitir Dream Chaser með birgðir til geimstöðvarinnar. Ekki liggur fyrir hvenær það stendur til. Drauma-eltirinn svipar mjög til gömlu geimskutlnanna og á geimfarið að lenda á sömu flugbraut í Flórída og geimskutlurnar lentu á. SNC hefur unnið að þróun geimfarsins í mörg ár og eru vonir bundnar við að seinna meir verði það notað við mannaðar geimferðir. DART brotlendir á smástirni Eftir tæplega árslangt ferðalag mun DART-geimfarið brotlenda á smástirni í september. Vísindamenn NASA vilja vita hvort þannig sé hægt að breyta stefnu smástirnis, ef ske skyldi að slíkt myndi nokkurn tímann stefna á jörðina, aftur. Áhrifin verða könnuð með tólum á jörðinni og með litlu geimfari sem mun fylgja DART síðasta spölinn og fylgjast með brotlendingunni. Sjá einnig: Hefja árslangt ferðalag sem endar á brotlendingu Þremur árum seinna mun Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) senda geimfar sem heitir Hera til smástirnisins og kanna áhrif brotlendingarinnar frekar. Senda far til Mars Tunglið á ekki alla athyglina í ár heldur verður einnig eitthvað um að vera á Mars. Þar á meðal stendur til að framkvæma seinn hluta ExoMars-verkefnisins. Það felur í sér leit að lífi á Mars, hvort sem það sé mögulega til staðar núna eða var til staðar fyrir milljónum eða milljörðum ára. Um er að ræða sameiginlegt verkefni Evrópsku geimvísindastofnunarinnar (ESA) og Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Árið 2017 byrjaði gervihnötturinn Trace Gas Orbiter að snúast um Mars og þar hefur hann verið notaður til að leita að gastegundum sem lífverur gefa frá sér, auk annars. Vitað er að vatn fannst á yfirborði Mars á árum áður og hefur vatn fundist neðanjarðar. Þar að auki hefur könnunarfarið Curiosity fundið lífrænar sameindir og metan. Í september verður lendingarfarinu Rosalind Franklin skotið af stað til Mars, eftir tafir. Það á að nota til að leita að ummerkjum lífs með því að bora allt að tvo metra undir yfirborð Mars. Sjá einnig: Nýtt Mars-far fær nafnið Rosalind Franklin Þá vinna vísindamenn ESA að því í sameiningu við vísindamenn NASA að því að þróa leiðir til að sækja sýni Rosalind Franklin og flytja þau til jarðarinnar til frekari rannsókna. Juno fer til Evrópu Bandaríska geimfarið Juno mun ferðast til Evrópu, eins af tunglum Júpíters, á árinu. Fyrst í september mun geimfarið nálgast tunglið en það verður svo í september í einungis rúmlega 350 kílómetra hæð yfir tunglinu og mun taka myndir af því og senda til jarðarinnar. Juno var notað til að taka sambærilegar myndir af Ganýmedes á þessu ári. Það er einnig tungl Júpíters. ESA ætlar að senda annað geimfar til Júpíters. Það geimfar nefnist JUICE og verðu sent af stað í maí. Það nær þó ekki til Júpíters fyrr en undir lok ársins 2029 og mun verja næstu árum eftir það í að grandskoða gasrisann og tunglin Ganýmedes, Evrópu og Kallistó. Skoða eitt dýrmætasta smástirnið SpaceX mun í sumar senda sérstakt geimfar af stað sem ætlað er að skoða smástirni sem er mögulega eitt það dýrmætasta sem vitað er um. Verkefnið er á vegum Háskólans í Arizona og NASA og er ætlað að varpa ljósi á smástirnið og járnklumpinn Psyche og ber verkefnið sama titil. Psyche er talið vera að mestu úr járni og nikkel og er talið mögulegt að upprunalega hafi smástirnið verið kjarni reikistjörnu sem hafi splundrast þegar sólkerfið var að myndast. Vísindamenn telja til að mynda að kjarni jarðarinnar sé gerður úr járni og öðrum málmtegundum eins og nikkel. Þar sem ómögulegt er að rannsaka það almennilega eru vonir bundnar við að Psyche geti einstaka sýn í það hvernig reikistjörnur verða til og uppruna sólkerfisins. Til stendur að skjóta Psyche á loft þann 1. ágúst. Geimfarið mun þurfa að ferðast 450 milljónir kílómetra áður en það nær til Psyche og er áætlað að ferðalagið taki um þrjú og hálft ár. Það er margt ónefnt hér að ofan sem á að gerast í geimnum á árinu. Má til að mynda nefnda það að Kínverjar ætla að ljúka við geimstöðina Tiangong. Sömuleiðis má nefna tilraunaskot Indverja, sem vinna hörðum höndum að því að senda menn út í geim á næsta ári. Þá er sömuleiðis ljóst að einhver verkefni hafa ekki verið tilkynnt enn. Miklar breytingar eiga sér iðulega stað á áætlunum ríkja og fyrirtækja varðandi geimferðir enda er um flókin verkefni að ræða. Áhuginn á geimferðum virðist hafa náð nýjum hæðum á jörðinni og vinna fjölmörg ríki að því að byggja upp getu til geimferða.
Geimurinn Tækni Vísindi Artemis-áætlunin James Webb-geimsjónaukinn Tunglið Mars Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira