Hvað er síonismi? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 31. desember 2021 09:01 Þau eru fá skammaryrðin sem eru orðin jafn gildishlaðin og neikvæð í hugum margra og „síonisti“. Gjarnan fylgir orðinu hrina af meintum samheitum, til dæmis „kynþáttahatari“, „landræningi“ og „nýlendusinni“. Við nánari eftirgrennslan kemur hins vegar í ljós að fólk virðist eiga erfitt með að koma frá sér einfaldri og hlutlausri skilgreiningu síonismans. En nýlega gerði leikkonan Sarah Silverman heiðarlega tilraun til þess í hlaðvarpi sínu: „Síonismi, eins og hann er skilgreindur, þýðir að þú ert þeirrar skoðunar að Ísrael eigi sér tilvistarrétt. Þú ert þeirrar skoðunar... að það ætti að vera ríki Gyðinga. Og hey... það eru mörg múslimaríki... Við hér í Bandaríkjunum erum í raun... kristið land, svo má ekki vera til eitt... bara eitt Gyðingaríki?“[1] Það þarf vart að taka fram að Sarah Silverman staðsetur sig á vinstri væng stjórnmálanna. Yfirlýsing hennar kom mér því nokkuð á óvart. Þetta minnti mig á þá daga sem síonismi var enn talinn til vinstri-baráttumála. Á sjöunda og áttunda áratugnum lýstu mannréttindafrömuðir í demókrataflokknum eins og Roy Wilkins,[2] A. Philip Randolph og Bayard Rustin yfir stuðningi sínum við Ísrael.[3] Robert Kennedy var einnig dyggur stuðningsmaður Ísraels þar til hann var myrtur af Palestínumanninum Sirhan Sirhan árið 1968.[4] Það var í raun ekki fyrr en undir lok tuttugustu aldar sem Ísraelsríki varð að því flokkspólitíska bitbeini sem það er í dag. Hverjum manni er auðvitað frjálst að kenna sig við þær stefnur sem hann kýs. En hver sá sem styður tilvistarrétt Ísraels sem gyðinglegs ríkis gæti með réttu kallað sig síonista, hvort sem viðkomandi er trúaður eða trúlaus, sama hvar hann býr og sama hvort hann sé fylgjandi eins, tveggja eða jafnvel þriggja ríkja lausn í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. Öll smáatriði um yfirborðsstærð og stjórnarfar Ísraelsríkis geta síonistar verið innbyrðis ósammála um. Í dag er sjaldgæft að vinstrisinni vogi sér að lýsa yfir stuðningi við Ísrael á nokkurn hátt. Sarah Silverman tók því áhættu með yfirlýsingu sinni. En mig grunar að fleiri á vinstri vængnum deili afstöðu hennar þótt þöglir séu. Vonandi munu þeir feta í fótspor hennar og láta í sér heyra. Hver veit, kannski næst aftur þverpólitísk sátt um stuðning við Ísraelsríki og síonismann í náinni framtíð. Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://www.facebook.com/realsarahidan/videos/217919783852566 [2] https://news.google.com/newspapers?nid=2211&dat=19670624&id=Dd8mAAAAIBAJ&sjid=7gIGAAAAIBAJ&pg=533,2459703 [3] https://www.nytimes.com/1975/09/12/archives/blacks-organize-proisrael-group-committee-seeks-to-counter-un.html [4] https://www.reuters.com/world/us/convicted-rfk-assassin-sirhan-sirhan-granted-parole-2021-08-27/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Sjá meira
Þau eru fá skammaryrðin sem eru orðin jafn gildishlaðin og neikvæð í hugum margra og „síonisti“. Gjarnan fylgir orðinu hrina af meintum samheitum, til dæmis „kynþáttahatari“, „landræningi“ og „nýlendusinni“. Við nánari eftirgrennslan kemur hins vegar í ljós að fólk virðist eiga erfitt með að koma frá sér einfaldri og hlutlausri skilgreiningu síonismans. En nýlega gerði leikkonan Sarah Silverman heiðarlega tilraun til þess í hlaðvarpi sínu: „Síonismi, eins og hann er skilgreindur, þýðir að þú ert þeirrar skoðunar að Ísrael eigi sér tilvistarrétt. Þú ert þeirrar skoðunar... að það ætti að vera ríki Gyðinga. Og hey... það eru mörg múslimaríki... Við hér í Bandaríkjunum erum í raun... kristið land, svo má ekki vera til eitt... bara eitt Gyðingaríki?“[1] Það þarf vart að taka fram að Sarah Silverman staðsetur sig á vinstri væng stjórnmálanna. Yfirlýsing hennar kom mér því nokkuð á óvart. Þetta minnti mig á þá daga sem síonismi var enn talinn til vinstri-baráttumála. Á sjöunda og áttunda áratugnum lýstu mannréttindafrömuðir í demókrataflokknum eins og Roy Wilkins,[2] A. Philip Randolph og Bayard Rustin yfir stuðningi sínum við Ísrael.[3] Robert Kennedy var einnig dyggur stuðningsmaður Ísraels þar til hann var myrtur af Palestínumanninum Sirhan Sirhan árið 1968.[4] Það var í raun ekki fyrr en undir lok tuttugustu aldar sem Ísraelsríki varð að því flokkspólitíska bitbeini sem það er í dag. Hverjum manni er auðvitað frjálst að kenna sig við þær stefnur sem hann kýs. En hver sá sem styður tilvistarrétt Ísraels sem gyðinglegs ríkis gæti með réttu kallað sig síonista, hvort sem viðkomandi er trúaður eða trúlaus, sama hvar hann býr og sama hvort hann sé fylgjandi eins, tveggja eða jafnvel þriggja ríkja lausn í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. Öll smáatriði um yfirborðsstærð og stjórnarfar Ísraelsríkis geta síonistar verið innbyrðis ósammála um. Í dag er sjaldgæft að vinstrisinni vogi sér að lýsa yfir stuðningi við Ísrael á nokkurn hátt. Sarah Silverman tók því áhættu með yfirlýsingu sinni. En mig grunar að fleiri á vinstri vængnum deili afstöðu hennar þótt þöglir séu. Vonandi munu þeir feta í fótspor hennar og láta í sér heyra. Hver veit, kannski næst aftur þverpólitísk sátt um stuðning við Ísraelsríki og síonismann í náinni framtíð. Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://www.facebook.com/realsarahidan/videos/217919783852566 [2] https://news.google.com/newspapers?nid=2211&dat=19670624&id=Dd8mAAAAIBAJ&sjid=7gIGAAAAIBAJ&pg=533,2459703 [3] https://www.nytimes.com/1975/09/12/archives/blacks-organize-proisrael-group-committee-seeks-to-counter-un.html [4] https://www.reuters.com/world/us/convicted-rfk-assassin-sirhan-sirhan-granted-parole-2021-08-27/
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun