Skotinn fljúgandi bjargaði sér fyrir horn | Þungarokkarinn engin fyrirstaða fyrir Wright Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. desember 2021 23:04 Gary Anderson er kominn í átta manna úrslit. Adam Davy/PA Images via Getty Images Skotinn fljúgandi, Gary Anderson, vann nauman 4-3 sigur gegn Rob Cross í 16-manna úrslitum HM í pílukasti í kvöld eftir að hafa komist í 3-1. Þá vann Peter Wright öruggan 4-1 sigur gegn þungarokkaranum Ryan Searle. Fyrsta viðureign kvöldsins var hins vegar viðureign James Wade og Martijn Kleermaker. Wade fór örugglega áfram, en hann vann fyrstu fjögur settin og tryggði sér 4-0 sigur og sæti í átta manna úrslitum þar sem hann mæti Mervyn King. 𝗖𝗹𝗮𝘀𝘀𝗶𝗰 𝗪𝗮𝗱𝗲 𝗽𝗼𝘄𝗲𝗿𝘀 𝘁𝗵𝗿𝗼𝘂𝗴𝗵!James Wade wastes no time in beating Martijn Kleermaker and securing his spot in the Last Eight. #WHDarts pic.twitter.com/IbJchKF4jv— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2021 Önnur viðureign kvöldsins var svo viðureign Gary Anderson og Rob Cross. Anderson er í fimmta sæti heimslista PDC og varð heimsmeistari árin 2015 og 2016, en Cross situr í 11. sæti og varð heimsmeistari árið 2018, á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Cross vann fyrsta settið með minnsta mun, 3-2, áður en Anderson vann þrjú í röð, 3-0, 3-0 og 3-1, og var þá aðeins einu setti frá því að tryggja sér sigur. Taugarnar virtust hins vegar ná til Anderson semklúðraði hverju útskotinu á fætur öðru. Cross nýtti sér mistök Skotans og vann næstu tvö sett, 3-1 og 3-2. Því þurfti oddasett til að skera úr um sigurvegara. Anderson kom hausnum í lag á ögurstundu og vann lokasettið 3-1. Hann tryggsði sér þar með 4-3 sigur og sæti í átta manna úrslitum þar sem hann mætir Luke Humphries. 𝗔𝗡𝗗𝗘𝗥𝗦𝗢𝗡 𝗪𝗜𝗡𝗦!!More incredible drama at Alexandra Palace as Gary Anderson eventually beats Rob Cross to reach the Quarter-Finals!A 4-3 victory for Anderson, who was in cruise control at 3-1 but was pushed all the way!What a game! #WHDarts pic.twitter.com/ij0wSJPPQx— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2021 Þá átti Peter Wright ekki í miklum vandræðum með Ryan Searle í lokaviðureign kvöldsins. Heimsmeistarinn frá 2020 vann fyrstu tvö settin 3-1, áður en Searle náð sér í sigur í þriðja settinu, einnig 3-1. Wright reyndist þó of stór biti fyrir þungarokkarann, en hann vann fjórða settið 3-0 og það fimmta 3-1 og tryggði sér þar með 4-1 sigur og sæti í átta manna úrslitum þar sem Callan Rydz bíður hans. Heimsmeistaramótið í pílukasti heldur áfram á nýju ári, en átta manna úrslitin verða spiluð á nýársdag. Eins og áður verð a tvær útsendingar, sú fyrri klukkan 12:30 og sú seinni klukkan 19:00, og allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Manchester City | Evrópu- eða Englandsmeistarar á útleið Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Í beinni: Hamar/Þór - Valur | Sleppa gestirnir inn um dyrnar í efsta hluta? Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Hverjar ætla að elta Hauka? Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Trump yngri fjárfestir í og talar fyrir Ólympíuleikum á sterum Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Valdi flottasta búning deildarinnar Eltihrellirinn birtist í stúkunni og tennisstjarnan fór að gráta í miðjum leik Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Sjá meira
Fyrsta viðureign kvöldsins var hins vegar viðureign James Wade og Martijn Kleermaker. Wade fór örugglega áfram, en hann vann fyrstu fjögur settin og tryggði sér 4-0 sigur og sæti í átta manna úrslitum þar sem hann mæti Mervyn King. 𝗖𝗹𝗮𝘀𝘀𝗶𝗰 𝗪𝗮𝗱𝗲 𝗽𝗼𝘄𝗲𝗿𝘀 𝘁𝗵𝗿𝗼𝘂𝗴𝗵!James Wade wastes no time in beating Martijn Kleermaker and securing his spot in the Last Eight. #WHDarts pic.twitter.com/IbJchKF4jv— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2021 Önnur viðureign kvöldsins var svo viðureign Gary Anderson og Rob Cross. Anderson er í fimmta sæti heimslista PDC og varð heimsmeistari árin 2015 og 2016, en Cross situr í 11. sæti og varð heimsmeistari árið 2018, á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Cross vann fyrsta settið með minnsta mun, 3-2, áður en Anderson vann þrjú í röð, 3-0, 3-0 og 3-1, og var þá aðeins einu setti frá því að tryggja sér sigur. Taugarnar virtust hins vegar ná til Anderson semklúðraði hverju útskotinu á fætur öðru. Cross nýtti sér mistök Skotans og vann næstu tvö sett, 3-1 og 3-2. Því þurfti oddasett til að skera úr um sigurvegara. Anderson kom hausnum í lag á ögurstundu og vann lokasettið 3-1. Hann tryggsði sér þar með 4-3 sigur og sæti í átta manna úrslitum þar sem hann mætir Luke Humphries. 𝗔𝗡𝗗𝗘𝗥𝗦𝗢𝗡 𝗪𝗜𝗡𝗦!!More incredible drama at Alexandra Palace as Gary Anderson eventually beats Rob Cross to reach the Quarter-Finals!A 4-3 victory for Anderson, who was in cruise control at 3-1 but was pushed all the way!What a game! #WHDarts pic.twitter.com/ij0wSJPPQx— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2021 Þá átti Peter Wright ekki í miklum vandræðum með Ryan Searle í lokaviðureign kvöldsins. Heimsmeistarinn frá 2020 vann fyrstu tvö settin 3-1, áður en Searle náð sér í sigur í þriðja settinu, einnig 3-1. Wright reyndist þó of stór biti fyrir þungarokkarann, en hann vann fjórða settið 3-0 og það fimmta 3-1 og tryggði sér þar með 4-1 sigur og sæti í átta manna úrslitum þar sem Callan Rydz bíður hans. Heimsmeistaramótið í pílukasti heldur áfram á nýju ári, en átta manna úrslitin verða spiluð á nýársdag. Eins og áður verð a tvær útsendingar, sú fyrri klukkan 12:30 og sú seinni klukkan 19:00, og allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Manchester City | Evrópu- eða Englandsmeistarar á útleið Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Í beinni: Hamar/Þór - Valur | Sleppa gestirnir inn um dyrnar í efsta hluta? Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Hverjar ætla að elta Hauka? Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Trump yngri fjárfestir í og talar fyrir Ólympíuleikum á sterum Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Valdi flottasta búning deildarinnar Eltihrellirinn birtist í stúkunni og tennisstjarnan fór að gráta í miðjum leik Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Sjá meira