Biskupinn sem sagði Guð ekki vera kristinn Heimir Már Pétursson skrifar 30. desember 2021 19:31 Desmond Tutu fór framarlega í baráttunni fyrir frelsun Nelsons Mandela úr áratuga fangelsi og saman voru þeir virtustu baráttumenn heims fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar í Suður Afríku. AP/Guy Tillim Mikill fjöldi fólks hefur tjáð og sýnt Desmond Tutu fyrrverandi erkibiskupi Suður Afríku virðingu sína í dag. Hann ýfði oft fjaðrirnar á fólki innan krikjunnar, meðal annars þegar hann lýsti því yfir að Guð væri ekki kristinn. Desmond Tutu erkibiskup naut alþjóðlegrar virðingar fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður Afríku og fyrir því að Nelson Mandela fyrsti svarti forseti landsins yrði látinn laus eftir áratuga fangelsisvist. Í morgun var komið með kistu hans í dómkirkju heilags Georgs í Höfðaborg þar sem almenningi gefst kostur á að sýna honum virðingu sína fram að útför á laugardag. Mandla Madela barnabarn Mandela forseta segir afa sinn og Tutu hafi staðið þétt saman um mörg baráttumál. Ættingjar Tutu voru viðstaddir þegar kista hans var lögð við altari dómkirkjunnar. Thabo Makgoba erkibiskupinn í Höfðaborg minntist Tutu á sorgarstundu. „En fyrir kristna er þetta líka stund náðarinnar þar sem við þökkum skaparanum fyrir líf sem var vel lifað,“ sagði Makgoba eftir að hafa fylgt kistu Tutus inn í dómkirkjuna. Fyrir utan kirkjuna söng hópur fólks Tutu til heiðurs. Húmorinn var eitt aðalvopn Desmond Tutu sem sjaldan sást öðruvísi en skælbrosandi þótt málefnin sem hann barðist fyrir væru grafalvarleg. Stephen Moreo biskup af Jóhannesarborg sagði við minningarmessu í dag að Tutu hafi þurft að takast á við áskoranir innan kirkjunnar á níunda og tíunda áratugnum þar sem ekki hafi allir verið sáttir við baráttu hans fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar. Hann hafi verið kallaður ýmsum nöfnum af bæði hvítum og svörtum safnaðarmeðlimum sem hneyksluðust á yfirlýsingum hans eins og um að "Guð væri ekki kristinn." „Hann var sagður vera prestur sem hefði smánað orð Guðs. Hann var sagður spámaður sem blandaði geði með trúlausum eins og kommúnistum og hann var prestur sem auðveldaði samgang við einmitt það fólk,“ sagði Moreo. Suður-Afríka Tengdar fréttir Desmond Tutu er látinn Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. 26. desember 2021 07:59 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Sjá meira
Desmond Tutu erkibiskup naut alþjóðlegrar virðingar fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður Afríku og fyrir því að Nelson Mandela fyrsti svarti forseti landsins yrði látinn laus eftir áratuga fangelsisvist. Í morgun var komið með kistu hans í dómkirkju heilags Georgs í Höfðaborg þar sem almenningi gefst kostur á að sýna honum virðingu sína fram að útför á laugardag. Mandla Madela barnabarn Mandela forseta segir afa sinn og Tutu hafi staðið þétt saman um mörg baráttumál. Ættingjar Tutu voru viðstaddir þegar kista hans var lögð við altari dómkirkjunnar. Thabo Makgoba erkibiskupinn í Höfðaborg minntist Tutu á sorgarstundu. „En fyrir kristna er þetta líka stund náðarinnar þar sem við þökkum skaparanum fyrir líf sem var vel lifað,“ sagði Makgoba eftir að hafa fylgt kistu Tutus inn í dómkirkjuna. Fyrir utan kirkjuna söng hópur fólks Tutu til heiðurs. Húmorinn var eitt aðalvopn Desmond Tutu sem sjaldan sást öðruvísi en skælbrosandi þótt málefnin sem hann barðist fyrir væru grafalvarleg. Stephen Moreo biskup af Jóhannesarborg sagði við minningarmessu í dag að Tutu hafi þurft að takast á við áskoranir innan kirkjunnar á níunda og tíunda áratugnum þar sem ekki hafi allir verið sáttir við baráttu hans fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar. Hann hafi verið kallaður ýmsum nöfnum af bæði hvítum og svörtum safnaðarmeðlimum sem hneyksluðust á yfirlýsingum hans eins og um að "Guð væri ekki kristinn." „Hann var sagður vera prestur sem hefði smánað orð Guðs. Hann var sagður spámaður sem blandaði geði með trúlausum eins og kommúnistum og hann var prestur sem auðveldaði samgang við einmitt það fólk,“ sagði Moreo.
Suður-Afríka Tengdar fréttir Desmond Tutu er látinn Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. 26. desember 2021 07:59 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Sjá meira
Desmond Tutu er látinn Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. 26. desember 2021 07:59