Álfheiður Pírati fær loks að heita Pírati Eiður Þór Árnason skrifar 30. desember 2021 15:22 Álfheiður veltir því nú upp hvort það fari henni betur að vera Álfheiður P. Eymarsdóttir eða P. Álfheiður Eymarsdóttir. Aðsend Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, fær loks að taka upp nafnið Pírati eftir áralanga baráttu við mannanafnanefnd. Hún segist vera hæstánægð með niðurstöðuna í samtali við Vísi en greint er frá málinu á vef Pírata. Álfheiður óskaði fyrst eftir því að fá að taka upp eftirnafnið Pírati árið 2018 en því var hafnað af Þjóðskrá með vísan til þess að óheimilt sé að taka upp ný ættarnöfn. Síðar sama ár fór hún fram á að taka upp Pírati sem millinafn. Því var hafnað af mannanafnanefnd með þeim rökum að nafnið væri ekki leitt af íslenskum orðstofni, hefði nefnifallsendingu og uppfyllti þar með ekki skilyrði um millinöfn. Loks fór Álfheiður fram á endurupptöku beiðninnar og var hún tekin fyrir á fundi mannanafnanefndar í lok nóvember. Í þetta skiptið var óskað eftir því að Pírati yrði fært í mannanafnaskrá sem eiginnafn. Taldi nefndin ekkert standa í vegi fyrir því og sagði nafnið uppfylla ákvæði laga um mannanöfn. Var það því fært á mannanafnaskrá. Um að ræða úrelt fyrirkomulag „Þetta er í raun og veru borgaraleg óhlýðni. Það er ekkert prinsipp mál hjá mér að ég eða einhver annar fái að heita Pírati, en okkur finnst þessi mannanafnanefnd bara vera fáránlegt fyrirbæri. Ég er enn að melda með mér hvort það sé flottara að hafa það Pírati Álfheiður Eymarsdóttir eða Álfheiður Pírati Eymarsdóttir. Eða bara hvort hreinlega ég nýti mér þetta eða ekki. Það er allavega loks komið leyfi fyrir þessu,“ segir Álfheiður í samtali við Vísi. Hún bætir við að Pírötum þyki nefndin vera barn síns tíma og engan veginn eiga við í nútímasamfélagi. Hátt hlutfall Íslendinga sé nú af erlendum uppruna og þá sé stutt síðan útlendingar sem sóttust eftir ríkisborgararétti voru látnir taka upp íslenskt nafn. „Hún er bara óþörf, úrelt og ef foreldrum er yfirleitt treyst til að eignast börn að þá ætti að vera hægt að treysta þeim til að nefna þau líka.“ Fréttin hefur verið uppfærð til að leiðrétta að beiðninni um eftirnafn var hafnað af Þjóðskrá og ekki vísað til mannanafnanefndar. Mannanöfn Píratar Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira
Hún segist vera hæstánægð með niðurstöðuna í samtali við Vísi en greint er frá málinu á vef Pírata. Álfheiður óskaði fyrst eftir því að fá að taka upp eftirnafnið Pírati árið 2018 en því var hafnað af Þjóðskrá með vísan til þess að óheimilt sé að taka upp ný ættarnöfn. Síðar sama ár fór hún fram á að taka upp Pírati sem millinafn. Því var hafnað af mannanafnanefnd með þeim rökum að nafnið væri ekki leitt af íslenskum orðstofni, hefði nefnifallsendingu og uppfyllti þar með ekki skilyrði um millinöfn. Loks fór Álfheiður fram á endurupptöku beiðninnar og var hún tekin fyrir á fundi mannanafnanefndar í lok nóvember. Í þetta skiptið var óskað eftir því að Pírati yrði fært í mannanafnaskrá sem eiginnafn. Taldi nefndin ekkert standa í vegi fyrir því og sagði nafnið uppfylla ákvæði laga um mannanöfn. Var það því fært á mannanafnaskrá. Um að ræða úrelt fyrirkomulag „Þetta er í raun og veru borgaraleg óhlýðni. Það er ekkert prinsipp mál hjá mér að ég eða einhver annar fái að heita Pírati, en okkur finnst þessi mannanafnanefnd bara vera fáránlegt fyrirbæri. Ég er enn að melda með mér hvort það sé flottara að hafa það Pírati Álfheiður Eymarsdóttir eða Álfheiður Pírati Eymarsdóttir. Eða bara hvort hreinlega ég nýti mér þetta eða ekki. Það er allavega loks komið leyfi fyrir þessu,“ segir Álfheiður í samtali við Vísi. Hún bætir við að Pírötum þyki nefndin vera barn síns tíma og engan veginn eiga við í nútímasamfélagi. Hátt hlutfall Íslendinga sé nú af erlendum uppruna og þá sé stutt síðan útlendingar sem sóttust eftir ríkisborgararétti voru látnir taka upp íslenskt nafn. „Hún er bara óþörf, úrelt og ef foreldrum er yfirleitt treyst til að eignast börn að þá ætti að vera hægt að treysta þeim til að nefna þau líka.“ Fréttin hefur verið uppfærð til að leiðrétta að beiðninni um eftirnafn var hafnað af Þjóðskrá og ekki vísað til mannanafnanefndar.
Mannanöfn Píratar Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira