240 milljónir fóru í ráðherrabílana Snorri Másson skrifar 30. desember 2021 13:01 Ráðherrabílarnir eru flottir, en ekki skattgreiðendum að kostnaðarlausu. Vísir/Vilhelm Ríkissjóður greiddi tæplega 240 milljónir í rekstur bifreiða og laun bílstjóra fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar á líðandi ári. Stjórnvöld fjárfestu í þremur nýjum rafmagnsjeppum, þar sem hver bíll kostaði níu milljónir króna. Þær þekkjast úr fjarlægð lúxusbifreiðarnar tólf sem ráðherrarnir ferðast um í á hverjum degi, hver og einn með sinn einkabílstjóra. Þetta eru flestallt biksvartir og glansandi nýir jeppar frá til dæmis Audi, Mercedes Benz, Toyota og Volvo. En uppihald þessara mikilvægu innviða kostar sitt. Samkvæmt svari frá Umbra - þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, sem annast alla akstursþjónustu fyrir ráðherra - jókst kostnaðurinn við rekstur bifreiðanna á milli áranna 2020 og 2021. Ríkissjóður greiddi 239 milljónir fyrir laun, rekstur og afskriftir í málaflokknum á árinu 2021 en aðeins 232 milljónir árið 2020. Í ár eru innifaldar í heildarkostnaðinum 27 milljónir króna fyrir þrjá nýja rafmagnsjeppa af gerðinni Audi eTron 55, sem keyptir voru í samræmi við niðurstöðu útboðs á vegum Ríkiskaupa. Á nýhöfnu kjörtímabili fer fjöldi ráðherra úr ellefu í tólf, sem getur þýtt að bílstjóra í viðbót þurfi við. Samkvæmt þessum útreikningi myndi slík ráðstöfun útheimta um 20 milljónir í útgjöld á ári hverju. Ekki aðeins mun nýtt ráðuneyti því líklega kosta um 200 milljónir í rekstri árlega, heldur gætu þessar 20 milljónir í aksturskostnað bæst við. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ráðherrabílaflotinn verður rafvæddur Þegar hafa verið settar upp hleðslustöðvar á bílastæði sex ráðuneyta. 6. nóvember 2018 16:22 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Þær þekkjast úr fjarlægð lúxusbifreiðarnar tólf sem ráðherrarnir ferðast um í á hverjum degi, hver og einn með sinn einkabílstjóra. Þetta eru flestallt biksvartir og glansandi nýir jeppar frá til dæmis Audi, Mercedes Benz, Toyota og Volvo. En uppihald þessara mikilvægu innviða kostar sitt. Samkvæmt svari frá Umbra - þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, sem annast alla akstursþjónustu fyrir ráðherra - jókst kostnaðurinn við rekstur bifreiðanna á milli áranna 2020 og 2021. Ríkissjóður greiddi 239 milljónir fyrir laun, rekstur og afskriftir í málaflokknum á árinu 2021 en aðeins 232 milljónir árið 2020. Í ár eru innifaldar í heildarkostnaðinum 27 milljónir króna fyrir þrjá nýja rafmagnsjeppa af gerðinni Audi eTron 55, sem keyptir voru í samræmi við niðurstöðu útboðs á vegum Ríkiskaupa. Á nýhöfnu kjörtímabili fer fjöldi ráðherra úr ellefu í tólf, sem getur þýtt að bílstjóra í viðbót þurfi við. Samkvæmt þessum útreikningi myndi slík ráðstöfun útheimta um 20 milljónir í útgjöld á ári hverju. Ekki aðeins mun nýtt ráðuneyti því líklega kosta um 200 milljónir í rekstri árlega, heldur gætu þessar 20 milljónir í aksturskostnað bæst við.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ráðherrabílaflotinn verður rafvæddur Þegar hafa verið settar upp hleðslustöðvar á bílastæði sex ráðuneyta. 6. nóvember 2018 16:22 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Ráðherrabílaflotinn verður rafvæddur Þegar hafa verið settar upp hleðslustöðvar á bílastæði sex ráðuneyta. 6. nóvember 2018 16:22