Heimsmeistararnir frá 2018 og 2020 komir í 16-manna úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2021 22:39 Peter Wright mætir Ryan Searle í 16-manna úrslitum eftir sigur kvöldsins. Luke Walker/Getty Images Rob Cross og Peter Wright tryggðu sér báðir sæti í 16-manna úrslitum HM í pílu í kvöld. Cross þurfti öll sjö settin til að tryggja sér sigur, en Wright hrökk í gang og tók öll völd eftir að hafa tapað fyrstu tveim. Rob Cross, sem varð heimsmeistari árið 2018 og situr í 11. sæti heimslistans, mætti Daryl Gurney, sem situr í 22. sæti. Cross byrjaði betur og vann fyrsta settið 3-2, og niðurstaðan varð sú sama í öðru setti. Gurney ákvað að taka þátt í þemanu og vann þriðja settið 3-2, áður en Cross kom sér aftur í tveggja setta forystu með sigri í fjórða setti sem fór einmitt 3-2. Cross þurfti því aðeins að vinna eitt sett í viðbót til að tryggja sér sæti í 16-manna úrslitum, en Gurney hafði ekki sagt sitt síðasta og vann næstu tvö sett. Því þurfti sjöunda settið til að útkljá viðureignina þar sem að Cross hafði betur og er því kominn í 16-manna úrslit þar sem hann mætir annað hvort Gary Anderson eða Ian White. 𝗖𝗿𝗼𝘀𝘀 𝗱𝗶𝗴𝘀 𝗱𝗲𝗲𝗽 𝘁𝗼 𝘄𝗶𝗻 𝗮 𝗰𝗹𝗮𝘀𝘀𝗶𝗰!That was a truly incredible game as Rob Cross beats Daryl Gurney 4-3 to reach the Fourth Round. A 170 to win it, in a game in which he hit five ton-plus checkouts and landed 13x 180s. What a match!#WHDarts pic.twitter.com/0XkuQAbcPj— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2021 Í seinni viðureign kvöldsins mættust þeir Peter Wright, heimsmeistarinn frá 2020 og sá næst besti í heiminum samkvæmt heimslista PDC, og Ástralinn Damon Heta sem situr í 31. sæti heimslistans. Heta fór vel af stað og vann fyrstu tvö settin, 3-1 og 3-2. Þá vaknaði Peter Wright til lífsins og gjörsamlega keyrði yfir andstæðing sinn. Wright vann næstu fjögur sett 3-2, 3-1, 3-0 og 3-0 og tryggði sér þar með sæti í 16-manna úrslitum þar sem hann mætir þungarokkaranum sem sér illa, Ryan Searle. Michael van Gerwen og Chris Dobey áttu að mætast í lokaviðureign kvöldins, en sá fyrrnefndi greindist með Covid-19 í dag og þurfti því að draga sig úr leik. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum Í beinni: Víkingur - Valur | Valskonur geta unnið fjórða leikinn í röð EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sjá meira
Rob Cross, sem varð heimsmeistari árið 2018 og situr í 11. sæti heimslistans, mætti Daryl Gurney, sem situr í 22. sæti. Cross byrjaði betur og vann fyrsta settið 3-2, og niðurstaðan varð sú sama í öðru setti. Gurney ákvað að taka þátt í þemanu og vann þriðja settið 3-2, áður en Cross kom sér aftur í tveggja setta forystu með sigri í fjórða setti sem fór einmitt 3-2. Cross þurfti því aðeins að vinna eitt sett í viðbót til að tryggja sér sæti í 16-manna úrslitum, en Gurney hafði ekki sagt sitt síðasta og vann næstu tvö sett. Því þurfti sjöunda settið til að útkljá viðureignina þar sem að Cross hafði betur og er því kominn í 16-manna úrslit þar sem hann mætir annað hvort Gary Anderson eða Ian White. 𝗖𝗿𝗼𝘀𝘀 𝗱𝗶𝗴𝘀 𝗱𝗲𝗲𝗽 𝘁𝗼 𝘄𝗶𝗻 𝗮 𝗰𝗹𝗮𝘀𝘀𝗶𝗰!That was a truly incredible game as Rob Cross beats Daryl Gurney 4-3 to reach the Fourth Round. A 170 to win it, in a game in which he hit five ton-plus checkouts and landed 13x 180s. What a match!#WHDarts pic.twitter.com/0XkuQAbcPj— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2021 Í seinni viðureign kvöldsins mættust þeir Peter Wright, heimsmeistarinn frá 2020 og sá næst besti í heiminum samkvæmt heimslista PDC, og Ástralinn Damon Heta sem situr í 31. sæti heimslistans. Heta fór vel af stað og vann fyrstu tvö settin, 3-1 og 3-2. Þá vaknaði Peter Wright til lífsins og gjörsamlega keyrði yfir andstæðing sinn. Wright vann næstu fjögur sett 3-2, 3-1, 3-0 og 3-0 og tryggði sér þar með sæti í 16-manna úrslitum þar sem hann mætir þungarokkaranum sem sér illa, Ryan Searle. Michael van Gerwen og Chris Dobey áttu að mætast í lokaviðureign kvöldins, en sá fyrrnefndi greindist með Covid-19 í dag og þurfti því að draga sig úr leik. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum Í beinni: Víkingur - Valur | Valskonur geta unnið fjórða leikinn í röð EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sjá meira