Lífið

Haraldur með Co­vid: „Nú ætla ég að borða nammi og horfa á myndir“

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Haraldur Þorleifsson er stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno og hefur vakið mikla athygli fyrir störf sín í þágu annarra á þessu ári.
Haraldur Þorleifsson er stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno og hefur vakið mikla athygli fyrir störf sín í þágu annarra á þessu ári. Vísir/Sigurjón

Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er með Covid-19. Frá þessu greinir hann á Twitter.

„Ég er með Covid. Enn sem komið er bara smá í hálsinum og engin önnur einkenni,“ skrifar Haraldur. Hann segist þá hafa fengið tvo skammta bóluefnis, auk örvunarskammts og hafi því takmarkaðar áhyggjur.

„Nú ætla ég að borða nammi og horfa á myndir,“ skrifar hann að lokum, en það er blanda sem margir sem hafa þurft að sæta einangrun eða sóttkví á tímum heimsfaraldursins þekkja eflaust vel.

Haraldur hefur vakið mikla athygli fyrir átakið „Römpum upp Reykjavík“ sem er ætlað að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum í Reykjavík. 

Á Þorláksmessu bauðst Haraldur þá til þess að aðstoða fjárhagslega barnafólk með lítið á milli handanna um jólin, en Haraldur seldi hönnunarfyrirtækið Ueno til Twitter fyrr á þessu ári fyrir háar fjárhæðir.

Haraldur er einn þeirra tíu sem tilnefnd eru sem Maður ársins hjá Vísi og Reykjavík síðdegis, en hægt er að kjósa um mann ársins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.