Handbolti

Birkir líklega á leið til Frakklands frá Aftureldingu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Birkir Benediktsson er líklega á leið til Frakklands.
Birkir Benediktsson er líklega á leið til Frakklands. VÍSIR/BÁRA

Handknattleiksmaðurinn Birkir Benediktsson er líklega á leið frá Aftureldingu til franska B-deildarliðsins Nice á nýju ári.

Frá þessu er greint á Handbolti.is, en samkvæmt heimildamönnum þeirra heldur Birkir til Frakklands í upphafi nýs árs og hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir Mosfellinga, í bili í það minnsta.

Birkir erörvhent skytta sem hefur leikið stórt hlutverk fyrir Aftureldingu undanfarin ár, en mikil meiðsli hafa þó sett strik í reikninginn hjá þessum 25 ára gamla leikmanni. Hann hefur skoraði 29 mörk í 13 deildarleikjum á yfirstandandi tímabili.

Gangi Birkir til liðs við Nice mun hann hitta þar fyrir markvörðinn Grétar Ara Guðjónsson, en liðið situr eins og er í sjötta sæti deildarinnar þegar tímabilið er hálfnað. Efstu tvö lið deildarinnar í lok tímabils fara beint upp í efstu deild, en þriðja til sjötta sæti gefur sæti í umspili um eitt laust sæti í deild þeirra bestu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×