Searle vann Hollendinginn Danny Noppert í dag, 4-2, eftir að útlitið var nokkuð dökkt hjá honum um tíma.
Staðan var 2-2 í einvíginu og Noppert kominn 2-0 yfir í fimmta settinu þegar Searle snögghitnaði og vann síðustu sex leggi einvígisins.
!
— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2021
A first ever win over Danny Noppert for Ryan Searle who secures his spot in the fourth round with a hard-fought 4-2 success!#WHDarts pic.twitter.com/SPAZCXhx6b
Árangur Searle er sérstaklega áhugaverður í ljósi sjónskekkjunnar sem hann glímir við, sem ekki mun hægt að laga með aðgerð. Hann hefur lýst því að með því að setja upp gleraugu sé hann rétt svo með nægilega sjón til að geta ekið bíl.
Searle er nú kominn í 16 manna úrslit á HM í þriðja sinn á ferlinum en hann hefur aldrei komist lengra. Andstæðingur hans á fimmtudaginn verður sigurvegarinn úr leik Peter Wright og Damon Heta.
Kóngurinn ekki í neinum vandræðum
Mervyn King hóf daginn á afar öruggum sigri gegn Íranum Steve Lennon. King mun því mæta Ástralanum Raymond Smith í 16-manna úrslitunum sem fram fara á morgun og fimmtudag.
King lenti reyndar 2-0 undir í fjórða settinu. Lennon virtist hins vegar ekki höndla taugastríðið, öfugt við King sem sallarólegur vann þrjá leggi í röð og settið þar með 3-2, og einvígið 4-0 eins og fyrr segir.
Spennuþrunginn sigur Kleermakers
Gríðarleg spenna var svo í leik Joe Cullen og Martijn Kleermaker, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en eftir upphækkun í oddasetti.
Kleermark vann oddasettið 4-2 eftir að hafa hitt miðjuna með þriðju og síðustu pílunni, þegar Cullen hefði annars átt góða möguleika á að jafna settið. Hollenski risinn fagnaði ógurlega og hans bíður nú það verkefni að keppa við James Wade, sem komst frítt í gegnum 32-manna úrslitin eftir að Vincent van der Voort, landi Kleermakers, greindist með kórónuveiruna.