Eru launataxtar verkafólks að ógna stöðugleika á íslenskum vinnumarkaði? Vilhjálmur Birgisson skrifar 28. desember 2021 14:01 Það er eins og við manninn mælt þegar fer að styttast í að kjarasamningar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði fara að losna, að þá spretta sérhagsmunaaðilar atvinnulífsins fram með hræðsluóróður eins og enginn sé morgundagurinn. Í þessu samhengi er rétt að nefna grein sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda skrifar í Innherja 27. desember þar sem hann segir að ef aðilar vinnumarkaðarins falla enn og aftur í þá gömlu gryfju að semja um launahækkanir, sem ekki reynist innistæða fyrir. Þá er afleiðingin fullkomlega fyrirsjáanleg og gamalkunn; verðbólga, vaxtahækkanir og gengissig. Hann segir einnig að það sé fráleitt „krafa“ verkalýðshreyfingarinnar , að svokallaður hagvaxtaauki sem samið var um í lífskjarasamningum verði greiddur á næsta ári. Já framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur það vera „kröfu“ að atvinnurekendur standi við það sem samið var um í lífskjarasamningum komi til framkvæmda! En hann er ekki eini aðilinn úr ranni atvinnulífsins sem ríður nú fram á ritvöllinn með tár á hvarmi yfir því að kjarasamningar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði verði lausir í nóvember á næsta ári og að fyrirtæki þurfi að greiða áðurnefndan hagvaxtaauka út. Hér er ég að tala um Eggert Þór Kristófersson, forstjóra Festi, sem var kjörinn í stjórn Samtaka atvinnulífsins á aðalfundi samtakanna í maí. En hann segir að Lífskjarasamningarnir, sem undirritaðir voru í apríl árið 2019, renna út eftir ár og segist hann „hafa töluverðar áhyggjur af því að kjaraviðræðurnar verði þungar“. En Eggert forstjóri Festi hefur einnig látið hafa eftir sér að ef það kemur til þess að greiða þurfi út svokallaðan hagvaxtaauka á næsta ári sem getur numið frá 3000 kr. uppí 13.000 kr. muni það leiða til hækkunar á vöruverði eða að reka þurfi starfsfólk. Þessi miskunnarlausi hræðsluáróður gagnvart því að lagfæra þurfi kjör verkafólks á lökustu kjörunum og staðið sé við gerða kjarasamninga er svo ömurlegur og það hjá aðila sem er með á sjöttu milljón á mánuði sem er um 150% hærri laun en sjálfur forsætisráðherra er með. Það rétt að sýna almenningi hver grunnlaunataxtar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði eru til að það geti sett þennan málflutning hjá grátkór atvinnurekenda í samhengi. En hérna eru launataxtar sem 90% af verkafólki þarf að búa við. Og myndu hálauna forstjórar sem græða á daginn og grilla á kvöldin treysta sér til að framfleyta sínum fjölskyldum á slíkum launatöxtum? Ætlar einhver að halda því fram að verkafólk sem tekur laun eftir þessum launatöxtum sé að ógna stöðugleika í íslensku samfélagi? Rétt er að ítreka enn og aftur að um 90% af verkafólki á hinum almenna vinnumarkaði tekur laun eftir þessum töxtum. Nei þessir launataxtar eru atvinnurekendum, okkur í verkalýðshreyfingunni og samfélaginu öllu til skammar. Okkur ber siðferðisleg skylda til að halda áfram að vinna að því að lagfæra kjör verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði með það að markmiði að hægt sé að framfleyta sér á þeim launatöxtum sem verkafólki er boðið upp á frá mánuði til mánaðar og til að það geti haldið mannlegri reisn. Slíku er ekki til að dreifa í dag og forréttindapésar sem eru jafnvel með sextánföld laun miðað við launataxta verkafólks eiga í mínum huga að skammast sín og reyna að setja sig í spor lágtekjufólks sem ekki nær endum saman um hver mánaðarmót. Já það þarf í næstu kjarasamningum að gera þjóðarsátt um að tryggja þeim sem lökustu kjörin hafa að þau nái að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar og halda mannlegri reisn. Í mínum huga er það þannig að atvinnurekendur sem treysta sér ekki til að greiða laun sem duga fyrir þó ekki væri nema fyrir nauðþurftum út mánuðinn, eiga vart tilverurétt á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er eins og við manninn mælt þegar fer að styttast í að kjarasamningar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði fara að losna, að þá spretta sérhagsmunaaðilar atvinnulífsins fram með hræðsluóróður eins og enginn sé morgundagurinn. Í þessu samhengi er rétt að nefna grein sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda skrifar í Innherja 27. desember þar sem hann segir að ef aðilar vinnumarkaðarins falla enn og aftur í þá gömlu gryfju að semja um launahækkanir, sem ekki reynist innistæða fyrir. Þá er afleiðingin fullkomlega fyrirsjáanleg og gamalkunn; verðbólga, vaxtahækkanir og gengissig. Hann segir einnig að það sé fráleitt „krafa“ verkalýðshreyfingarinnar , að svokallaður hagvaxtaauki sem samið var um í lífskjarasamningum verði greiddur á næsta ári. Já framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur það vera „kröfu“ að atvinnurekendur standi við það sem samið var um í lífskjarasamningum komi til framkvæmda! En hann er ekki eini aðilinn úr ranni atvinnulífsins sem ríður nú fram á ritvöllinn með tár á hvarmi yfir því að kjarasamningar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði verði lausir í nóvember á næsta ári og að fyrirtæki þurfi að greiða áðurnefndan hagvaxtaauka út. Hér er ég að tala um Eggert Þór Kristófersson, forstjóra Festi, sem var kjörinn í stjórn Samtaka atvinnulífsins á aðalfundi samtakanna í maí. En hann segir að Lífskjarasamningarnir, sem undirritaðir voru í apríl árið 2019, renna út eftir ár og segist hann „hafa töluverðar áhyggjur af því að kjaraviðræðurnar verði þungar“. En Eggert forstjóri Festi hefur einnig látið hafa eftir sér að ef það kemur til þess að greiða þurfi út svokallaðan hagvaxtaauka á næsta ári sem getur numið frá 3000 kr. uppí 13.000 kr. muni það leiða til hækkunar á vöruverði eða að reka þurfi starfsfólk. Þessi miskunnarlausi hræðsluáróður gagnvart því að lagfæra þurfi kjör verkafólks á lökustu kjörunum og staðið sé við gerða kjarasamninga er svo ömurlegur og það hjá aðila sem er með á sjöttu milljón á mánuði sem er um 150% hærri laun en sjálfur forsætisráðherra er með. Það rétt að sýna almenningi hver grunnlaunataxtar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði eru til að það geti sett þennan málflutning hjá grátkór atvinnurekenda í samhengi. En hérna eru launataxtar sem 90% af verkafólki þarf að búa við. Og myndu hálauna forstjórar sem græða á daginn og grilla á kvöldin treysta sér til að framfleyta sínum fjölskyldum á slíkum launatöxtum? Ætlar einhver að halda því fram að verkafólk sem tekur laun eftir þessum launatöxtum sé að ógna stöðugleika í íslensku samfélagi? Rétt er að ítreka enn og aftur að um 90% af verkafólki á hinum almenna vinnumarkaði tekur laun eftir þessum töxtum. Nei þessir launataxtar eru atvinnurekendum, okkur í verkalýðshreyfingunni og samfélaginu öllu til skammar. Okkur ber siðferðisleg skylda til að halda áfram að vinna að því að lagfæra kjör verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði með það að markmiði að hægt sé að framfleyta sér á þeim launatöxtum sem verkafólki er boðið upp á frá mánuði til mánaðar og til að það geti haldið mannlegri reisn. Slíku er ekki til að dreifa í dag og forréttindapésar sem eru jafnvel með sextánföld laun miðað við launataxta verkafólks eiga í mínum huga að skammast sín og reyna að setja sig í spor lágtekjufólks sem ekki nær endum saman um hver mánaðarmót. Já það þarf í næstu kjarasamningum að gera þjóðarsátt um að tryggja þeim sem lökustu kjörin hafa að þau nái að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar og halda mannlegri reisn. Í mínum huga er það þannig að atvinnurekendur sem treysta sér ekki til að greiða laun sem duga fyrir þó ekki væri nema fyrir nauðþurftum út mánuðinn, eiga vart tilverurétt á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun