Svissneska félagið greindi frá þessu í dag og sagði að Óðinn hefði skrifað undir samning sem taki gildi næsta sumar og muni gilda til þriggja ára.
Óðinn, sem er 24 ára hornamaður, er leikmaður KA en var lánaður til Gummersbach í Þýskalandi í nokkrar vikur nú í desember og stóð sig vel.
Óðinn var valinn í 35 manna landsliðshóp Íslands fyrir EM en er ekki í 20 manna hópnum sem áætlað er að fari á mótið. Hann er þó til taks kjósi Guðmundur Guðmundsson að kalla á hann.
Óðinn kom til KA í sumar eftir að hafa leikið í Danmörku með Team Tvis Holstebro og GOG. Hann hóf atvinnumannaferil sinn þegar hann fór frá FH til GOG sumarið 2018.
Aðalsteinn tók við Kadetten á síðasta ári og skrifaði nýverið undir nýjan samning við félagið sem gildir út næstu leiktíð.
Kadetten er taplaust það sem af er leiktíð í svissnesku deildinni, með 14 sigra og eitt jafntefli, sex stigum á undan næsta liði og með leik til góða.