Halda áfram með Allir vinna þrátt fyrir aðvaranir Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. desember 2021 19:00 Allir vinna er heiti stjórnvalda á fullri endurgreiðslu virðisaukaskatts af ákveðinni byggingarvinnu. Fyrir úrræðið var endurgreiðslan upp á 60 prósent af virðisaukaskatti. vísir/vilhelm Fjármálaráðuneytið telur að úrræðið Allir vinna geri ríkinu erfiðara fyrir að rétta við hallarekstur sinn og veiki skattkerfið í heild sinni. Þrátt fyrir þetta verður úrræðið framlengt út næsta ár. Verkefnið sem hefur verið kallað Allir vinna felur í sér hækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts af ákveðinni byggingarvinnu. Endurgreiðslan var í 60 prósentum en með Allir vinna er hún komin upp í 100 prósent. Því var komið á sem viðspyrnuaðgerð í heimsfaraldrinum. Úrræðið átti að renna út um áramót en meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hefur lagt það til í hinum svokallaða bandormi vegna fjárlaga að framlengja úrræðið um ár. Endurgreiðsla 100 prósent virðisaukaskatts vegna bílaviðgerða fellur þó niður. Bandormurinn verður að öllum líkindum samþykktur á morgun. Þetta er gert þrátt fyrir athugasemdir sem fjármálaráðuneytið kom fram með í minnisblaði sínu um verkefnið fyrr í mánuðinum. Þar segir að aðgerð sem þessi sé til þess fallin að grafa undan skattkerfinu og skilvirkni þess. Auk þess torveldi það það verkefni að rétta við hallarekstur ríkissjóðs. „Svo bendir ráðuneytið líka á að það hefur ekki verið sýnt fram á að úrræðið dragi úr svartri atvinnustarfsemi eða stuðli að endilega að betri skattskilum. Það liggja ekki fyrir neinar greiningar á þessu,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í andsvari sínu við ræðu formanns nefndarinnar um málið á þingi í dag. Jóhann Páll er fulltrúi Samfylkingarinnar í efnahags- og viðskiptanefnd.vísir/vilhelm „Mig langar að spyrja hvers vegna meirihluti nefndarinnar bregst ekki við þessum þungu og alvarlegu viðvörunarorðum. Vegna þess að við sjáum ekki oft þar sem ráðuneytið er beinlínis að vara alþingi við hagstjórnarmistökum?“ Reiknað er með að verkefnið kosti ríkissjóð á áttunda milljarð króna. Formaður nefndarinnar bendir hins vegar á að með því að gefa ekki upp vinnu til skatts geti kaupandi komið sér hjá því að greiða virðisaukaskatt og seljandi vinnunnar sloppið við tekjuskatt. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður nefndarinnar.vísir/vilhelm „Þannig ég held að það sé óyggjandi að þessi vinna sé gefin upp og sé uppi á borðum,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Fjárlagafrumvarp 2022 Alþingi Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Verkefnið sem hefur verið kallað Allir vinna felur í sér hækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts af ákveðinni byggingarvinnu. Endurgreiðslan var í 60 prósentum en með Allir vinna er hún komin upp í 100 prósent. Því var komið á sem viðspyrnuaðgerð í heimsfaraldrinum. Úrræðið átti að renna út um áramót en meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hefur lagt það til í hinum svokallaða bandormi vegna fjárlaga að framlengja úrræðið um ár. Endurgreiðsla 100 prósent virðisaukaskatts vegna bílaviðgerða fellur þó niður. Bandormurinn verður að öllum líkindum samþykktur á morgun. Þetta er gert þrátt fyrir athugasemdir sem fjármálaráðuneytið kom fram með í minnisblaði sínu um verkefnið fyrr í mánuðinum. Þar segir að aðgerð sem þessi sé til þess fallin að grafa undan skattkerfinu og skilvirkni þess. Auk þess torveldi það það verkefni að rétta við hallarekstur ríkissjóðs. „Svo bendir ráðuneytið líka á að það hefur ekki verið sýnt fram á að úrræðið dragi úr svartri atvinnustarfsemi eða stuðli að endilega að betri skattskilum. Það liggja ekki fyrir neinar greiningar á þessu,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í andsvari sínu við ræðu formanns nefndarinnar um málið á þingi í dag. Jóhann Páll er fulltrúi Samfylkingarinnar í efnahags- og viðskiptanefnd.vísir/vilhelm „Mig langar að spyrja hvers vegna meirihluti nefndarinnar bregst ekki við þessum þungu og alvarlegu viðvörunarorðum. Vegna þess að við sjáum ekki oft þar sem ráðuneytið er beinlínis að vara alþingi við hagstjórnarmistökum?“ Reiknað er með að verkefnið kosti ríkissjóð á áttunda milljarð króna. Formaður nefndarinnar bendir hins vegar á að með því að gefa ekki upp vinnu til skatts geti kaupandi komið sér hjá því að greiða virðisaukaskatt og seljandi vinnunnar sloppið við tekjuskatt. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður nefndarinnar.vísir/vilhelm „Þannig ég held að það sé óyggjandi að þessi vinna sé gefin upp og sé uppi á borðum,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Fjárlagafrumvarp 2022 Alþingi Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira