Vísindaráð fundar: Undir það búin að eldgos geti hafist hvað úr hverju Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. desember 2021 12:17 Flogið yfir eldstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Vísir/RAX Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesskaganum og mun vísindaráð almannavarna funda í dag til að fara yfir stöðuna og meta hverju megi eiga von á. Tæp vika er síðan skjálftahrinan á Reykjanesi hófst. Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, segir virknina hafa verið mikla á svæðinu á þessari viku. „Staðan er óbreytt frá því að skjálftahrinan hófst. Það er að segja það er mikil virkni á svæðinu sem mælist í jarðskjálftum og síðan eru merki um landbreytingar sem að eru þá merki um að kvikan sé að safnast fyrir í ganginum sem að myndaðist fyrr á árinu og við erum bara undir það búin að eldgos geti hafist hvað og hvenær.“ Björn segir gengið út frá því að ef til eldgoss kemur þá gjósi við eldstöðvarnar í Fagradalsfjalli. „Vegna þess þar sem að skjálftavirkni hefur verið og þar sem að kvikan hefur verið að safnast saman og þenslumerkin eru. Þau eru á sömu slóðum eins og fyrir eldgosið 19. mars. Þannig að við horfum til þess að ef eldgos hefst þá muni það hefjast að öllum líkindum innan hraunbreiðunnar eða á þeim sprungum sem það var á síðast.“ Hann segir að farið hafi verið vel yfir öll mælitæki og vefmyndavélar á svæðinu til að hægt sé að fylgjast sem best með. „Við gerum ráð fyrir því að í dag séum við mun betur undir það búin að sjá ef að kvika kemur upp yfirborð á heldur en var 19. mars.“ Vísindaráð almannavarna ætlar að hittast í dag til að fara yfir stöðuna. „Nú höfum við safnað göngum með þeim tækjum sem eru á staðnum og höfum fengið fleiri gervitunglamyndir og seinni partinn í dag þá er fundur hjá vísindaráði þar sem farið verður yfir þessa stuttu atburðarás og þau gögn sem hefur verið safnað og síðan túlkað út frá þeim hver líklegasta atburðarásin hefur verið og við hverju við getum hugsanlega búist næstu daga.“ Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Tengdar fréttir Jörð skalf nærri Kleifarvatni í morgun Skjálfti 3,6 að stærð varð nærri Kleifarvatni á Reykjanesskaga klukkan 5:10 í morgun. Annar skjálfti, 3,3 að stærð, mældist tæpri mínutu síðar á sömu slóðum. 26. desember 2021 05:26 Jarðskjálfti 4,2 að stærð: „Það er búið að skjálfa dálítið vel í nótt“ Jarðskjálfti, 4,2 af stærð, mældist suðsuðaustur af Fagradalsfjalli klukkan 7:25 í morgun en jörð hefur skolfið við Fagradalsfjall síðan á þriðjudaginn síðastliðinn. Ekkert lát virðist vera á jarðskjálftavirkninni en þónokkrir jarðskjálftar mældust yfir 4 að stærð í gær. Sá stærsti mældist á miðvikudaginn en hann var 4,9 að stærð. 25. desember 2021 07:26 Jarðskjálfti af stærðinni 4,7 mældist á Reykjanesskaga Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu klukkan 15.03 í dag og samkvæmt mælingum Veðurstofunnar var hann 4,7 að stærð. Skjálftinn er sá stærsti frá upphafi nýlegrar jarðskjálftahrinu í Fagradagsfalli en hún hófst á þriðjudaginn síðastliðinn. 24. desember 2021 15:06 Snarpir skjálftar við Fagradalsfjall og sá stærsti 4,9 stig Þrír snarpir jarðskjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu upp úr klukkan 9 í morgun. Sá stærsti varð klukkan 9.23 og mældist 4,9 að stærð. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna skjálftanna. 22. desember 2021 09:16 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Sjá meira
Tæp vika er síðan skjálftahrinan á Reykjanesi hófst. Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, segir virknina hafa verið mikla á svæðinu á þessari viku. „Staðan er óbreytt frá því að skjálftahrinan hófst. Það er að segja það er mikil virkni á svæðinu sem mælist í jarðskjálftum og síðan eru merki um landbreytingar sem að eru þá merki um að kvikan sé að safnast fyrir í ganginum sem að myndaðist fyrr á árinu og við erum bara undir það búin að eldgos geti hafist hvað og hvenær.“ Björn segir gengið út frá því að ef til eldgoss kemur þá gjósi við eldstöðvarnar í Fagradalsfjalli. „Vegna þess þar sem að skjálftavirkni hefur verið og þar sem að kvikan hefur verið að safnast saman og þenslumerkin eru. Þau eru á sömu slóðum eins og fyrir eldgosið 19. mars. Þannig að við horfum til þess að ef eldgos hefst þá muni það hefjast að öllum líkindum innan hraunbreiðunnar eða á þeim sprungum sem það var á síðast.“ Hann segir að farið hafi verið vel yfir öll mælitæki og vefmyndavélar á svæðinu til að hægt sé að fylgjast sem best með. „Við gerum ráð fyrir því að í dag séum við mun betur undir það búin að sjá ef að kvika kemur upp yfirborð á heldur en var 19. mars.“ Vísindaráð almannavarna ætlar að hittast í dag til að fara yfir stöðuna. „Nú höfum við safnað göngum með þeim tækjum sem eru á staðnum og höfum fengið fleiri gervitunglamyndir og seinni partinn í dag þá er fundur hjá vísindaráði þar sem farið verður yfir þessa stuttu atburðarás og þau gögn sem hefur verið safnað og síðan túlkað út frá þeim hver líklegasta atburðarásin hefur verið og við hverju við getum hugsanlega búist næstu daga.“
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Tengdar fréttir Jörð skalf nærri Kleifarvatni í morgun Skjálfti 3,6 að stærð varð nærri Kleifarvatni á Reykjanesskaga klukkan 5:10 í morgun. Annar skjálfti, 3,3 að stærð, mældist tæpri mínutu síðar á sömu slóðum. 26. desember 2021 05:26 Jarðskjálfti 4,2 að stærð: „Það er búið að skjálfa dálítið vel í nótt“ Jarðskjálfti, 4,2 af stærð, mældist suðsuðaustur af Fagradalsfjalli klukkan 7:25 í morgun en jörð hefur skolfið við Fagradalsfjall síðan á þriðjudaginn síðastliðinn. Ekkert lát virðist vera á jarðskjálftavirkninni en þónokkrir jarðskjálftar mældust yfir 4 að stærð í gær. Sá stærsti mældist á miðvikudaginn en hann var 4,9 að stærð. 25. desember 2021 07:26 Jarðskjálfti af stærðinni 4,7 mældist á Reykjanesskaga Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu klukkan 15.03 í dag og samkvæmt mælingum Veðurstofunnar var hann 4,7 að stærð. Skjálftinn er sá stærsti frá upphafi nýlegrar jarðskjálftahrinu í Fagradagsfalli en hún hófst á þriðjudaginn síðastliðinn. 24. desember 2021 15:06 Snarpir skjálftar við Fagradalsfjall og sá stærsti 4,9 stig Þrír snarpir jarðskjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu upp úr klukkan 9 í morgun. Sá stærsti varð klukkan 9.23 og mældist 4,9 að stærð. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna skjálftanna. 22. desember 2021 09:16 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Sjá meira
Jörð skalf nærri Kleifarvatni í morgun Skjálfti 3,6 að stærð varð nærri Kleifarvatni á Reykjanesskaga klukkan 5:10 í morgun. Annar skjálfti, 3,3 að stærð, mældist tæpri mínutu síðar á sömu slóðum. 26. desember 2021 05:26
Jarðskjálfti 4,2 að stærð: „Það er búið að skjálfa dálítið vel í nótt“ Jarðskjálfti, 4,2 af stærð, mældist suðsuðaustur af Fagradalsfjalli klukkan 7:25 í morgun en jörð hefur skolfið við Fagradalsfjall síðan á þriðjudaginn síðastliðinn. Ekkert lát virðist vera á jarðskjálftavirkninni en þónokkrir jarðskjálftar mældust yfir 4 að stærð í gær. Sá stærsti mældist á miðvikudaginn en hann var 4,9 að stærð. 25. desember 2021 07:26
Jarðskjálfti af stærðinni 4,7 mældist á Reykjanesskaga Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu klukkan 15.03 í dag og samkvæmt mælingum Veðurstofunnar var hann 4,7 að stærð. Skjálftinn er sá stærsti frá upphafi nýlegrar jarðskjálftahrinu í Fagradagsfalli en hún hófst á þriðjudaginn síðastliðinn. 24. desember 2021 15:06
Snarpir skjálftar við Fagradalsfjall og sá stærsti 4,9 stig Þrír snarpir jarðskjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu upp úr klukkan 9 í morgun. Sá stærsti varð klukkan 9.23 og mældist 4,9 að stærð. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna skjálftanna. 22. desember 2021 09:16