Útskýrði af hverju hann réði sálfræðing: „Leikmenn þurfa einhvern til að tala við“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. desember 2021 10:02 Ralf Rangnick ræðir við Mason Greenwood. EPA-EFE/PETER POWELL Ralf Rangnick var ekki lengi að láta til sín taka sem þjálfari Manchester United. Eitt af hans fyrstu verkum var að ráða íþróttasálfræðing og hinn 63 ára gamli Þjóðverji telur að ekki sé langt í að það verði vaninn hjá stærstu liðum heims. Mikil umræða skapaðist í kringum ráðningu hins 46 ára gamla Sascha Lense en það kom Rangnick ekki á óvart. „Ég veit að mörg félög í Þýskalandi eru ekki með sálfræðinga á sínum snærum. Fyrir mér er það samt mjög rökrétt,“ sagði Rangnick í viðtali við Sky Sports um málið. „Öll félög eru með mismunandi sérfræðingar fyrir markverði, varnarmenn, miðjumenn og sóknarmenn, til að auka líkamlegt atgervi og hámarka frammistöður. Sum félög eru með fleiri sérfræðinga en leikmenn. Allir þessir aðilar nota höfuðið – heilann og hugann – því er rökrétt að vera með sérfræðing í þeim efnum.“ „Um það snýst þetta allt, að hjálpa leikmönnum að hugsa um réttu hlutina á réttum augnablikum frekar en ranga hluti. Til að leikmenn taki framförum þá þarf heili þeirra að vera tilbúinn í að hjálpa líkamanum svo þeir nái sem bestum árangri.“ Read the full exclusive interview... — Sky Sports (@SkySports) December 24, 2021 „Þetta er allt hluti af púsluspilinu. Það er mikilvægt að bestu félögin – og Manchester United er eitt stærsta félag í heimi – séu með besta mögulega starfsfólkið. Allavega þurfa öll þessi litlu púsl að vera til staðar.“ „Leikmenn eru undir gríðarlegu álagi á þessu stigi, stundum þurfa þeir einfaldlega einhvern til að tala við sem er ekki endilega hluti af þjálfarateyminu. Það er mikilvægt að leikmenn geti talað við hlutlausan aðila, sérfræðing sem getur aðstoðað þá eða bara hlustað á það sem þeir hafa að segja,“ sagði Rangnick að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Fleiri fréttir Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Sjá meira
Mikil umræða skapaðist í kringum ráðningu hins 46 ára gamla Sascha Lense en það kom Rangnick ekki á óvart. „Ég veit að mörg félög í Þýskalandi eru ekki með sálfræðinga á sínum snærum. Fyrir mér er það samt mjög rökrétt,“ sagði Rangnick í viðtali við Sky Sports um málið. „Öll félög eru með mismunandi sérfræðingar fyrir markverði, varnarmenn, miðjumenn og sóknarmenn, til að auka líkamlegt atgervi og hámarka frammistöður. Sum félög eru með fleiri sérfræðinga en leikmenn. Allir þessir aðilar nota höfuðið – heilann og hugann – því er rökrétt að vera með sérfræðing í þeim efnum.“ „Um það snýst þetta allt, að hjálpa leikmönnum að hugsa um réttu hlutina á réttum augnablikum frekar en ranga hluti. Til að leikmenn taki framförum þá þarf heili þeirra að vera tilbúinn í að hjálpa líkamanum svo þeir nái sem bestum árangri.“ Read the full exclusive interview... — Sky Sports (@SkySports) December 24, 2021 „Þetta er allt hluti af púsluspilinu. Það er mikilvægt að bestu félögin – og Manchester United er eitt stærsta félag í heimi – séu með besta mögulega starfsfólkið. Allavega þurfa öll þessi litlu púsl að vera til staðar.“ „Leikmenn eru undir gríðarlegu álagi á þessu stigi, stundum þurfa þeir einfaldlega einhvern til að tala við sem er ekki endilega hluti af þjálfarateyminu. Það er mikilvægt að leikmenn geti talað við hlutlausan aðila, sérfræðing sem getur aðstoðað þá eða bara hlustað á það sem þeir hafa að segja,“ sagði Rangnick að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Fleiri fréttir Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Sjá meira