Stærsta haldlagning á grasi í langan tíma á Íslandi Snorri Másson skrifar 26. desember 2021 21:41 30 kílógrömm af grasi er á við heildarmagn haldlagt árið 2017 á öllu landinu. Vísir/Snorri Þrjátíu kíló af marijúana voru haldlögð í tveimur töskum á vikutímabili á Keflavíkurflugvelli í desember. Þetta er langstærsta tilraun til innflutnings á þessum efnum á árinu, en innflutningur á grasi er almennt sjaldgæfur. Þann 12. desember var grísk kona á fertugsaldri stöðvuð af tollgæslunni í Leifsstöð og við leit í farangri hennar reyndist hún hafa fimmtán kíló meðferðis af maríjúana. Þeim hafði verið pakkað inn í ferðatösku og konan var á leiðinni frá Frankfurt. Tæpri viku síðar lagði lögreglan á Suðurnesjum hald á önnur fimmtán kíló af maríjúana í tösku sem hafði verið skilin eftir í töskusal flugstöðvarinnar. Eigandi þeirrar tösku var horfinn af vettvangi þegar þar að kom en taskan hafði komið með flugi frá Kanada. Fréttastofa skoðaði efnin hjá lögreglunni, eins og má sjá í myndbrotinu hér að neðan: Gríska konan er samkvæmt heimildum fréttastofu í gæsluvarðhaldi fram á miðjan næsta mánuð. Rannsókn lögreglu, sem fer fram í samstarfi við tollgæsluna, beinist meðal annars að því kanna hvort málin tvö tengist. Efnin voru flutt til tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík. Þar er verið að greina þau meðan á rannsókninni stendur og svo er þeim fargað. Eins og sjá má á myndunum er þetta ekkert lítið magn af grasi og sérstaklega í innflutningi. Það er nánast óheyrt að gras sé flutt til landsins enda er efnið ræktað í töluverðum mæli hér innanlands. Það sætir því sannarlega tíðindum að 30 kíló séu gerð upptæk á svo stuttu tímabili, enda slagar það magn raunar í það sem stundum hefur verið haldlagt á heilu ári hér á Íslandi. 2016 voru þau tæp 44 og 2017 aðeins 34 kíló. Langstærstur hluti þessa hefur verið haldlagður innanlands en árið 2020 voru vissulega um 40 kíló tekin á flugvellinum, og þótti það þá þegar sprenging. Sú þróun virðist ætla að halda áfram samkvæmt þessu en 30.000 grömm á grasi eru í smásölu um 90 milljóna króna virði. Fíkniefnabrot Kannabis Smygl Tollgæslan Tengdar fréttir Tekinn með 600 grömm af kókaíni innvortis Rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum vinnur nú að umfangsmikilli rannsókn á innflutningi Austurríkismanns á fimmtugsaldri á kókaíni til landsins. 17. desember 2021 06:25 Eltu smyglara á fund Íslendings og fundu verulegt magn af fíkniefnum Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrennt í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl í síðasta mánuði, eftir að tvær konur reyndu að smygla í gegnum Keflavíkurflugvöll töluverðu magni af metamfetamíni og meira en 6.000 töflum af hörðum ópíóðum. 30. nóvember 2021 19:22 Stefni í ópíóðafaraldur með þessu áframhaldi Notkun á ópíóðum hér á landi stefnir hraðbyri í að verða að faraldri líkt og í löndunum í kringum okkur, að sögn yfirlæknis á Vogi. Hátt í 250 manns hafa farið í meðferð við ópíóðafíkn á þessu ári. . 1. desember 2021 20:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Þann 12. desember var grísk kona á fertugsaldri stöðvuð af tollgæslunni í Leifsstöð og við leit í farangri hennar reyndist hún hafa fimmtán kíló meðferðis af maríjúana. Þeim hafði verið pakkað inn í ferðatösku og konan var á leiðinni frá Frankfurt. Tæpri viku síðar lagði lögreglan á Suðurnesjum hald á önnur fimmtán kíló af maríjúana í tösku sem hafði verið skilin eftir í töskusal flugstöðvarinnar. Eigandi þeirrar tösku var horfinn af vettvangi þegar þar að kom en taskan hafði komið með flugi frá Kanada. Fréttastofa skoðaði efnin hjá lögreglunni, eins og má sjá í myndbrotinu hér að neðan: Gríska konan er samkvæmt heimildum fréttastofu í gæsluvarðhaldi fram á miðjan næsta mánuð. Rannsókn lögreglu, sem fer fram í samstarfi við tollgæsluna, beinist meðal annars að því kanna hvort málin tvö tengist. Efnin voru flutt til tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík. Þar er verið að greina þau meðan á rannsókninni stendur og svo er þeim fargað. Eins og sjá má á myndunum er þetta ekkert lítið magn af grasi og sérstaklega í innflutningi. Það er nánast óheyrt að gras sé flutt til landsins enda er efnið ræktað í töluverðum mæli hér innanlands. Það sætir því sannarlega tíðindum að 30 kíló séu gerð upptæk á svo stuttu tímabili, enda slagar það magn raunar í það sem stundum hefur verið haldlagt á heilu ári hér á Íslandi. 2016 voru þau tæp 44 og 2017 aðeins 34 kíló. Langstærstur hluti þessa hefur verið haldlagður innanlands en árið 2020 voru vissulega um 40 kíló tekin á flugvellinum, og þótti það þá þegar sprenging. Sú þróun virðist ætla að halda áfram samkvæmt þessu en 30.000 grömm á grasi eru í smásölu um 90 milljóna króna virði.
Fíkniefnabrot Kannabis Smygl Tollgæslan Tengdar fréttir Tekinn með 600 grömm af kókaíni innvortis Rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum vinnur nú að umfangsmikilli rannsókn á innflutningi Austurríkismanns á fimmtugsaldri á kókaíni til landsins. 17. desember 2021 06:25 Eltu smyglara á fund Íslendings og fundu verulegt magn af fíkniefnum Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrennt í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl í síðasta mánuði, eftir að tvær konur reyndu að smygla í gegnum Keflavíkurflugvöll töluverðu magni af metamfetamíni og meira en 6.000 töflum af hörðum ópíóðum. 30. nóvember 2021 19:22 Stefni í ópíóðafaraldur með þessu áframhaldi Notkun á ópíóðum hér á landi stefnir hraðbyri í að verða að faraldri líkt og í löndunum í kringum okkur, að sögn yfirlæknis á Vogi. Hátt í 250 manns hafa farið í meðferð við ópíóðafíkn á þessu ári. . 1. desember 2021 20:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Tekinn með 600 grömm af kókaíni innvortis Rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum vinnur nú að umfangsmikilli rannsókn á innflutningi Austurríkismanns á fimmtugsaldri á kókaíni til landsins. 17. desember 2021 06:25
Eltu smyglara á fund Íslendings og fundu verulegt magn af fíkniefnum Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrennt í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl í síðasta mánuði, eftir að tvær konur reyndu að smygla í gegnum Keflavíkurflugvöll töluverðu magni af metamfetamíni og meira en 6.000 töflum af hörðum ópíóðum. 30. nóvember 2021 19:22
Stefni í ópíóðafaraldur með þessu áframhaldi Notkun á ópíóðum hér á landi stefnir hraðbyri í að verða að faraldri líkt og í löndunum í kringum okkur, að sögn yfirlæknis á Vogi. Hátt í 250 manns hafa farið í meðferð við ópíóðafíkn á þessu ári. . 1. desember 2021 20:00