„Næstu 100-150 ár verður þetta í gangi“ Snorri Másson skrifar 26. desember 2021 23:57 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur við Holuhraun um árið. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur engan bilbug látið á sér finna yfir hátíðirnar. Spennan í efri skorpunni er að sögn eldfjallafræðings að gefa sig vegna þrýstings og líkur eru taldar hafa aukist á öðru gosi. Fasi hófst á Reykjanesi í vor þar sem losa þarf um spennu sem safnast hefur upp á um 700 árum. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir í samtali við fréttastofu að kvikan muni koma upp eins og hún gerði í Geldingadal ef efri skorpan gefur sig og gat opnast upp á yfirborðið. Þá sé þó ekki mikill þrýstingur sem muni spýta kvikunni upp heldur muni hún leita rólega upp eins og í hinu gosinu. Við þurfum að fara að venjast þessum jarðskjálftum og yfirvofandi eldgosum, segir eldfjallafræðingurinn. „Það þýðir ekki að nálgast þetta öðruvísi en það að þetta er það sem við þekkjum á Reykjanesinu. Við erum komin í spennulosunartíma. Við erum komin í eldgosatíma. Nú verða menn bara að fara að venjast þessu því að næstu 100-150 ár, verður þetta í gangi. Við verðum reglulega með þessa stóru og miklu skjálfta og við verðum reglulega með eldgos. Við erum komin með eldinn heim í garðinn og þá þurfum við bara að vera klár,“ segir Ármann. Að vera klár þýðir hér að huga þurfi að því hvernig eigi að taka á móti hraunstraumum sem kunna að koma ofan af hásléttunni á Reykjanesi. Gosopið sem opnaðist í Geldingadal hefur verið óvirkt um skeið eða alltént mjög lítið virkt, þótt enn hafi formlegum goslokum ekki verið lýst yfir. Það varði í sex mánuði að því gefnu að það fari ekki aftur af stað. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Náttúruhamfarir Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Virkja sms-kerfi vegna óróa við Fagradalsfjall Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa virkjað sms-kerfi sem sendir smáskilaboð á fólk sem fer inn á fyrirframskilgreint svæði vegna jarðskjálfta sem hafnir eru á ný við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Ekki er loku fyrir það skotið að skilaboð berist á fólk að óþörfu. 26. desember 2021 17:34 „Þetta er bara stórkostleg tilviljun“ „Þetta er bara stórkostleg tilviljun, það er engin tenging þarna á milli,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, um þá staðreynd að sama dag og hætti að gjósa í Fagradalsfjalli hafi eldgos hafist á La Palma á Kanarí, og að skömmu eftir að það hætti að gjósa á La Palma hafi skjálftahrina hafist að nýju á Reykjanesi. 26. desember 2021 12:32 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Fasi hófst á Reykjanesi í vor þar sem losa þarf um spennu sem safnast hefur upp á um 700 árum. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir í samtali við fréttastofu að kvikan muni koma upp eins og hún gerði í Geldingadal ef efri skorpan gefur sig og gat opnast upp á yfirborðið. Þá sé þó ekki mikill þrýstingur sem muni spýta kvikunni upp heldur muni hún leita rólega upp eins og í hinu gosinu. Við þurfum að fara að venjast þessum jarðskjálftum og yfirvofandi eldgosum, segir eldfjallafræðingurinn. „Það þýðir ekki að nálgast þetta öðruvísi en það að þetta er það sem við þekkjum á Reykjanesinu. Við erum komin í spennulosunartíma. Við erum komin í eldgosatíma. Nú verða menn bara að fara að venjast þessu því að næstu 100-150 ár, verður þetta í gangi. Við verðum reglulega með þessa stóru og miklu skjálfta og við verðum reglulega með eldgos. Við erum komin með eldinn heim í garðinn og þá þurfum við bara að vera klár,“ segir Ármann. Að vera klár þýðir hér að huga þurfi að því hvernig eigi að taka á móti hraunstraumum sem kunna að koma ofan af hásléttunni á Reykjanesi. Gosopið sem opnaðist í Geldingadal hefur verið óvirkt um skeið eða alltént mjög lítið virkt, þótt enn hafi formlegum goslokum ekki verið lýst yfir. Það varði í sex mánuði að því gefnu að það fari ekki aftur af stað.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Náttúruhamfarir Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Virkja sms-kerfi vegna óróa við Fagradalsfjall Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa virkjað sms-kerfi sem sendir smáskilaboð á fólk sem fer inn á fyrirframskilgreint svæði vegna jarðskjálfta sem hafnir eru á ný við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Ekki er loku fyrir það skotið að skilaboð berist á fólk að óþörfu. 26. desember 2021 17:34 „Þetta er bara stórkostleg tilviljun“ „Þetta er bara stórkostleg tilviljun, það er engin tenging þarna á milli,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, um þá staðreynd að sama dag og hætti að gjósa í Fagradalsfjalli hafi eldgos hafist á La Palma á Kanarí, og að skömmu eftir að það hætti að gjósa á La Palma hafi skjálftahrina hafist að nýju á Reykjanesi. 26. desember 2021 12:32 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Virkja sms-kerfi vegna óróa við Fagradalsfjall Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa virkjað sms-kerfi sem sendir smáskilaboð á fólk sem fer inn á fyrirframskilgreint svæði vegna jarðskjálfta sem hafnir eru á ný við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Ekki er loku fyrir það skotið að skilaboð berist á fólk að óþörfu. 26. desember 2021 17:34
„Þetta er bara stórkostleg tilviljun“ „Þetta er bara stórkostleg tilviljun, það er engin tenging þarna á milli,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, um þá staðreynd að sama dag og hætti að gjósa í Fagradalsfjalli hafi eldgos hafist á La Palma á Kanarí, og að skömmu eftir að það hætti að gjósa á La Palma hafi skjálftahrina hafist að nýju á Reykjanesi. 26. desember 2021 12:32