Virkja sms-kerfi vegna óróa við Fagradalsfjall Árni Sæberg skrifar 26. desember 2021 17:34 Flogið yfir eldstöðvarnar í Fagradalsfjalli. vísir/rax Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa virkjað sms-kerfi sem sendir smáskilaboð á fólk sem fer inn á fyrirframskilgreint svæði vegna jarðskjálfta sem hafnir eru á ný við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Ekki er loku fyrir það skotið að skilaboð berist á fólk að óþörfu. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ástæða virkjunar kerfisins sé að eldgos geti hafist með litlum fyrirvara. Komi til eldgoss verður textaskilaboðum breytt í beina aðvörun til þeirra sem eru á umræddu svæði. Þá segir að ekki sé hægt að útiloka að skilaboð bersit til fólks utan við skilgreint svæði og almenningur er beðinn um að hafa það í huga. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að íbúar á Hellu fái skilaboð um að þeir séu nálægt virku eldstöðinni Heklu. Rétt er að árétta að ekkert óvissustig er í gildi vegna Heklu. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir að um sé að ræða stríðni tækninnar þegar skilaboð berast á fólk sem er alls ekki nálægt Fagradalsfjalli. Ástæðan er sú að símar fólks virðast vera tengdir við farsímasenda löngu eftir að þeir yfirgáfu svæðið. Neyðarlínan, sem sér um smáskilaboðasendingar sem þessar, hafi kosið að hafa vaðið fyrir neðan sig og senda frekar skilaboð á fleiri en færri. „Við teljum okkur með þessu vera að ávarpa fleiri af þeim sem gætu hugsanlega verið í hættu. Og lítum á það sem minniháttar tjón þó við truflum einn og einn,“ segir Tómas. Að lokum varar lögreglustjórinn á Suðurnesjum fólk við því að fara í göngu um gosstöðvarnar á meðan óvissa ríkir. Almannavarnir Lögreglan Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ástæða virkjunar kerfisins sé að eldgos geti hafist með litlum fyrirvara. Komi til eldgoss verður textaskilaboðum breytt í beina aðvörun til þeirra sem eru á umræddu svæði. Þá segir að ekki sé hægt að útiloka að skilaboð bersit til fólks utan við skilgreint svæði og almenningur er beðinn um að hafa það í huga. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að íbúar á Hellu fái skilaboð um að þeir séu nálægt virku eldstöðinni Heklu. Rétt er að árétta að ekkert óvissustig er í gildi vegna Heklu. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir að um sé að ræða stríðni tækninnar þegar skilaboð berast á fólk sem er alls ekki nálægt Fagradalsfjalli. Ástæðan er sú að símar fólks virðast vera tengdir við farsímasenda löngu eftir að þeir yfirgáfu svæðið. Neyðarlínan, sem sér um smáskilaboðasendingar sem þessar, hafi kosið að hafa vaðið fyrir neðan sig og senda frekar skilaboð á fleiri en færri. „Við teljum okkur með þessu vera að ávarpa fleiri af þeim sem gætu hugsanlega verið í hættu. Og lítum á það sem minniháttar tjón þó við truflum einn og einn,“ segir Tómas. Að lokum varar lögreglustjórinn á Suðurnesjum fólk við því að fara í göngu um gosstöðvarnar á meðan óvissa ríkir.
Almannavarnir Lögreglan Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira