Erlent

TikTok vin­­sælasta vef­­síða ársins

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Samfélagsmiðillinn TikTok var vinsælasta vefsíða ársins.
Samfélagsmiðillinn TikTok var vinsælasta vefsíða ársins. Getty Images

Sam­fé­lags­miðillinn og mynd­banda­veitan TikTok tók ný­verið fram úr leitar­vélinni Goog­le og er orðin vin­sælasta vef­síða ársins. Miðillinn hefur náð gríðar­legum vin­sældum á stuttum tíma.

TikTok var í sjöunda eða áttunda sæti á listanum á síðasta ári og hefur því klifið hratt. Í byrjun árs lenti sam­fé­lags­miðillinn í fyrsta skipti í topp­sæti listans en fékk aðeins að hvíla þar í einn dag. Það var ekki fyrr en í ágúst á þessu ári sem TikTok festi sig ræki­lega í sessi á listanum og hefur verið þar nánast alla daga síðan. Fólk heim­sótti sam­fé­lags­miðilinn meira að segja frekar en Goog­le á stórum verslunar­dögum eins og Svörtum föstu­degi á árinu.

Goog­le er önnur mest heim­sótta vef­síða ársins og þar á eftir er sam­fé­lags­miðillinn Face­book. Þá er fyrir­tækið Micros­oft í fjórða sæti og vefsíða raf­tækja- og hug­búnaðar­fram­leið­andans App­le í því fimtta. Í sjötta sæti er vef­verslunin Amazon og því sjöunda streymis­veitan Net­flix. YouTu­be og Twitter raða sér í áttunda og níunda sæti og sam­skipta­for­ritið What­sApp vermir tíunda og síðasta sæti topp­listans þetta árið.

Listinn hefur lítið breyst frá því í fyrra að frátöldu TikTok sem er ótvíræður hástökkvari ársins, segir í frétt NBC. Hægt er að skoða nánari gögn og upplýsingar á síðunni Cloudflare.

Nokkrir Íslendingar eru orðnir heimsfrægir á TikTok en Arnar Gauti, eða Lil Curly eins og hann kallar sig, skemmtir fjölmörgum úti um heim allan á samfélagsmiðlinum.

Þá höfðu rúmlega 27 milljónir manna horft á myndbönd Emblu Wigum á TikTok í október.

Af öðrum frægum Íslendingum á TikTok má nefna Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, en hann stofnaði aðgang á miðlinum í kosningabaráttunni í haust.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×