Lið ársins til þessa: Þrír frá Man City, tveir frá Liverpool og Ramsdale í markinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2021 18:00 Þessir tveir eru báðir í liði ársins. EPA-EFE/ANDREW YATES Enska úrvalsdeildin hefur verið einkar fjörug það sem af er ári. Það má alltaf deila um hver hefur verið bestur eða verstur en miðillinn Goal hefur nú birt sitt „draumalið“ til þessa í ensku úrvalsdeildinni. Segja má að liðið sé vægast sagt áhugavert. Það er ekki farið í nein geimvísindi þegar kemur að uppstillingu, hefðbundið 4-3-3 varð fyrir valinu. Þá má giska á að flestir sem komu að vali liðsins séu frá Englandi. Markvörður: Aaron Ramsdale (Arsenal) Aaron Ramsdale hefur komið verulega á óvart á leiktíðinni.EPA-EFE/ANDY RAIN Það var ekki búist við miklu af Ramsdale þegar Arsenal festi kaup á kauða fyrir 24 milljónir punda fyrir leiktíðina. Hann hafði fallið undanfarin tvö tímabil með Bournemouth og Sheffield United eftir að hafa fengið á sig 130 mörk. Ramsdale hefur vissulega staðið sig með prýði og í raun mun betur en reiknað var með. Hann fær því sætið í liði ársins, sem stendur. Hægri bakvörður: Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Trent Alexander-Arnold er með sparkvissari bakvörðum heims.Getty/Nick Taylor Óumdeilanlega einn besti hægri bakvörður heims um þessar mundir. Vinstri bakvörður: João Cancelo (Manchester City) Cancelo er engum líkur.EPA-EFE/Shaun Botterill Kamljónið Cancelo getur spilað bæði sem hægri og vinstri bakvörður. Erfitt að mótmæla þessu vali enda lykilmaður í mögnuðu liði Man City. Miðvörður: Rúben Dias (Manchester City) Portúgalinn er ávallt pollrólegur á boltann.Matt McNulty/Getty Images Gerbreytti City-liðinu er hann gekk til liðs við það á síðustu leiktíð. Var valinn besti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð og er í svipuðu formi í ár. Hefur ekki látið slakt gengi á EM bitna á frammistöðum sínum með City. Miðvörður: Antonio Rüdiger (Chelsea) Þjóðverjinn hefur verið hreint út sagt magnaður síðan Thomas Tuchel tók við Chelsea. Verður samningslaus í sumar og stefnir allt í að hann fái risasamning, hvort sem það verður hjá Chelsea eða annarsstaðar. Miðjumenn: Declan Rice (West Ham United), Conor Gallagher (Crystal Palace) og Bernardo Silva (Manchester City) Bernardo Silva er lunkinn með knöttinn.Lynne Cameron/Manchester City Á þriggja manna miðju má finna leikmenn sem bjóða upp á allt sem þarf. Þó það sé í raun enginn djúpur miðjumaður þarna mætti halda að þessi miðja myndi pluma sig vel gegn hvaða liði sem er. Hlaupagetan er svo sannarlega til staðar ásamt stoðsendingum, mörkum og tæklingum. Rice og Gallagher eru þessir hefðbundnu teig í teig miðjumenn sem Englendingar elska. Bernardo Silva er lunknari og gæti vel spilað á vængnum ef þess þarf. Hægri vængur: Mohamed Salah (Liverpool) Egyptinn er magnaður.EPA-EFE/Lynne Cameron Auðvelt val. Mo Salah er einn af bestu leikmönnum í heimi, ef ekki sá besti. Vinstri vængur: Raphinha (Leeds United) Raphinha hefur notið sín vel í Englandi.Stephen Pond/Getty Images Ljósið í myrkrinu í annars slöku Leeds-liði. Á meðan samherjar hans hafa átt erfitt uppdráttar hefur Raphinha minnt alla á hversu ótrúlega góður hann er. Sóknarmaður: Emmanuel Dennis (Watford) Emmanuel Dennis fagnar marki sínu gegn Manchester United.EPA-EFE/VICKIE FLORES Þessi 24 ára gamli leikmaður hefur komið öllum á óvart með frábærri frammistöðu sinni á leiktíðinni. Er ein helsta ástæða þess að Watford á einhvern möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Það er ekki farið í nein geimvísindi þegar kemur að uppstillingu, hefðbundið 4-3-3 varð fyrir valinu. Þá má giska á að flestir sem komu að vali liðsins séu frá Englandi. Markvörður: Aaron Ramsdale (Arsenal) Aaron Ramsdale hefur komið verulega á óvart á leiktíðinni.EPA-EFE/ANDY RAIN Það var ekki búist við miklu af Ramsdale þegar Arsenal festi kaup á kauða fyrir 24 milljónir punda fyrir leiktíðina. Hann hafði fallið undanfarin tvö tímabil með Bournemouth og Sheffield United eftir að hafa fengið á sig 130 mörk. Ramsdale hefur vissulega staðið sig með prýði og í raun mun betur en reiknað var með. Hann fær því sætið í liði ársins, sem stendur. Hægri bakvörður: Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Trent Alexander-Arnold er með sparkvissari bakvörðum heims.Getty/Nick Taylor Óumdeilanlega einn besti hægri bakvörður heims um þessar mundir. Vinstri bakvörður: João Cancelo (Manchester City) Cancelo er engum líkur.EPA-EFE/Shaun Botterill Kamljónið Cancelo getur spilað bæði sem hægri og vinstri bakvörður. Erfitt að mótmæla þessu vali enda lykilmaður í mögnuðu liði Man City. Miðvörður: Rúben Dias (Manchester City) Portúgalinn er ávallt pollrólegur á boltann.Matt McNulty/Getty Images Gerbreytti City-liðinu er hann gekk til liðs við það á síðustu leiktíð. Var valinn besti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð og er í svipuðu formi í ár. Hefur ekki látið slakt gengi á EM bitna á frammistöðum sínum með City. Miðvörður: Antonio Rüdiger (Chelsea) Þjóðverjinn hefur verið hreint út sagt magnaður síðan Thomas Tuchel tók við Chelsea. Verður samningslaus í sumar og stefnir allt í að hann fái risasamning, hvort sem það verður hjá Chelsea eða annarsstaðar. Miðjumenn: Declan Rice (West Ham United), Conor Gallagher (Crystal Palace) og Bernardo Silva (Manchester City) Bernardo Silva er lunkinn með knöttinn.Lynne Cameron/Manchester City Á þriggja manna miðju má finna leikmenn sem bjóða upp á allt sem þarf. Þó það sé í raun enginn djúpur miðjumaður þarna mætti halda að þessi miðja myndi pluma sig vel gegn hvaða liði sem er. Hlaupagetan er svo sannarlega til staðar ásamt stoðsendingum, mörkum og tæklingum. Rice og Gallagher eru þessir hefðbundnu teig í teig miðjumenn sem Englendingar elska. Bernardo Silva er lunknari og gæti vel spilað á vængnum ef þess þarf. Hægri vængur: Mohamed Salah (Liverpool) Egyptinn er magnaður.EPA-EFE/Lynne Cameron Auðvelt val. Mo Salah er einn af bestu leikmönnum í heimi, ef ekki sá besti. Vinstri vængur: Raphinha (Leeds United) Raphinha hefur notið sín vel í Englandi.Stephen Pond/Getty Images Ljósið í myrkrinu í annars slöku Leeds-liði. Á meðan samherjar hans hafa átt erfitt uppdráttar hefur Raphinha minnt alla á hversu ótrúlega góður hann er. Sóknarmaður: Emmanuel Dennis (Watford) Emmanuel Dennis fagnar marki sínu gegn Manchester United.EPA-EFE/VICKIE FLORES Þessi 24 ára gamli leikmaður hefur komið öllum á óvart með frábærri frammistöðu sinni á leiktíðinni. Er ein helsta ástæða þess að Watford á einhvern möguleika á að halda sæti sínu í deildinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira