„Ætli það séu ekki einhver þrjátíu herbergi eftir“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. desember 2021 11:34 Gylfi segir að mikið af ferðamönnum sé á landinu um þessar mundir og erfitt sé að finna hús sem henti undir starfsemina. Vísir/Egill Staðan í farsóttarhúsum landsins er orðin verulega slæm en örfá pláss eru eftir. Um 205 manns dvelja nú í farsóttarhúsum en tæplega sex þúsund manns verða í einangrun yfir hátíðarnar fjarri fjölskyldu og vinum. Metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni innanlands í gær og forstöðumaður farsóttarhúsanna segir að nú þurfi að velja og hafna. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, segir óvíst hvað til bragðs sé að taka. Sárafá herbergi eru eftir og enn er unnið að því að klára þær beiðnir sem bárust um innlagnir í gær. Fjöldi beiðna fer hækkandi eftir því sem deginum vindur áfram. „Það eru sárafá herbergi eftir og það eru nokkur hótel orðin full. Það er eitthvað laust á Rauðarárstíg en Reykjavík Lights á Suðurlandsbraut er orðið fullt. En við eigum svona herbergi á stangli á Rauðarárstíg,“ segir Gylfi Þór og telur að um þrjátíu herbergi séu eftir í heildina. Meta hverjir þurfa mest á dvölinni að halda Aðspurður segir Gylfi að nú þurfi að meta hverjir mest þurfi á herbergi að halda. Hann segist þurfa að treysta því að fólk óski ekki eftir því að fá að dvelja í farsóttarhúsi ef það á í önnur hús að vernda. Matið geti oft og tíðum verið erfitt. „Við metum þetta þannig að þeir sem hafa í engin hús að vernda, til dæmis ferðamenn sem hér verða strandaglópar vegna Covid, við reynum að láta þá ganga fyrir. Svo eru það einstaklingar sem búa til dæmis með fólki með hættulega undirliggjandi sjúkdóma. Svo reynum að skoða hvort viðkomandi sé í jaðarhóp og þurfi húsaskjól þess vegna. Það eru ýmis atriði sem við þurfum að meta en oft er þetta erfitt,“ segir Gylfi Þór. En hvað gerist núna þegar það fyllist allt? „Það er nefnilega stóra spurningin. Þetta er nefnilega svolítið erfitt við að eiga. Flest hótel eru full eða í notkun en ég hef vilyrði fyrir hóteli núna í byrjun janúar. Annaðhvort verðum við að reyna að þreyja þorrann þangað til, með einhverjum hætti, eða þá grípa til einhverra aðgerða milli jóla og nýárs. Það verður svolítið að koma í ljós.“ „Ætli það séu ekki einhver þrjátíu herbergi eftir“ Aðspurður segist hann vona að fólk fari að útskrifast í millitíðinni en telur að fjöldi útskrifta verði aldrei svo margar miðað við fjölda smita og innlagna síðustu daga. Starfsfólk farsóttarhúsanna verður á fullu í dag á hlaupum með pakka til gesta og reyni sitt allra besta til að létta gestum á farsóttarhúsum lundina. „Við erum komin með núna yfir 200 gesti og þeim mun fara fjölgandi í dag. Það eru núna 205 og fleiri á leiðinni. Þau [herbergin] eru bara af mjög skornum skammti. Ætli það séu ekki einhver þrjátíu herbergi eftir. Eitthvað svoleiðis,“ segir Gylfi Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Töluvert af börnum í farsóttahúsum yfir jólin Tæplega sex þúsund manns verða í einangrun eða sóttkví um jólin og mun hluti þeirra dvelja í farsóttahúsunum yfir hátíðirnar fjarri fjölskyldu og vinum. 23. desember 2021 22:14 Nýtt met: 448 greindust innanlands Í gær greindust 488 með Covid-19 hér á landi. Þar af greindust 448 innanlands, sem er hæsti fjöldi innanlandssmita sem greinst hefur á einum degi. Á landamærunum greindust 40 manns. 24. desember 2021 09:29 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Settu bílslys á svið Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Sjá meira
Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, segir óvíst hvað til bragðs sé að taka. Sárafá herbergi eru eftir og enn er unnið að því að klára þær beiðnir sem bárust um innlagnir í gær. Fjöldi beiðna fer hækkandi eftir því sem deginum vindur áfram. „Það eru sárafá herbergi eftir og það eru nokkur hótel orðin full. Það er eitthvað laust á Rauðarárstíg en Reykjavík Lights á Suðurlandsbraut er orðið fullt. En við eigum svona herbergi á stangli á Rauðarárstíg,“ segir Gylfi Þór og telur að um þrjátíu herbergi séu eftir í heildina. Meta hverjir þurfa mest á dvölinni að halda Aðspurður segir Gylfi að nú þurfi að meta hverjir mest þurfi á herbergi að halda. Hann segist þurfa að treysta því að fólk óski ekki eftir því að fá að dvelja í farsóttarhúsi ef það á í önnur hús að vernda. Matið geti oft og tíðum verið erfitt. „Við metum þetta þannig að þeir sem hafa í engin hús að vernda, til dæmis ferðamenn sem hér verða strandaglópar vegna Covid, við reynum að láta þá ganga fyrir. Svo eru það einstaklingar sem búa til dæmis með fólki með hættulega undirliggjandi sjúkdóma. Svo reynum að skoða hvort viðkomandi sé í jaðarhóp og þurfi húsaskjól þess vegna. Það eru ýmis atriði sem við þurfum að meta en oft er þetta erfitt,“ segir Gylfi Þór. En hvað gerist núna þegar það fyllist allt? „Það er nefnilega stóra spurningin. Þetta er nefnilega svolítið erfitt við að eiga. Flest hótel eru full eða í notkun en ég hef vilyrði fyrir hóteli núna í byrjun janúar. Annaðhvort verðum við að reyna að þreyja þorrann þangað til, með einhverjum hætti, eða þá grípa til einhverra aðgerða milli jóla og nýárs. Það verður svolítið að koma í ljós.“ „Ætli það séu ekki einhver þrjátíu herbergi eftir“ Aðspurður segist hann vona að fólk fari að útskrifast í millitíðinni en telur að fjöldi útskrifta verði aldrei svo margar miðað við fjölda smita og innlagna síðustu daga. Starfsfólk farsóttarhúsanna verður á fullu í dag á hlaupum með pakka til gesta og reyni sitt allra besta til að létta gestum á farsóttarhúsum lundina. „Við erum komin með núna yfir 200 gesti og þeim mun fara fjölgandi í dag. Það eru núna 205 og fleiri á leiðinni. Þau [herbergin] eru bara af mjög skornum skammti. Ætli það séu ekki einhver þrjátíu herbergi eftir. Eitthvað svoleiðis,“ segir Gylfi Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Töluvert af börnum í farsóttahúsum yfir jólin Tæplega sex þúsund manns verða í einangrun eða sóttkví um jólin og mun hluti þeirra dvelja í farsóttahúsunum yfir hátíðirnar fjarri fjölskyldu og vinum. 23. desember 2021 22:14 Nýtt met: 448 greindust innanlands Í gær greindust 488 með Covid-19 hér á landi. Þar af greindust 448 innanlands, sem er hæsti fjöldi innanlandssmita sem greinst hefur á einum degi. Á landamærunum greindust 40 manns. 24. desember 2021 09:29 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Settu bílslys á svið Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Sjá meira
Töluvert af börnum í farsóttahúsum yfir jólin Tæplega sex þúsund manns verða í einangrun eða sóttkví um jólin og mun hluti þeirra dvelja í farsóttahúsunum yfir hátíðirnar fjarri fjölskyldu og vinum. 23. desember 2021 22:14
Nýtt met: 448 greindust innanlands Í gær greindust 488 með Covid-19 hér á landi. Þar af greindust 448 innanlands, sem er hæsti fjöldi innanlandssmita sem greinst hefur á einum degi. Á landamærunum greindust 40 manns. 24. desember 2021 09:29