Ömurlegt gengi Lakers og Knicks heldur áfram | Sjáðu sýninguna hjá Curry Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2021 12:00 Stephen Curry var sjóðandi heitur í nótt. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Alls fóru 11 leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Ömurlegt gengi Los Angeles Lakers og New York Knicks heldur áfram á meðan Stephen Curry skoraði 46 stig í sigri Golden State Warriors. Kemba Walker átti frábæran leik er Knicks mætti Washington Wizards. Því miður fyrir Kemba voru liðsfélagar hans ekki jafn sprækir og Galdramennirnir frá Washington unnu sjö stiga sigur, lokatölur 124-117. Kemba skoraði 44 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í liði Knicks. Þar á eftir kom Julius Randle með 23 stig en hann tók einnig 9 fráköst. Hjá Galdramönnunum voru fimm leikmenn með 15 stig eða meira. Spencer Dinwiddie var stigahæstur með 21 stig en hann gaf einnig 12 stoðsendingar. Lakers tapaði fjórða leiknum í röð er liðið steinlá gegn San Antonio Spurs. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en gamalt Lakers-liðið sprakk gjörsamlega í síðasta fjórðung, hann tapaði 33-18 og leikurinn þar með 28 stiga mun, lokatölur 138-110 Spurs í vil. Lakers eru nú komnir undir hið fræga .500 viðmið en liðið hefur nú tapað fleiri leikjum (17) en það hefur unnið (16). Anthony Davis verður frá næsta mánuðinn eða svo og möguleikar Lakers á að komast í úrslitakeppnina eru nú í hættu. LeBron James gerði sitt besta að venju en hann skoraði 36 stig fyrir Lakers. Þar á eftir kom Russell Westbrook með 30 stig. Keita Bates-Diop skoraði 30 stig á aðeins 27 mínútum í liði Spurs. 30 PTS11-for-11@spurs WA career-high and perfect shooting night from Keita Bates-Diop (@KBD_33) leads San Antonio to victory pic.twitter.com/lEWoQrxhW4— NBA (@NBA) December 24, 2021 Stephen Curry var í jólaskapi er Stríðsmennirnir mættu Skógarbjörnunum frá Memphis. Curry skoraði 46 stig í níu stiga sigri sinna manna, lokatölur 113-104. Alls setti þessi magnaði leikmaður niður 8 þriggja stiga körfur ásamt því að skora úr öllum 12 vítaskotum sínum. Gary Payton II skoraði svo 22 stig í liði Golden State en enginn annar leikmaður liðsins komst í tveggja stafa tölu. Ja Morant var stigahæstur í liði Memphis með 21 stig. Another night, another 40-PT performance from @StephenCurry30 Take a look back at the BEST buckets from his NBA-leading FIVE 40+ PT games this season! pic.twitter.com/yrYriPuoPf— NBA (@NBA) December 24, 2021 Donovan Mitchell skoraði 28 stig er Utah Jazz vann 12 stiga sigur á Minnesota Timberwolves, lokatölur 128-116. Rudy Gobert skoraði 20 stig fyrir Jazz og tók hvorki meira né minna en 17 fráköst. Hjá Timberwolves skoraði Malik Beasley 33 stig á meðan D‘Angelo Russell skoraði 19 stig og tók 14 fráköst. Nikola Jokić skoraði 29 stig og tók 21 frákast í enn einu tapi Denver Nuggets en liðið tapaði að þessu sinni með átta stiga mun gegn Charlotte Hornets, lokatölur 115-108 Hornets í vil. Devin Booker skoraði 30 stig í þægilegum Sigri Phoenix Suns á Oklahoma City Thunder. 30-piece from @DevinBook The #1 in the West @Suns pick up their 5th-straight win behind Devin Booker's 30 PTS, 7 REB and 7 AST! pic.twitter.com/ZYSosGqzph— NBA (@NBA) December 24, 2021 Þá léku hvorki Giannis Antetokounmpo né Luka Dončić er meistarar Milwaukee Bucks lögðu Dallas Mavericks. Önnur úrslit Indiana Pacers 118-106 Houston Rockets Orlando Magic 104-110 New Orleans Pelicans Miami Heat 115-112 Detroit Pistons Atlanta Hawks 98-96 Philadelphia 76ers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Kemba Walker átti frábæran leik er Knicks mætti Washington Wizards. Því miður fyrir Kemba voru liðsfélagar hans ekki jafn sprækir og Galdramennirnir frá Washington unnu sjö stiga sigur, lokatölur 124-117. Kemba skoraði 44 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í liði Knicks. Þar á eftir kom Julius Randle með 23 stig en hann tók einnig 9 fráköst. Hjá Galdramönnunum voru fimm leikmenn með 15 stig eða meira. Spencer Dinwiddie var stigahæstur með 21 stig en hann gaf einnig 12 stoðsendingar. Lakers tapaði fjórða leiknum í röð er liðið steinlá gegn San Antonio Spurs. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en gamalt Lakers-liðið sprakk gjörsamlega í síðasta fjórðung, hann tapaði 33-18 og leikurinn þar með 28 stiga mun, lokatölur 138-110 Spurs í vil. Lakers eru nú komnir undir hið fræga .500 viðmið en liðið hefur nú tapað fleiri leikjum (17) en það hefur unnið (16). Anthony Davis verður frá næsta mánuðinn eða svo og möguleikar Lakers á að komast í úrslitakeppnina eru nú í hættu. LeBron James gerði sitt besta að venju en hann skoraði 36 stig fyrir Lakers. Þar á eftir kom Russell Westbrook með 30 stig. Keita Bates-Diop skoraði 30 stig á aðeins 27 mínútum í liði Spurs. 30 PTS11-for-11@spurs WA career-high and perfect shooting night from Keita Bates-Diop (@KBD_33) leads San Antonio to victory pic.twitter.com/lEWoQrxhW4— NBA (@NBA) December 24, 2021 Stephen Curry var í jólaskapi er Stríðsmennirnir mættu Skógarbjörnunum frá Memphis. Curry skoraði 46 stig í níu stiga sigri sinna manna, lokatölur 113-104. Alls setti þessi magnaði leikmaður niður 8 þriggja stiga körfur ásamt því að skora úr öllum 12 vítaskotum sínum. Gary Payton II skoraði svo 22 stig í liði Golden State en enginn annar leikmaður liðsins komst í tveggja stafa tölu. Ja Morant var stigahæstur í liði Memphis með 21 stig. Another night, another 40-PT performance from @StephenCurry30 Take a look back at the BEST buckets from his NBA-leading FIVE 40+ PT games this season! pic.twitter.com/yrYriPuoPf— NBA (@NBA) December 24, 2021 Donovan Mitchell skoraði 28 stig er Utah Jazz vann 12 stiga sigur á Minnesota Timberwolves, lokatölur 128-116. Rudy Gobert skoraði 20 stig fyrir Jazz og tók hvorki meira né minna en 17 fráköst. Hjá Timberwolves skoraði Malik Beasley 33 stig á meðan D‘Angelo Russell skoraði 19 stig og tók 14 fráköst. Nikola Jokić skoraði 29 stig og tók 21 frákast í enn einu tapi Denver Nuggets en liðið tapaði að þessu sinni með átta stiga mun gegn Charlotte Hornets, lokatölur 115-108 Hornets í vil. Devin Booker skoraði 30 stig í þægilegum Sigri Phoenix Suns á Oklahoma City Thunder. 30-piece from @DevinBook The #1 in the West @Suns pick up their 5th-straight win behind Devin Booker's 30 PTS, 7 REB and 7 AST! pic.twitter.com/ZYSosGqzph— NBA (@NBA) December 24, 2021 Þá léku hvorki Giannis Antetokounmpo né Luka Dončić er meistarar Milwaukee Bucks lögðu Dallas Mavericks. Önnur úrslit Indiana Pacers 118-106 Houston Rockets Orlando Magic 104-110 New Orleans Pelicans Miami Heat 115-112 Detroit Pistons Atlanta Hawks 98-96 Philadelphia 76ers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum