„Þau eru bara fúl að vera ekki boðið“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. desember 2021 19:15 Gunnar Örn, dætur hans tvær og Sigurður Hólm kunnu vel að meta kæsta skötuna. Vísir Fólk sem fussar og sveiar yfir þeim sem njóta skötunnar er bara fúlt yfir því að vera ekki boðið með. Þetta segir einn af fjölmörgum unnendum skötunnar sem var á borðum í margri skötuveislunni í dag. Á Laugáasi í Laugardalnum byrjaði fólk að mæta í skötuna um ellefuleytið. „En það eru mun færri sem að koma núna en undanfarin ár vegna Covid. Það hafa verið þónokkrar afpantanir, í morgun, og verði mjög leitt að geta ekki komið. Þetta er gömul hefð hjá mörgum,“ segir Ragnar Guðmundsson eigandi Lauga-áss. Lauga-ás var einn fjölmargra veitingastaða sem fékk undanþágu frá heilbrigðisráðuneytinu til að halda fimmtíu manna hólf út Þorláksmessu. Gunnar Örn Ólafsson var ekki að fá sér skötu í fyrsta skipti og sannarlega ekki í það síðasta. „Hún er bara stórkostleg einu orði sagt. Ein er svo rosalega sterk að maður þarf að anda frá sér til að geta borðað hana,“ segir Gunnar Örn sem sat að snæðingi með börnum sínum þremur og góðum vini. „Pabbi er bara farinn að grenja,“ segir Þórunn dóttir hans í gríni og Gunnar tekur undir: „Það liggur við.“ Jóna Vigfúsdóttir kann vel að meta skötuna. „Þetta er ótrúlega gott, þrátt fyrir lykt.“ Allir við borð Gunnars kunnu vel að meta þennan umdeilda fiskrétt. „Alveg meiriháttar. Þetta er það sem maður þarf að gera fyrir jólin. Að fá sér skötuna, svo koma jólin,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson. „Þetta er hluti af hefðinni. Maður er alinn upp við þetta,“ bætir Þórunn við. Sumir gestir á Lauga-ási ætluðu ekkert að fá sér Skötu. Fiskur í gratín var á boðstólnum hjá feðgunum Benedikt Svavarssyni og Svavari Benediktssyni. Þeir tjáðu fréttamanni að það væri jólalegt að koma á Lauga-ás á Þorláksmessu, í skötuveislu, þótt þeir veldu ekki skötuna á diskinn sinn. Hallfríður Vigfúsdóttir, systir Jónu, var klædd í jólavesti sem hún sagði að færi beint í þvott eftir skötuveisluna. Eins og eflaust fleiri flíkur sem fólk klæddist í skötuveislunni. „Mér var vinsamlegast tilkynnt að ég skildi fara í sturtu áður en ég hitti restina af fjölskyldunni,“ segir Hallfríður og hlær. En hvað með alla þá sem segja að skatan sé ekkert góð? Fólk sem borði hana sé bara að ljúga. „Þau eru bara fúl að vera ekki boðið,“ segir Gunnar Örn. Ragnar eigandi man þá tíð þegar skatan var borin fram á hverjum laugardegi. Það var upp úr miðri síðustu öld þegar hann reiddi fram mat á Hressingarskálanum og svo síðar á sjónum. Honum hugnast ekki að byrja á því aftur. „Nei, ég held ekki. Maður fékk nóg af því þá.“ Jól Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Á Laugáasi í Laugardalnum byrjaði fólk að mæta í skötuna um ellefuleytið. „En það eru mun færri sem að koma núna en undanfarin ár vegna Covid. Það hafa verið þónokkrar afpantanir, í morgun, og verði mjög leitt að geta ekki komið. Þetta er gömul hefð hjá mörgum,“ segir Ragnar Guðmundsson eigandi Lauga-áss. Lauga-ás var einn fjölmargra veitingastaða sem fékk undanþágu frá heilbrigðisráðuneytinu til að halda fimmtíu manna hólf út Þorláksmessu. Gunnar Örn Ólafsson var ekki að fá sér skötu í fyrsta skipti og sannarlega ekki í það síðasta. „Hún er bara stórkostleg einu orði sagt. Ein er svo rosalega sterk að maður þarf að anda frá sér til að geta borðað hana,“ segir Gunnar Örn sem sat að snæðingi með börnum sínum þremur og góðum vini. „Pabbi er bara farinn að grenja,“ segir Þórunn dóttir hans í gríni og Gunnar tekur undir: „Það liggur við.“ Jóna Vigfúsdóttir kann vel að meta skötuna. „Þetta er ótrúlega gott, þrátt fyrir lykt.“ Allir við borð Gunnars kunnu vel að meta þennan umdeilda fiskrétt. „Alveg meiriháttar. Þetta er það sem maður þarf að gera fyrir jólin. Að fá sér skötuna, svo koma jólin,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson. „Þetta er hluti af hefðinni. Maður er alinn upp við þetta,“ bætir Þórunn við. Sumir gestir á Lauga-ási ætluðu ekkert að fá sér Skötu. Fiskur í gratín var á boðstólnum hjá feðgunum Benedikt Svavarssyni og Svavari Benediktssyni. Þeir tjáðu fréttamanni að það væri jólalegt að koma á Lauga-ás á Þorláksmessu, í skötuveislu, þótt þeir veldu ekki skötuna á diskinn sinn. Hallfríður Vigfúsdóttir, systir Jónu, var klædd í jólavesti sem hún sagði að færi beint í þvott eftir skötuveisluna. Eins og eflaust fleiri flíkur sem fólk klæddist í skötuveislunni. „Mér var vinsamlegast tilkynnt að ég skildi fara í sturtu áður en ég hitti restina af fjölskyldunni,“ segir Hallfríður og hlær. En hvað með alla þá sem segja að skatan sé ekkert góð? Fólk sem borði hana sé bara að ljúga. „Þau eru bara fúl að vera ekki boðið,“ segir Gunnar Örn. Ragnar eigandi man þá tíð þegar skatan var borin fram á hverjum laugardegi. Það var upp úr miðri síðustu öld þegar hann reiddi fram mat á Hressingarskálanum og svo síðar á sjónum. Honum hugnast ekki að byrja á því aftur. „Nei, ég held ekki. Maður fékk nóg af því þá.“
Jól Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira