Pútín ítrekar kröfur gagnvart Austur-Evrópu Heimir Már Pétursson skrifar 23. desember 2021 20:00 Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti hittust fyrr á þessu ári. Fyrirhugað er að þeir fundi á ný í janúar um stöðu Úkraínu en Rússar hafa sett fram kröfur gagnvart NATO ríkjum sem áður tilheyrðu austurblokkinni sem verða að teljast óaðgengilegar. Getty/Peter Klaunzer Forseti Úkraínu vonar að endurnýjað vopnahlé frá því fyrr á þessu ári nái að draga úr spennu í samskiptunum við Rússa sem hafa verið á suðumarki undanfarin misseri. Pútín Rússlandsforseti ítrekaði kröfur sínar um afvopnum NATO ríkja í austri á árlegum marþonfundi með fréttamönnum í dag. Forseti Úkraínu greindi frá því í dag að friðarsamkomulag sem gert var fyrr á árinu milli uppreisnarmanna í Donbas héraði í austurhluta Úkraínu sem studdir eru af Rússum hafi verið endurnýjað. Það gæfi von um slökun í samskiptunum við Rússa sem og samskiptum Rússa og NATO. En leiðtogafundur forseta Bandaríkjanna og Rússlands er fyrirhugaður í janúar. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hélt sinn árlega maraþonfund með fréttamönnum í dag þar sem hann varaði NATO ríkin við því sem hann kallar útþenslustefnu í austri. „Við segjum hreint út: Það má engin frekari úrþennsla eiga sér stað á vegum NATO til austur. Hvað er það sem menn skilja ekki,“ spurði Pútín á fréttamannafundinum. Rússar hefðu ekki sett upp eldflaugar við landamærin að Bandaríkjunum eins og Bandaríkin hefðu gert í Póllandi og Rúmeníu, sem hvor tveggja eru fullvalda NATO ríki. Vladimír Pútín forseti Rússlands heldur árlega maraþon fund með fréttamönnum.AP/Alexander Zemlianichenko Pútín hefur hins vegar sent um hundrað þúsund hermenn að landamærunum að Úkraínu. Hann gagnrýnir að Bandaríkin sjái stjórnarher Úkraínu fyrir vopnum eins og eldflaugum sem geta grandað skriðdrekum og úkraínskir hermenn æfðu sig með á dögunum. Rússlandsforseti krefst þess að vestrænar NATO hersveitir verði kallaðar frá Eystrasaltsríkjunum og Póllandi sem eru aðildarríki að Atlantshafsbandalaginu. Þá krefst hann þess að NATO útiloki að Úkraína fái nokkru sinni aðild að bandalaginu. Heimsmynd Pútíns byggir á tímum kalda stríðsins þegar Sovétríkin voru samveldi fjölda ríkja sem sum hver eru komin í annað hvort eða bæði Evrópusambandið og NATO. Hann lítur á gömlu austur evrópuríkin sem áhrifasvæði Rússlands og vill ráðskast með stefnu þeirra. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu vill fá skýra og tímasetta áætlun frá NATO varðandi ósk Úkraínu um að ganga í bandalagið. Pútín Rússlandsforseti má hins vegar ekki til þess hugsa að enn eitt austur Evrópuríkið gangi í NATO.AP/forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ítreakaði aftur á móti stefnu í fyrradag stjórnvalda í Úkraínu í fyrradag. „Við viljum koma friðarferlinu í Donbas aftur af stað eiins fljótt og verða má. Endurheimta Krímskaga, fá aðild að Evrópusambandinu á næstu árum og fá mjög skýra og nákvæmt tímasetta áætlun frá NATO. Og við viljum að þetta gerist árið 2022,“ segir Zelenskyy. Afar bágborið ástand er í austurhéruðum Úkraínu. Rússneskir hermenn hafa barist þar með uppreisnarmönnum gegn stjórnarher Úkraínu frá árinu 2014 þegar Rússar innlimuðu Krímskaga. Rússland Úkraína NATO Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Segir Rússa tilbúna í átök Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir ríkisstjórn sína tilbúna til hernaðarátaka sýni vesturveldin óvinveittar aðgerðir vegna Úkraínudeilunnar. Pútín hefur lengi sakað Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið um að valda aukinni spennu nærri landamærum Rússlands. 21. desember 2021 13:29 Þorgerður Katrín segir hættulegt að verða við kröfum Rússa Formaður Viðreisnar sem jafnframt situr í utanríkismálanefnd segir að engin ein aðildarþjóð Atlantshafsbandalagsins geti ákveðið viðbrögð þess ef Rússar ráðast inn í Úkraínu. En breski varnarmálaráðherrann segir ósennilegt að NATO myndi senda hersveitir þangað Úkraínumönnum til varnar ef til innrásar kæmi. 19. desember 2021 14:28 Bretar segja að NATO hersveitir muni ekki verjast innrás í Úkraínu Afar ólíklegt er að Bretar og bandamenn þeirra í Atlantshafsbandalaginu myndu senda hersveitir til aðstoðar Úkraínumönnum ef Rússar réðust inn í landið að sögn Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands. 19. desember 2021 09:35 Rússar krefjast þess að NATO hverfi frá austur Evrópu Á sama tíma og rússneski herinn er grár fyrir járnum við landamærin að Úkraínu krefjast Rússar þess að NATO herir megi nánast ekki athafna sig í bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins í austur Evrópu. Úkraínumenn vilja hins vegar kasta sovéttímanum á öskuhauga sögunnar. 18. desember 2021 19:40 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Forseti Úkraínu greindi frá því í dag að friðarsamkomulag sem gert var fyrr á árinu milli uppreisnarmanna í Donbas héraði í austurhluta Úkraínu sem studdir eru af Rússum hafi verið endurnýjað. Það gæfi von um slökun í samskiptunum við Rússa sem og samskiptum Rússa og NATO. En leiðtogafundur forseta Bandaríkjanna og Rússlands er fyrirhugaður í janúar. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hélt sinn árlega maraþonfund með fréttamönnum í dag þar sem hann varaði NATO ríkin við því sem hann kallar útþenslustefnu í austri. „Við segjum hreint út: Það má engin frekari úrþennsla eiga sér stað á vegum NATO til austur. Hvað er það sem menn skilja ekki,“ spurði Pútín á fréttamannafundinum. Rússar hefðu ekki sett upp eldflaugar við landamærin að Bandaríkjunum eins og Bandaríkin hefðu gert í Póllandi og Rúmeníu, sem hvor tveggja eru fullvalda NATO ríki. Vladimír Pútín forseti Rússlands heldur árlega maraþon fund með fréttamönnum.AP/Alexander Zemlianichenko Pútín hefur hins vegar sent um hundrað þúsund hermenn að landamærunum að Úkraínu. Hann gagnrýnir að Bandaríkin sjái stjórnarher Úkraínu fyrir vopnum eins og eldflaugum sem geta grandað skriðdrekum og úkraínskir hermenn æfðu sig með á dögunum. Rússlandsforseti krefst þess að vestrænar NATO hersveitir verði kallaðar frá Eystrasaltsríkjunum og Póllandi sem eru aðildarríki að Atlantshafsbandalaginu. Þá krefst hann þess að NATO útiloki að Úkraína fái nokkru sinni aðild að bandalaginu. Heimsmynd Pútíns byggir á tímum kalda stríðsins þegar Sovétríkin voru samveldi fjölda ríkja sem sum hver eru komin í annað hvort eða bæði Evrópusambandið og NATO. Hann lítur á gömlu austur evrópuríkin sem áhrifasvæði Rússlands og vill ráðskast með stefnu þeirra. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu vill fá skýra og tímasetta áætlun frá NATO varðandi ósk Úkraínu um að ganga í bandalagið. Pútín Rússlandsforseti má hins vegar ekki til þess hugsa að enn eitt austur Evrópuríkið gangi í NATO.AP/forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ítreakaði aftur á móti stefnu í fyrradag stjórnvalda í Úkraínu í fyrradag. „Við viljum koma friðarferlinu í Donbas aftur af stað eiins fljótt og verða má. Endurheimta Krímskaga, fá aðild að Evrópusambandinu á næstu árum og fá mjög skýra og nákvæmt tímasetta áætlun frá NATO. Og við viljum að þetta gerist árið 2022,“ segir Zelenskyy. Afar bágborið ástand er í austurhéruðum Úkraínu. Rússneskir hermenn hafa barist þar með uppreisnarmönnum gegn stjórnarher Úkraínu frá árinu 2014 þegar Rússar innlimuðu Krímskaga.
Rússland Úkraína NATO Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Segir Rússa tilbúna í átök Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir ríkisstjórn sína tilbúna til hernaðarátaka sýni vesturveldin óvinveittar aðgerðir vegna Úkraínudeilunnar. Pútín hefur lengi sakað Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið um að valda aukinni spennu nærri landamærum Rússlands. 21. desember 2021 13:29 Þorgerður Katrín segir hættulegt að verða við kröfum Rússa Formaður Viðreisnar sem jafnframt situr í utanríkismálanefnd segir að engin ein aðildarþjóð Atlantshafsbandalagsins geti ákveðið viðbrögð þess ef Rússar ráðast inn í Úkraínu. En breski varnarmálaráðherrann segir ósennilegt að NATO myndi senda hersveitir þangað Úkraínumönnum til varnar ef til innrásar kæmi. 19. desember 2021 14:28 Bretar segja að NATO hersveitir muni ekki verjast innrás í Úkraínu Afar ólíklegt er að Bretar og bandamenn þeirra í Atlantshafsbandalaginu myndu senda hersveitir til aðstoðar Úkraínumönnum ef Rússar réðust inn í landið að sögn Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands. 19. desember 2021 09:35 Rússar krefjast þess að NATO hverfi frá austur Evrópu Á sama tíma og rússneski herinn er grár fyrir járnum við landamærin að Úkraínu krefjast Rússar þess að NATO herir megi nánast ekki athafna sig í bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins í austur Evrópu. Úkraínumenn vilja hins vegar kasta sovéttímanum á öskuhauga sögunnar. 18. desember 2021 19:40 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Segir Rússa tilbúna í átök Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir ríkisstjórn sína tilbúna til hernaðarátaka sýni vesturveldin óvinveittar aðgerðir vegna Úkraínudeilunnar. Pútín hefur lengi sakað Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið um að valda aukinni spennu nærri landamærum Rússlands. 21. desember 2021 13:29
Þorgerður Katrín segir hættulegt að verða við kröfum Rússa Formaður Viðreisnar sem jafnframt situr í utanríkismálanefnd segir að engin ein aðildarþjóð Atlantshafsbandalagsins geti ákveðið viðbrögð þess ef Rússar ráðast inn í Úkraínu. En breski varnarmálaráðherrann segir ósennilegt að NATO myndi senda hersveitir þangað Úkraínumönnum til varnar ef til innrásar kæmi. 19. desember 2021 14:28
Bretar segja að NATO hersveitir muni ekki verjast innrás í Úkraínu Afar ólíklegt er að Bretar og bandamenn þeirra í Atlantshafsbandalaginu myndu senda hersveitir til aðstoðar Úkraínumönnum ef Rússar réðust inn í landið að sögn Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands. 19. desember 2021 09:35
Rússar krefjast þess að NATO hverfi frá austur Evrópu Á sama tíma og rússneski herinn er grár fyrir járnum við landamærin að Úkraínu krefjast Rússar þess að NATO herir megi nánast ekki athafna sig í bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins í austur Evrópu. Úkraínumenn vilja hins vegar kasta sovéttímanum á öskuhauga sögunnar. 18. desember 2021 19:40
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent