„Var aldrei að fara verða atvinnumaður en ætlaði að gera knattspyrnuna að atvinnu minni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2021 08:00 Freyr Alexandersson hefur þrátt fyrir ungan aldur stýrt A-landsliði kvenna og verið aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. Hann telur að hann muni vinna fyrir KSÍ á nýjan leik þegar fram líða stundir. vísir/vilhelm Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í dönsku B-deildinni í knattspyrnu, hefur þrátt fyrir ungan aldur áorkað miklu hér á landi sem og erlendis. Hann segist eiga Elísabetu Gunnarsdóttur mikið að þakka sem og æskuárunum í Fellahverfinu. Þrátt fyrir að vera aðeins 39 ára gamall hefur Freyr unnið Íslands- og bikarmeistaratitla með kvennaliði Vals, farið með íslenska kvennalandsliðið á EM og verið hluti af teymi karlalandsliðsins á EM og HM. Hann var svo aðstoðarþjálfari er karlalandsliðið var örfáum mínútum frá því að tryggja sér sæti á EM nú í sumar og þá hefur hann þjálfað í Katar og nú í Danmörku. Freyr telur sig hafa verið mjög heppinn í gegnum tíðina en það er ljóst að hér er um ákveðinn einstakling að ræða sem hefur lagt gríðarlega mikið á sig. Hann ræddi við blaðamann í félagsheimili Lyngby nýverið en þrátt fyrir að leikmenn liðsins væru komnir í jólafrí var þjálfarateymið að vinna hörðum höndum að undirbúningi síðari hluta tímabilsins. Þjálfaraferill Freys hófst þegar hann var enn að spila með uppeldisfélagi sínu Leikni Reykjavík í 2. deildinni. Eftir að hafa þjálfað yngri flokka Leiknis þá fór hann til Vals þökk sé Elísabetu Gunnarsdóttur. Hún taldi greinilega að Freyr hefði eitthvað til brunns að bera. „Beta er úr Breiðholtinu og konan mín (Erla Súsanna Þórisdóttir) var einnig í Val á þessum tíma. Betu fannst eitthvað í mig spunnið og ég gleymi því aldrei þegar Jón Höskuldsson, formaður barna- og unglingaráðs á þeim tíma, keyrir heim til mín í Fellunum þar sem ég var að leigja íbúð í kjallaranum og lét mig skrifa undir þá og þegar. Valur vildi augljóslega fá mig,“ segir Freyr og hlær. „Ég hafði ekki gert neitt sem þjálfari en þegar Beta ætlar sér eitthvað þá gerir hún það. Ég var enn að spila þarna en vissi að fljótlega myndi ég hætta því. Það eru ákveðin tímamót þegar ég fer í Val. Þarna hef ég áhuga á kennslu og þjálfun en einnig lögreglunni. Ég fer í inntökupróf þar en fell á prófi í upphífingum,“ segir Freyr og hélt áfram að hlægja. Freyr var vægast sagt unglegur er hann tók við þjálfun Vals. Það kom ekki að sök þar sem liðið vann tvöfalt bæði árin hans sem þjálfari liðsins.Vísir „Ég kemst svo inn í Kennarháskólann á Laugarvatni á sama tíma og ég fæ að vita að ég kemst ekki að í Lögregluskólanum. Það er þarna sem ég ákveð að ég ætla að verða knattspyrnuþjálfari. Ég átti ekki möguleika á að verða atvinnumaður í knattspyrnu en ætlaði að gera knattspyrnuna að atvinnu minni.“ Skynsemin uppmáluð ákvað Freyr samt að taka kennsluréttindi þar sem líf þjálfarans er enginn dans á rósum. „Það er erfitt að fóta sig sem þjálfari og ég vildi vera með plan B ef allt færi á versta veg.“ Beta tók Frey svo inn í teymi meistaraflokks kvenna hjá Val. Eftir farsælt samstarf fór Elísabet til Svíþjóðar þar sem hún er enn í dag á meðan Freyr tók við Valsliðinu. Kornungur Freyr gerði sér lítið fyrir og stýrði liðinu til sigurs í deild og bikar bæði árin sem hann þjálfaði liðið. „Ég hefði aldrei fengið starf sem aðalþjálfari hjá karlaliði á Íslandi verandi svona ungur. Beta hafði mikil áhrif á minn feril á þessum tíma, hún gaf mér þennan stökkpall. Það hjálpaði líka mikið að vera með góða stjórn og frábæran leikmannahóp hjá knattspyrnudeild Vals, ég þakka þeim innilega traustið.“ Finnur ekki fyrir pressu „Það eru nokkrir þættir sem skilja rosalega mikið eftir sig á uppvaxtarárum mínum sem þjálfari. Það er annars vegar að vera í keppnisdrifnu umhverfi, pressa á að vinna titla og læra að höndla það frá degi eitt. Í dag finn ég ekki fyrir pressu, nema þeirri pressu sem ég set á sjálfan mig. Af hverju veit ég samt ekki.“ „Ég held það sé vegna þess að frá degi eitt hef ég verið með pressu á mér og lærði snemma hvernig á að meðhöndla hana. Svo er það að vera með metnaðarfullt afreksíþróttafólk í kringum mig, það var ákveðinn lærdómur fólginn í því.“ Hjá Val deildi Freyr skrifstofu með Óskari Bjarna Óskarssyni, þáverandi aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta. „Ég var á öxlinni á honum að soga allt til mín sem ég gat varðandi þjálffræði og reyndi að yfirfæra yfir á mína eigin þjálffræði. Það var mikil heppni að vera í þessu umhverfi á þessum tíma. Er mjög þakklátur í dag.“ Frá kvennaliði Vals yfir í karlalið Vals „Ég þurfi nýja áskorun. Einhverjar af stelpunum voru pottþétt ósáttar við mig en í minningunni var almennur skilningur og allt í góðu milli míns og leikmannahópsins.“ Freyr og Kristján Guðmundssons þjálfuðu karlalið Vals árin 2011 og 2012.Vísir/Daníel „Það voru erfiðir tímar hjá karlaliðinu á þessum tíma. Ég fékk traust frá stjórn félagsins til að hjálpa við að halda í það sem við vildum standa fyrir. Það var frábær tími og ég kynntist frábæru fólki í Kristjáni Guðmundssyni og fleirum.“ „Umhverfið skiptir mig öllu máli.“ „Ég sagði það snemma við konuna mína, þegar ég ákvað að gera knattspyrnu að atvinnu minni, að mér væri alveg sama hvort kynið ég þjálfaði eða á hvaða aldursbili. Ég vildi bara vinna í heilbrigðu og metnaðarfullu umhverfi sem ýtir við mér. Það skipti mig ekki neinu máli hvort ég væri að þjálfa konur eða karla, umhverfið skipti mig öllu máli og gerir enn.“ Endurkoman í Breiðholtið Eftir að hafa þjálfað Val hélt Freyr heim í Efra-Breiðholt þar sem hann tók við uppeldisfélaginu Leikni Reykjavík ásamt öðrum ungum þjálfara, Davíð Snorra Jónassyni. Freyr og Davíð Snorri tókst í raun hið ómögulega hjá Leikni.Vísir/Valli „Það var bara draumi líkast. Ég man að ári áður er Willum Þór (Þórsson, heilbrigðisráðherra í dag) ráðinn og Leiknir talaði ekki við mig. Ég sagði það aldrei við neinn – og hef aldrei sagt það við neinn – en ég var brjálaður.“ „Þarna er ég kominn með rosalega mikið sjálfstraust og reynslu. Þegar Leiknir talaði svo við mig var aldrei spurning hvert svarið yrði, var alltaf að fara taka þetta að mér. Ég var heppinn að fjölskylda mín var að reka Steypustöðina á sama tíma þar sem Leiknir gat ekki beint borgað hæstu launin. Ég gat unnið þar á móti, vona að ég hafi verið allt í lagi starfsmaður en ég vann ansi mikið fyrir Leikni á skrifstofu Steypustöðvarinnar.“ „Þetta var frábær tími! Þarna fór ég með allar þær hugmyndir sem ég hafði fengið hjá Val varðandi að búa til ákveðið umhverfi og heimfærði það yfir á hverfið mitt og klúbbinn minn. Fæ Davíð Snorra með mér sem ég þekkti nokkuð vel en við vorum ekki vinir á þessum tíma.“ „Við smullum vel saman, mynduðum hugmyndafræði og ég man eftir mörgum kvöldfundum í upphafi þar sem við vorum að búa til og þróa hugmyndafræðina okkar, þetta tveggja ára verkefni sem við lögðumst í. Að sjá þetta svo allt smella saman, fæ bara gæsahúð við að hugsa til baka.“ „Við tókum félag með lítinn sem engan pening, félag sem hafði verið í botnbaráttu í 1. deild og bjuggum til hugmyndafræði og kúltúr sem gekk upp. Það má segja að þessi hugmyndafræði sé enn að vissu leyti við lýði hjá Leikni. Ég veit að við skildum eitthvað gott eftir hjá félaginu. Ég er stoltur af því að sjá stjórn félagsins halda í það sem Leiknir stendur fyrir og gera það enn betur en áður.“ „Öll sú faglega vinna, að búa til lið og liðsheild ásamt því að sameina hverfið er eitthvað sem ég mun aldrei – ég hef upplifað stórkostlega hluti eftir þetta með landsliðunum – gleyma. Held að ég mundi aldrei upplifa neitt í líkingu við þetta aftur. Þetta var einstakt af því þetta stóð og stendur mér enn svo nærri.“ Freyr og Davíð Snorri hafa brallað margt í gegnum árin.Vísir/Tom „Mér og Davíð Snorra var báðum annt um að klára verkefnið sem var á undan okkar. Það sem Steini Gísla (Sigursteinn Gíslason), blessuð sé minning hans, ætlaði sér alltaf að gera en náði ekki að klára. Svo allt fólkið sem byggði klúbbinn og hélt honum á floti, þetta virkilega dreif okkur áfram,“ sagði Freyr að endingu en hann og Davíð Snorri stýrðu Leikni upp í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins. Í öðrum og þriðja hluta viðtalsins fer Freyr yfir tíma sinn með landsliðunum sem og ævintýrið í Katar og að lokum hvernig er að þjálfa lið í Danmörku sem á fleira sameiginlegt með Leikni Reykjavík heldur en aðeins Sævar Atla Magnússon. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Sjá meira
Þrátt fyrir að vera aðeins 39 ára gamall hefur Freyr unnið Íslands- og bikarmeistaratitla með kvennaliði Vals, farið með íslenska kvennalandsliðið á EM og verið hluti af teymi karlalandsliðsins á EM og HM. Hann var svo aðstoðarþjálfari er karlalandsliðið var örfáum mínútum frá því að tryggja sér sæti á EM nú í sumar og þá hefur hann þjálfað í Katar og nú í Danmörku. Freyr telur sig hafa verið mjög heppinn í gegnum tíðina en það er ljóst að hér er um ákveðinn einstakling að ræða sem hefur lagt gríðarlega mikið á sig. Hann ræddi við blaðamann í félagsheimili Lyngby nýverið en þrátt fyrir að leikmenn liðsins væru komnir í jólafrí var þjálfarateymið að vinna hörðum höndum að undirbúningi síðari hluta tímabilsins. Þjálfaraferill Freys hófst þegar hann var enn að spila með uppeldisfélagi sínu Leikni Reykjavík í 2. deildinni. Eftir að hafa þjálfað yngri flokka Leiknis þá fór hann til Vals þökk sé Elísabetu Gunnarsdóttur. Hún taldi greinilega að Freyr hefði eitthvað til brunns að bera. „Beta er úr Breiðholtinu og konan mín (Erla Súsanna Þórisdóttir) var einnig í Val á þessum tíma. Betu fannst eitthvað í mig spunnið og ég gleymi því aldrei þegar Jón Höskuldsson, formaður barna- og unglingaráðs á þeim tíma, keyrir heim til mín í Fellunum þar sem ég var að leigja íbúð í kjallaranum og lét mig skrifa undir þá og þegar. Valur vildi augljóslega fá mig,“ segir Freyr og hlær. „Ég hafði ekki gert neitt sem þjálfari en þegar Beta ætlar sér eitthvað þá gerir hún það. Ég var enn að spila þarna en vissi að fljótlega myndi ég hætta því. Það eru ákveðin tímamót þegar ég fer í Val. Þarna hef ég áhuga á kennslu og þjálfun en einnig lögreglunni. Ég fer í inntökupróf þar en fell á prófi í upphífingum,“ segir Freyr og hélt áfram að hlægja. Freyr var vægast sagt unglegur er hann tók við þjálfun Vals. Það kom ekki að sök þar sem liðið vann tvöfalt bæði árin hans sem þjálfari liðsins.Vísir „Ég kemst svo inn í Kennarháskólann á Laugarvatni á sama tíma og ég fæ að vita að ég kemst ekki að í Lögregluskólanum. Það er þarna sem ég ákveð að ég ætla að verða knattspyrnuþjálfari. Ég átti ekki möguleika á að verða atvinnumaður í knattspyrnu en ætlaði að gera knattspyrnuna að atvinnu minni.“ Skynsemin uppmáluð ákvað Freyr samt að taka kennsluréttindi þar sem líf þjálfarans er enginn dans á rósum. „Það er erfitt að fóta sig sem þjálfari og ég vildi vera með plan B ef allt færi á versta veg.“ Beta tók Frey svo inn í teymi meistaraflokks kvenna hjá Val. Eftir farsælt samstarf fór Elísabet til Svíþjóðar þar sem hún er enn í dag á meðan Freyr tók við Valsliðinu. Kornungur Freyr gerði sér lítið fyrir og stýrði liðinu til sigurs í deild og bikar bæði árin sem hann þjálfaði liðið. „Ég hefði aldrei fengið starf sem aðalþjálfari hjá karlaliði á Íslandi verandi svona ungur. Beta hafði mikil áhrif á minn feril á þessum tíma, hún gaf mér þennan stökkpall. Það hjálpaði líka mikið að vera með góða stjórn og frábæran leikmannahóp hjá knattspyrnudeild Vals, ég þakka þeim innilega traustið.“ Finnur ekki fyrir pressu „Það eru nokkrir þættir sem skilja rosalega mikið eftir sig á uppvaxtarárum mínum sem þjálfari. Það er annars vegar að vera í keppnisdrifnu umhverfi, pressa á að vinna titla og læra að höndla það frá degi eitt. Í dag finn ég ekki fyrir pressu, nema þeirri pressu sem ég set á sjálfan mig. Af hverju veit ég samt ekki.“ „Ég held það sé vegna þess að frá degi eitt hef ég verið með pressu á mér og lærði snemma hvernig á að meðhöndla hana. Svo er það að vera með metnaðarfullt afreksíþróttafólk í kringum mig, það var ákveðinn lærdómur fólginn í því.“ Hjá Val deildi Freyr skrifstofu með Óskari Bjarna Óskarssyni, þáverandi aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta. „Ég var á öxlinni á honum að soga allt til mín sem ég gat varðandi þjálffræði og reyndi að yfirfæra yfir á mína eigin þjálffræði. Það var mikil heppni að vera í þessu umhverfi á þessum tíma. Er mjög þakklátur í dag.“ Frá kvennaliði Vals yfir í karlalið Vals „Ég þurfi nýja áskorun. Einhverjar af stelpunum voru pottþétt ósáttar við mig en í minningunni var almennur skilningur og allt í góðu milli míns og leikmannahópsins.“ Freyr og Kristján Guðmundssons þjálfuðu karlalið Vals árin 2011 og 2012.Vísir/Daníel „Það voru erfiðir tímar hjá karlaliðinu á þessum tíma. Ég fékk traust frá stjórn félagsins til að hjálpa við að halda í það sem við vildum standa fyrir. Það var frábær tími og ég kynntist frábæru fólki í Kristjáni Guðmundssyni og fleirum.“ „Umhverfið skiptir mig öllu máli.“ „Ég sagði það snemma við konuna mína, þegar ég ákvað að gera knattspyrnu að atvinnu minni, að mér væri alveg sama hvort kynið ég þjálfaði eða á hvaða aldursbili. Ég vildi bara vinna í heilbrigðu og metnaðarfullu umhverfi sem ýtir við mér. Það skipti mig ekki neinu máli hvort ég væri að þjálfa konur eða karla, umhverfið skipti mig öllu máli og gerir enn.“ Endurkoman í Breiðholtið Eftir að hafa þjálfað Val hélt Freyr heim í Efra-Breiðholt þar sem hann tók við uppeldisfélaginu Leikni Reykjavík ásamt öðrum ungum þjálfara, Davíð Snorra Jónassyni. Freyr og Davíð Snorri tókst í raun hið ómögulega hjá Leikni.Vísir/Valli „Það var bara draumi líkast. Ég man að ári áður er Willum Þór (Þórsson, heilbrigðisráðherra í dag) ráðinn og Leiknir talaði ekki við mig. Ég sagði það aldrei við neinn – og hef aldrei sagt það við neinn – en ég var brjálaður.“ „Þarna er ég kominn með rosalega mikið sjálfstraust og reynslu. Þegar Leiknir talaði svo við mig var aldrei spurning hvert svarið yrði, var alltaf að fara taka þetta að mér. Ég var heppinn að fjölskylda mín var að reka Steypustöðina á sama tíma þar sem Leiknir gat ekki beint borgað hæstu launin. Ég gat unnið þar á móti, vona að ég hafi verið allt í lagi starfsmaður en ég vann ansi mikið fyrir Leikni á skrifstofu Steypustöðvarinnar.“ „Þetta var frábær tími! Þarna fór ég með allar þær hugmyndir sem ég hafði fengið hjá Val varðandi að búa til ákveðið umhverfi og heimfærði það yfir á hverfið mitt og klúbbinn minn. Fæ Davíð Snorra með mér sem ég þekkti nokkuð vel en við vorum ekki vinir á þessum tíma.“ „Við smullum vel saman, mynduðum hugmyndafræði og ég man eftir mörgum kvöldfundum í upphafi þar sem við vorum að búa til og þróa hugmyndafræðina okkar, þetta tveggja ára verkefni sem við lögðumst í. Að sjá þetta svo allt smella saman, fæ bara gæsahúð við að hugsa til baka.“ „Við tókum félag með lítinn sem engan pening, félag sem hafði verið í botnbaráttu í 1. deild og bjuggum til hugmyndafræði og kúltúr sem gekk upp. Það má segja að þessi hugmyndafræði sé enn að vissu leyti við lýði hjá Leikni. Ég veit að við skildum eitthvað gott eftir hjá félaginu. Ég er stoltur af því að sjá stjórn félagsins halda í það sem Leiknir stendur fyrir og gera það enn betur en áður.“ „Öll sú faglega vinna, að búa til lið og liðsheild ásamt því að sameina hverfið er eitthvað sem ég mun aldrei – ég hef upplifað stórkostlega hluti eftir þetta með landsliðunum – gleyma. Held að ég mundi aldrei upplifa neitt í líkingu við þetta aftur. Þetta var einstakt af því þetta stóð og stendur mér enn svo nærri.“ Freyr og Davíð Snorri hafa brallað margt í gegnum árin.Vísir/Tom „Mér og Davíð Snorra var báðum annt um að klára verkefnið sem var á undan okkar. Það sem Steini Gísla (Sigursteinn Gíslason), blessuð sé minning hans, ætlaði sér alltaf að gera en náði ekki að klára. Svo allt fólkið sem byggði klúbbinn og hélt honum á floti, þetta virkilega dreif okkur áfram,“ sagði Freyr að endingu en hann og Davíð Snorri stýrðu Leikni upp í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins. Í öðrum og þriðja hluta viðtalsins fer Freyr yfir tíma sinn með landsliðunum sem og ævintýrið í Katar og að lokum hvernig er að þjálfa lið í Danmörku sem á fleira sameiginlegt með Leikni Reykjavík heldur en aðeins Sævar Atla Magnússon.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Sjá meira