Segir málfrelsið og frelsi fjölmiðla undir í máli Assange Heimir Már Pétursson skrifar 22. desember 2021 19:20 Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra og Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks segja málfrelsið og frelsi fjölmiðla undir í máli Julian Assange ásamt auðvitð líf Assange sjálfs. Vísir/Vilhelm Ritstjóri WikiLeaks segir ómannúðlega meðferð breskra stjórnvalda á Julian Assange skipta alla sem láti málfrelsið og frjálsa fjölmiðla sig varða máli. Mótmælendur við breska sendiráðið kröfðust þess í dag að Assange verði sleppt úr haldi þegar í stað. „Hættið að ofsækja frelsið. Sleppið Julian Assange,“ hrópuðu um þrjátíu mótmælendur fyrir utan annars friðsælt sendiráð Bretlands í Reykjavík í dag. Þar stóð Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra þriðja daginn í röð en á mánudag afhenti hann bréf til sendiherrans með þessum kröfum. Í dag var Kristinn Hrafsson ritstjóri WikiLeaks einnig mættur á staðinn. „Bandaríkjamenn krefjast þess að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér 170 ára fangelsi. Við ætlum ekki að láta þetta yfir okkur ganga og ég segi okkur vegna þess að þetta mál kemur okkur öllum við,“ sagði Ögmundur Julian Assange hefur verið í einangrun í mesta öryggisfangelsi Breta frá því lögregla ruddist inn í sendiráð Ekvador í Lundúnum í apríl 2019 og handtók hann. Ritstjóri WikiLeaks segir einangrunina eðlilega farna að draga mjög af honum. Mótmæli sem þessi skipti máli. Kristinn Hrafnsson hefur árum saman barist fyrir frelsi Julian Assange. Hann segir ekkert að marka útgefin loforð bandaríkjastjórnar um mánnúðlega meðferð verði Assange framseldur til Bandaríkjanna.Vísir/Vilhelm „Það verður að mótmæla þessu. Eins og Ögmundur segir þá er málfrelsið undir. Frelsi fjölmiðla er undir. Líf einstaklings er einnig undir sem er nú að fara að eyða sínum þriðju jólum í mesta öryggisfangelsi Bretlands fjarri fjölskyldu sinni. Fyrir þann eina glæp að stunda blaðamennsku. Þannig að þetta er þitt mál, þetta er mitt mál, þetta er mál okkar allra,“ sagði Kristinn. Hinn 10. desember snéri Hæstiréttur Bretlands við dómi um framsalskröfu Bandaríkjastjórnar og heimilaði að Assange verði framseldur. Kristinn og Ögmundur segja að íslensk stjórnvöld eigi að láta í sér heyra. „Taka opinberlega undir kröfu okkar um að Julian Assange verði látinn laus úr fangelsi. Þetta á að vera útlátalaust fyrir íslensk stjórnvöld að gera og það ber þeim að gera,“ sagði Ögmundur Jónasson. Vaxandi þrýstingur væri um allan heim á stjórnvöld í Bretlandi að sleppa Assange. Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Ögmundur og Kristinn segja meðferðina á Assange ekkert annað en pyndingar Mótmælendur kröfuðst þess fyrir utan breska sendiráðið í dag að Julian Assange stofnandi WikiLeaks verði nú þegar látinn laus úr bresku fangelsi og þar með ekki framseldur til Bandaríkjana. Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra segir að þar biði hans allt að 170 ára fangelsi. 22. desember 2021 15:09 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
„Hættið að ofsækja frelsið. Sleppið Julian Assange,“ hrópuðu um þrjátíu mótmælendur fyrir utan annars friðsælt sendiráð Bretlands í Reykjavík í dag. Þar stóð Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra þriðja daginn í röð en á mánudag afhenti hann bréf til sendiherrans með þessum kröfum. Í dag var Kristinn Hrafsson ritstjóri WikiLeaks einnig mættur á staðinn. „Bandaríkjamenn krefjast þess að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér 170 ára fangelsi. Við ætlum ekki að láta þetta yfir okkur ganga og ég segi okkur vegna þess að þetta mál kemur okkur öllum við,“ sagði Ögmundur Julian Assange hefur verið í einangrun í mesta öryggisfangelsi Breta frá því lögregla ruddist inn í sendiráð Ekvador í Lundúnum í apríl 2019 og handtók hann. Ritstjóri WikiLeaks segir einangrunina eðlilega farna að draga mjög af honum. Mótmæli sem þessi skipti máli. Kristinn Hrafnsson hefur árum saman barist fyrir frelsi Julian Assange. Hann segir ekkert að marka útgefin loforð bandaríkjastjórnar um mánnúðlega meðferð verði Assange framseldur til Bandaríkjanna.Vísir/Vilhelm „Það verður að mótmæla þessu. Eins og Ögmundur segir þá er málfrelsið undir. Frelsi fjölmiðla er undir. Líf einstaklings er einnig undir sem er nú að fara að eyða sínum þriðju jólum í mesta öryggisfangelsi Bretlands fjarri fjölskyldu sinni. Fyrir þann eina glæp að stunda blaðamennsku. Þannig að þetta er þitt mál, þetta er mitt mál, þetta er mál okkar allra,“ sagði Kristinn. Hinn 10. desember snéri Hæstiréttur Bretlands við dómi um framsalskröfu Bandaríkjastjórnar og heimilaði að Assange verði framseldur. Kristinn og Ögmundur segja að íslensk stjórnvöld eigi að láta í sér heyra. „Taka opinberlega undir kröfu okkar um að Julian Assange verði látinn laus úr fangelsi. Þetta á að vera útlátalaust fyrir íslensk stjórnvöld að gera og það ber þeim að gera,“ sagði Ögmundur Jónasson. Vaxandi þrýstingur væri um allan heim á stjórnvöld í Bretlandi að sleppa Assange.
Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Ögmundur og Kristinn segja meðferðina á Assange ekkert annað en pyndingar Mótmælendur kröfuðst þess fyrir utan breska sendiráðið í dag að Julian Assange stofnandi WikiLeaks verði nú þegar látinn laus úr bresku fangelsi og þar með ekki framseldur til Bandaríkjana. Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra segir að þar biði hans allt að 170 ára fangelsi. 22. desember 2021 15:09 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Ögmundur og Kristinn segja meðferðina á Assange ekkert annað en pyndingar Mótmælendur kröfuðst þess fyrir utan breska sendiráðið í dag að Julian Assange stofnandi WikiLeaks verði nú þegar látinn laus úr bresku fangelsi og þar með ekki framseldur til Bandaríkjana. Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra segir að þar biði hans allt að 170 ára fangelsi. 22. desember 2021 15:09