Vanræksla í æsku og grípa hefði þurft mun fyrr inn í Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2021 15:05 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Vísir/Vilhelm 22 ára karlmaður hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvö kynferðisbrot og rán. Héraðsdómur segir nauðsynlegt að maðurinn leiti sér aðstoðar en hann glímir meðal annars við neysluvanda og persónuleikaröskun vegna ítrekaðra áfalla í æsku. Karlmaðurinn var sakfelldur fyrir að hafa átján ára gamall haft ítrekað kynferðismök við tæplega fimmtán ára stúlku. Þannig hefði hann haft kynferðisbrot gegn barni. Fram kom í dómnum að þau hefðu verið par og búið yfir sumarið 2017 á heimili foreldra stúlkunnar en þau voru þá kærustupar. Fékk hann að búa á heimilinu með leyfi foreldranna. Hann bar því við fyrir dómnum að hafa talið stúlkuna verið orðna 15 ára og þannig náð kynferðilegum lögaldri. Dómurinn taldi ósennilegt að hann hefði ekki vitað um aldur stúlkunnar og hefði mátt vita það. Jafnvel þótt stúlkan væri bráðþroska. Hefði hann látið sér í léttu rúmi liggja hver aldur stúlkunnar væri. Var hann sakfelldur og dæmdur til að greiða stúlkunni 200 þúsund krónur í bætur. Rán og brot gegn blygðunarsemi Var karlmaðurinn einnig ákærður fyrir rán í Hafnarfirði í febrúar 2020 með því að hafa veist að manni vopnaður hníf, tekið hálstaki og tekið af honum BOSE-heyratól og svarta hettupeysu. Hlaut þolandinn átta rispur á hálsi auk annarra eymsla. Karlmaðurinn játaði brot sitt. Þá var hann sakfelldur fyrir að hafa brotið gegn blygðunarsemi stúlku á gistiheimili árið 2018 með því að taka upp myndskeið af henni hafa munnmök við hann og dreifa myndskeiðinu á Snapchat. Karlmaðurinn neitaði sök fyrir dómi og sagðist ekkert kannast við atvik málsins. Var það í andstöðu við afdráttarlausan framburð hjá lögreglu þar sem hann viðurkenndi í frjálsri frásögn að hafa bæði tekið upp myndband og sent það áfram. Framburður stúlkunnar var trúverðugur og viðbrögð hennar sýndu hve misboðið henni var. Dómurinn mat breyttan framburð karlmannsins ótrúverðugan og í andstöðu við sönnunargögn. Karlmaðurinn lýsti því að hann myndi atvik illa enda verið í neyslu á umræddum tíma. Dómurinn taldi það sennilegt í ljósi atvika. Á svipuðum aldri Við mat á refsingu leit dómurinn til þess að samkvæmt lögum má lækka refsingu eða láta niður falla í kynferðisbrotamálum er varðar börn þegar gerandi og þolandi eru á svipuðum aldri og þroskastigi. Bæði skilyrði voru uppfyllt í þessu tilfelli að mati dómsins og ekki aðstöðumunur á ákærða og brotaþola í skilningi laganna. Var refsing hans felld niður í þessu máli. Varðandi blygðunarsemina leit dómurinn til þess að karlmaðurinn braut gegn kynferðislegri friðhelgi stúlkunnar og sjálfsákvörðunarrétti. Kæra var lögð fram í september 2018 en rannsókn málsins dróst meðal annars vegna þess að héraðssaksóknari endursendi málið til frekar rannsóknar. Þá var sakarefnið víðtækara. Ákæra var ekki gefin út fyrr en vorið 2021 og verður ákærða ekki kennt um seinaganginn, segir í dómnum. Með hliðsjón af þessu var refsing karlmannsins ákveðin tíu mánuðir í fangelsi en refsingu var frestað. Horft var til ungs aldurs og þess að hann hefur ekki áður verið dæmdur. Áföll í æsku Þá víkur dómurinn að aðstæðum karlmannsins sem þarfnist aðstoðar til að sporna gegn því að hann brjóti af sér á ný. Mun fyrr hefði þurft að grípa inn í atferli hans með markvissum stuðningi, meðferð og aðhaldi. Í ítarlegri matsgerð dómskvadds sálfræðings var vikið að vitsmunaþroska karlmannsins, ADHD-greiningu hans og fíkniefnaánetjun. Hann sé einnig með langtíma áfallastreituröskun vegna vanrækslu og ofbeldis í æsku sem hafi þróast í meiri persónuleikavanda. Ítrekuð tengslarof í æsku hafi valdið tengslaröskun sem hafi háð honum mjög. Allt hans félagslega umhverfi og stuðningur sé takmarkaður og sumpart skaðlegur. Karlmaðurinn hafi vegna aðstæðna sinna engan meðferðarlækni og af sömu ástæðum hafi hann ekki fengið nauðsynleg lyf. Telur dómurinn æskilegt og beinlínis nauðsynlegt að ákærði sæki sér sérhæfða aðstoð svo sem hjá sálfræðihópnum Taktu skrefið. Dóminn í heild má lesa hér. Dómsmál Réttindi barna Kynferðisofbeldi Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Sjá meira
Karlmaðurinn var sakfelldur fyrir að hafa átján ára gamall haft ítrekað kynferðismök við tæplega fimmtán ára stúlku. Þannig hefði hann haft kynferðisbrot gegn barni. Fram kom í dómnum að þau hefðu verið par og búið yfir sumarið 2017 á heimili foreldra stúlkunnar en þau voru þá kærustupar. Fékk hann að búa á heimilinu með leyfi foreldranna. Hann bar því við fyrir dómnum að hafa talið stúlkuna verið orðna 15 ára og þannig náð kynferðilegum lögaldri. Dómurinn taldi ósennilegt að hann hefði ekki vitað um aldur stúlkunnar og hefði mátt vita það. Jafnvel þótt stúlkan væri bráðþroska. Hefði hann látið sér í léttu rúmi liggja hver aldur stúlkunnar væri. Var hann sakfelldur og dæmdur til að greiða stúlkunni 200 þúsund krónur í bætur. Rán og brot gegn blygðunarsemi Var karlmaðurinn einnig ákærður fyrir rán í Hafnarfirði í febrúar 2020 með því að hafa veist að manni vopnaður hníf, tekið hálstaki og tekið af honum BOSE-heyratól og svarta hettupeysu. Hlaut þolandinn átta rispur á hálsi auk annarra eymsla. Karlmaðurinn játaði brot sitt. Þá var hann sakfelldur fyrir að hafa brotið gegn blygðunarsemi stúlku á gistiheimili árið 2018 með því að taka upp myndskeið af henni hafa munnmök við hann og dreifa myndskeiðinu á Snapchat. Karlmaðurinn neitaði sök fyrir dómi og sagðist ekkert kannast við atvik málsins. Var það í andstöðu við afdráttarlausan framburð hjá lögreglu þar sem hann viðurkenndi í frjálsri frásögn að hafa bæði tekið upp myndband og sent það áfram. Framburður stúlkunnar var trúverðugur og viðbrögð hennar sýndu hve misboðið henni var. Dómurinn mat breyttan framburð karlmannsins ótrúverðugan og í andstöðu við sönnunargögn. Karlmaðurinn lýsti því að hann myndi atvik illa enda verið í neyslu á umræddum tíma. Dómurinn taldi það sennilegt í ljósi atvika. Á svipuðum aldri Við mat á refsingu leit dómurinn til þess að samkvæmt lögum má lækka refsingu eða láta niður falla í kynferðisbrotamálum er varðar börn þegar gerandi og þolandi eru á svipuðum aldri og þroskastigi. Bæði skilyrði voru uppfyllt í þessu tilfelli að mati dómsins og ekki aðstöðumunur á ákærða og brotaþola í skilningi laganna. Var refsing hans felld niður í þessu máli. Varðandi blygðunarsemina leit dómurinn til þess að karlmaðurinn braut gegn kynferðislegri friðhelgi stúlkunnar og sjálfsákvörðunarrétti. Kæra var lögð fram í september 2018 en rannsókn málsins dróst meðal annars vegna þess að héraðssaksóknari endursendi málið til frekar rannsóknar. Þá var sakarefnið víðtækara. Ákæra var ekki gefin út fyrr en vorið 2021 og verður ákærða ekki kennt um seinaganginn, segir í dómnum. Með hliðsjón af þessu var refsing karlmannsins ákveðin tíu mánuðir í fangelsi en refsingu var frestað. Horft var til ungs aldurs og þess að hann hefur ekki áður verið dæmdur. Áföll í æsku Þá víkur dómurinn að aðstæðum karlmannsins sem þarfnist aðstoðar til að sporna gegn því að hann brjóti af sér á ný. Mun fyrr hefði þurft að grípa inn í atferli hans með markvissum stuðningi, meðferð og aðhaldi. Í ítarlegri matsgerð dómskvadds sálfræðings var vikið að vitsmunaþroska karlmannsins, ADHD-greiningu hans og fíkniefnaánetjun. Hann sé einnig með langtíma áfallastreituröskun vegna vanrækslu og ofbeldis í æsku sem hafi þróast í meiri persónuleikavanda. Ítrekuð tengslarof í æsku hafi valdið tengslaröskun sem hafi háð honum mjög. Allt hans félagslega umhverfi og stuðningur sé takmarkaður og sumpart skaðlegur. Karlmaðurinn hafi vegna aðstæðna sinna engan meðferðarlækni og af sömu ástæðum hafi hann ekki fengið nauðsynleg lyf. Telur dómurinn æskilegt og beinlínis nauðsynlegt að ákærði sæki sér sérhæfða aðstoð svo sem hjá sálfræðihópnum Taktu skrefið. Dóminn í heild má lesa hér.
Dómsmál Réttindi barna Kynferðisofbeldi Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent