Vivaldi fyrsti vafrinn fyrir Android Automotive OS Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2021 14:05 Vafrinn Vivaldi er nú í boði í Polestar 2 og er fyrst vafrinn sem fáanlegur er í Android-stýrikerfi fyrir bíla, Android Automotive OS. Um samstarf við sænska rafmagnsbílaframleiðandann Polestar er að ræða. Í tilkynningu frá Vivaldi segir að forsvarsmenn Polestar hafi viljað bregðast við kröfum eigenda bíla um að fá fullhlaðinn vafra í bílinn svo hægt væri að skoða netið þar eins og á öðrum tækjum. Frumkvöðullinn Jón von Tetzchner er forstjóri Vivaldi. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Osló en fyrirtækið er einnig með starfsstöð á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi og í Boston í Bandaríkjunum. „Við erum mjög stolt af því að kynna vafrann okkar fyrir bílum í fyrsta sinn og sérstaklega í samvinnu við bílategund eins og Polestar. Við deilum sömu sýn á tækni og sjálfbærni. Við metum gagnsæi, friðhelgi og ábyrga nýsköpun – Hér má líka nefna þá staðreynd að við erum með netþjónana okkar á Íslandi, sem er einmitt eitt af nýjustu markaðssvæðum Polestar. Við setjum markið hátt í samkeppninni á vaframarkaði og tökum Skandinavíska nálgun á hönnun, en hún byggir á trausti og því að hlusta á notendur okkar,” segir Jón Stephenson Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar segir Vivaldi kærkomna jólagjöf til notenda. „Nú eru í raun engin takmörk á því efni sem þú getur nálgast á netinu í Polestar 2. Nú getur þú notað Vivaldi til að streyma uppáhalds efninu þínu, fréttum og vefforritum beint úr bílnum.“ Þessi útgáfa Vivaldi er með öllum sömu eiginleikum og í öðrum tækjum. Má þar nefna flipavafra, innbyggða auglýsinga- og rekjaravörn, þýðingum, minnismiðum og samstillingu með dulkóðun. Í áðurnefndri tilkynningu segir að vegna öryggis sé einungis hægt að nota vafrann þegar bíllinn sé í kyrrstöðu. Þá haldi streymi á efni bara áfram með hljóði þegar akstur hefst. Bílar Tengdar fréttir Vivaldi með nýjungar til að forðast gagnasöfnun tæknirisa Í fréttatilkynningu frá Vivaldi segir að með nýrri útgáfu vafrans, Vivaldi 4.0 sem kynnt er til sögunnar í dag, bjóðist notendum enn fleiri þjónustur en áður sem gerir fólki kleift að forðast upplýsingaöflun gagnaheildsala og tæknirisa. 9. júní 2021 09:01 Ekki hægt að rekja neinar ferðir notenda Vivaldi vafrans „Nú sem aldrei fyrr þarfnast mannkynið vafra sem er opinn og virkar vel en er líka öruggur og veitir notendum friðhelgi" er meðal annars haft eftir Jóni von Tetzhner í tilkynningu frá Vivaldi. 22. apríl 2020 16:00 Jóni von Tetzchner er alveg sama hvað þú gerir á netinu Frumkvöðullinn segir rangt af stórfyrirtækjum eins og Apple, Google og Microsoft að safna og selja upplýsingar um notendur sína. 30. október 2018 09:00 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Í tilkynningu frá Vivaldi segir að forsvarsmenn Polestar hafi viljað bregðast við kröfum eigenda bíla um að fá fullhlaðinn vafra í bílinn svo hægt væri að skoða netið þar eins og á öðrum tækjum. Frumkvöðullinn Jón von Tetzchner er forstjóri Vivaldi. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Osló en fyrirtækið er einnig með starfsstöð á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi og í Boston í Bandaríkjunum. „Við erum mjög stolt af því að kynna vafrann okkar fyrir bílum í fyrsta sinn og sérstaklega í samvinnu við bílategund eins og Polestar. Við deilum sömu sýn á tækni og sjálfbærni. Við metum gagnsæi, friðhelgi og ábyrga nýsköpun – Hér má líka nefna þá staðreynd að við erum með netþjónana okkar á Íslandi, sem er einmitt eitt af nýjustu markaðssvæðum Polestar. Við setjum markið hátt í samkeppninni á vaframarkaði og tökum Skandinavíska nálgun á hönnun, en hún byggir á trausti og því að hlusta á notendur okkar,” segir Jón Stephenson Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar segir Vivaldi kærkomna jólagjöf til notenda. „Nú eru í raun engin takmörk á því efni sem þú getur nálgast á netinu í Polestar 2. Nú getur þú notað Vivaldi til að streyma uppáhalds efninu þínu, fréttum og vefforritum beint úr bílnum.“ Þessi útgáfa Vivaldi er með öllum sömu eiginleikum og í öðrum tækjum. Má þar nefna flipavafra, innbyggða auglýsinga- og rekjaravörn, þýðingum, minnismiðum og samstillingu með dulkóðun. Í áðurnefndri tilkynningu segir að vegna öryggis sé einungis hægt að nota vafrann þegar bíllinn sé í kyrrstöðu. Þá haldi streymi á efni bara áfram með hljóði þegar akstur hefst.
Bílar Tengdar fréttir Vivaldi með nýjungar til að forðast gagnasöfnun tæknirisa Í fréttatilkynningu frá Vivaldi segir að með nýrri útgáfu vafrans, Vivaldi 4.0 sem kynnt er til sögunnar í dag, bjóðist notendum enn fleiri þjónustur en áður sem gerir fólki kleift að forðast upplýsingaöflun gagnaheildsala og tæknirisa. 9. júní 2021 09:01 Ekki hægt að rekja neinar ferðir notenda Vivaldi vafrans „Nú sem aldrei fyrr þarfnast mannkynið vafra sem er opinn og virkar vel en er líka öruggur og veitir notendum friðhelgi" er meðal annars haft eftir Jóni von Tetzhner í tilkynningu frá Vivaldi. 22. apríl 2020 16:00 Jóni von Tetzchner er alveg sama hvað þú gerir á netinu Frumkvöðullinn segir rangt af stórfyrirtækjum eins og Apple, Google og Microsoft að safna og selja upplýsingar um notendur sína. 30. október 2018 09:00 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Vivaldi með nýjungar til að forðast gagnasöfnun tæknirisa Í fréttatilkynningu frá Vivaldi segir að með nýrri útgáfu vafrans, Vivaldi 4.0 sem kynnt er til sögunnar í dag, bjóðist notendum enn fleiri þjónustur en áður sem gerir fólki kleift að forðast upplýsingaöflun gagnaheildsala og tæknirisa. 9. júní 2021 09:01
Ekki hægt að rekja neinar ferðir notenda Vivaldi vafrans „Nú sem aldrei fyrr þarfnast mannkynið vafra sem er opinn og virkar vel en er líka öruggur og veitir notendum friðhelgi" er meðal annars haft eftir Jóni von Tetzhner í tilkynningu frá Vivaldi. 22. apríl 2020 16:00
Jóni von Tetzchner er alveg sama hvað þú gerir á netinu Frumkvöðullinn segir rangt af stórfyrirtækjum eins og Apple, Google og Microsoft að safna og selja upplýsingar um notendur sína. 30. október 2018 09:00