Megas eftir sem áður á heiðurslaunum listamanna Jakob Bjarnar skrifar 22. desember 2021 10:31 Samkvæmt heimildum Vísis voru nokkrir nefndarmanna í amen á því að vert væri að taka Megas af heiðurslaunum listamanna en lögin eru býsna skýr með það að þeim sem hlotnast heiðurslaun eru á þeim til æviloka. Megas verður því áfram á heiðurslaunum en engum nýjum verður bætt á lista í bráð. Tónlistarmaðurinn Megas verður áfram á heiðurslaunum listamanna en til greina kom að hann yrði sviptur laununum vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ekki verður fleirum bætt á lista yfir þá sem þiggja heiðurslaun listamanna. Allsherjar og menntamálanefnd (amen) hefur ákveðið að ekki verði hróflað við lista yfir þá listamenn sem hljóta heiðurslaun listamanna. Þetta þýðir að ekki verður bætt á lista en samkvæmt lögum má Alþingi árlega veita allt að 25 listamönnum heiðurslaun á fjárlögum. Tveir þeirra sem voru á lista féllu frá á árinu, þau Jón Sigurbjörnsson leikari og söngvari og Vilborg Dagbjartsdóttir rithöfundur. Enginn kemur í þeirra stað sem þýðir að á næsta ári verða 23 listamenn sem þiggja heiðurslaun. Sjá má lista yfir þá sem voru á lista á árinu neðst í greininni. Skiptar skoðanir um Megasarmál í amen Eins og Vísir hefur greint frá hefur Mugison gengist fyrir því að Magnúsi Eiríkssyni tónlistarmanni hlotnist þessi laun. Samkvæmt þessu verður Mugison og öðrum velunnurum Magnúsar ekki að ósk sinni. Og þá þýðir þetta jafnframt það að tónlistarmaðurinn Megas verður eftir sem áður á lista. Vísir greindi frá því á dögunum að skiptar skoðanir væru um það innan amen hvort það væri forsvaranlegt að Megas væri á þessum lista yfir valinkunna heiðurslaunalistamenn eftir að fram komu ásakanir á hendur honum, er varða kynferðislegt ofbeldi. Bryndís Haraldsdóttir, formaður amen, vill ekki staðfesta að komið hafi til tals að víkja Megasi af lista. „En það voru ræddir allskonar vinklar. Nokkuð ljóst er að lögin eru tiltölulega skýr um það að þeir sem eru á listanum verði það til æviloka, allaveganna eins og þau eru í dag,“ segir Bryndís í samtali við Vísi. Hún segir að frá amen muni koma fram breytingartillaga við fjárlög eins og hefð fyrir en hún gangi út á, sem fyrr segir að enginn nýr bætist við lista. „Það hefur verið mikil umræða í nefndinni enda er þessi nefnd glæný og er að koma að þessu verkefni í fyrsta skipti. Við höfum skipst á skoðunum en erum öll sammála um að ráðast í breytingar á lögunum og verklag í kringum þau. Það mun verða okkar fyrsta verk á nýju ári að hefja endurskoðun laganna.“ Til stendur að breyta lögum um heiðurslaunin Bryndís segir að lögin séu ekki skýr um margt en þau séu nokkuð skýr hvað það varðar að heiðurslaun hljóti listamaðurinn til æviloka, að horft sé til beggja kynja og mismunandi listgreina. Bryndís Haraldsdóttir er formaður amen. Hún segir að miklar umræður hafi verið í nefndinni um heiðurslaun listamanna og stendur til að fara í gagngerar breytingar á lögum um þau og verklag allt.vísir/vilhelm „En engu að síður er samt sem áður kynjahalli og halli varðandi listgreinarnar. Það er líka þannig að mér finnst að við eigum að draga einhvern lærdóm af Metoo-byltingunni og í mínum huga er það svo þegar Alþingi heiðrar listamenn að þá þurfi að horfa til aðra þátta en afreka á listasviðinu.“ Bryndís segir það hins vegar flókna umræðu, listaverkin lifi áfram en annað mál sé hvort heiðra eigi listamennina sérstaklega ef svo ber undir. En var ekki rætt hvort ekki væri hreinlega vert að leggja þessi laun af? „Jújú, það hefur verið rætt og skiptar skoðanir um það; hvort launin eigi rétt á sér eða eigi að vera í öðru formi í dag. Allar þessar hugmyndir hafa komið upp í umræðunni og verður okkar verk að leysa úr. Ýmislegt breyst síðan þessi hefð var sett á á sínum tíma.“ 1. Bubbi Morthens 2. Erró 3. Friðrik Þór Friðriksson 4. Guðbergur Bergsson 5. Guðrún Ásmundsdóttir 6. Guðrún Helgadóttir 7. Gunnar Þórðarson 8. Hannes Pétursson 9. Hreinn Friðfinnsson 10. Jón Ásgeirsson 11. Jón Nordal 12. Jón Sigurbjörnsson 13. Jónas Ingimundarson 14. Kristbjörg Kjeld 15. Kristín Jóhannesdóttir 16. Magnús Pálsson 17. Matthías Johannessen 18. Megas 19. Steina Vasulka 20. Vigdís Grímsdóttir 21. Vilborg Dagbjartsdóttir 22. Þorbjörg Höskuldsdóttir 23. Þorgerður Ingólfsdóttir 24. Þráinn Bertelsson 25. Þuríður Pálsdóttir Alþingi Listamannalaun Kynferðisofbeldi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Allsherjar og menntamálanefnd (amen) hefur ákveðið að ekki verði hróflað við lista yfir þá listamenn sem hljóta heiðurslaun listamanna. Þetta þýðir að ekki verður bætt á lista en samkvæmt lögum má Alþingi árlega veita allt að 25 listamönnum heiðurslaun á fjárlögum. Tveir þeirra sem voru á lista féllu frá á árinu, þau Jón Sigurbjörnsson leikari og söngvari og Vilborg Dagbjartsdóttir rithöfundur. Enginn kemur í þeirra stað sem þýðir að á næsta ári verða 23 listamenn sem þiggja heiðurslaun. Sjá má lista yfir þá sem voru á lista á árinu neðst í greininni. Skiptar skoðanir um Megasarmál í amen Eins og Vísir hefur greint frá hefur Mugison gengist fyrir því að Magnúsi Eiríkssyni tónlistarmanni hlotnist þessi laun. Samkvæmt þessu verður Mugison og öðrum velunnurum Magnúsar ekki að ósk sinni. Og þá þýðir þetta jafnframt það að tónlistarmaðurinn Megas verður eftir sem áður á lista. Vísir greindi frá því á dögunum að skiptar skoðanir væru um það innan amen hvort það væri forsvaranlegt að Megas væri á þessum lista yfir valinkunna heiðurslaunalistamenn eftir að fram komu ásakanir á hendur honum, er varða kynferðislegt ofbeldi. Bryndís Haraldsdóttir, formaður amen, vill ekki staðfesta að komið hafi til tals að víkja Megasi af lista. „En það voru ræddir allskonar vinklar. Nokkuð ljóst er að lögin eru tiltölulega skýr um það að þeir sem eru á listanum verði það til æviloka, allaveganna eins og þau eru í dag,“ segir Bryndís í samtali við Vísi. Hún segir að frá amen muni koma fram breytingartillaga við fjárlög eins og hefð fyrir en hún gangi út á, sem fyrr segir að enginn nýr bætist við lista. „Það hefur verið mikil umræða í nefndinni enda er þessi nefnd glæný og er að koma að þessu verkefni í fyrsta skipti. Við höfum skipst á skoðunum en erum öll sammála um að ráðast í breytingar á lögunum og verklag í kringum þau. Það mun verða okkar fyrsta verk á nýju ári að hefja endurskoðun laganna.“ Til stendur að breyta lögum um heiðurslaunin Bryndís segir að lögin séu ekki skýr um margt en þau séu nokkuð skýr hvað það varðar að heiðurslaun hljóti listamaðurinn til æviloka, að horft sé til beggja kynja og mismunandi listgreina. Bryndís Haraldsdóttir er formaður amen. Hún segir að miklar umræður hafi verið í nefndinni um heiðurslaun listamanna og stendur til að fara í gagngerar breytingar á lögum um þau og verklag allt.vísir/vilhelm „En engu að síður er samt sem áður kynjahalli og halli varðandi listgreinarnar. Það er líka þannig að mér finnst að við eigum að draga einhvern lærdóm af Metoo-byltingunni og í mínum huga er það svo þegar Alþingi heiðrar listamenn að þá þurfi að horfa til aðra þátta en afreka á listasviðinu.“ Bryndís segir það hins vegar flókna umræðu, listaverkin lifi áfram en annað mál sé hvort heiðra eigi listamennina sérstaklega ef svo ber undir. En var ekki rætt hvort ekki væri hreinlega vert að leggja þessi laun af? „Jújú, það hefur verið rætt og skiptar skoðanir um það; hvort launin eigi rétt á sér eða eigi að vera í öðru formi í dag. Allar þessar hugmyndir hafa komið upp í umræðunni og verður okkar verk að leysa úr. Ýmislegt breyst síðan þessi hefð var sett á á sínum tíma.“ 1. Bubbi Morthens 2. Erró 3. Friðrik Þór Friðriksson 4. Guðbergur Bergsson 5. Guðrún Ásmundsdóttir 6. Guðrún Helgadóttir 7. Gunnar Þórðarson 8. Hannes Pétursson 9. Hreinn Friðfinnsson 10. Jón Ásgeirsson 11. Jón Nordal 12. Jón Sigurbjörnsson 13. Jónas Ingimundarson 14. Kristbjörg Kjeld 15. Kristín Jóhannesdóttir 16. Magnús Pálsson 17. Matthías Johannessen 18. Megas 19. Steina Vasulka 20. Vigdís Grímsdóttir 21. Vilborg Dagbjartsdóttir 22. Þorbjörg Höskuldsdóttir 23. Þorgerður Ingólfsdóttir 24. Þráinn Bertelsson 25. Þuríður Pálsdóttir
1. Bubbi Morthens 2. Erró 3. Friðrik Þór Friðriksson 4. Guðbergur Bergsson 5. Guðrún Ásmundsdóttir 6. Guðrún Helgadóttir 7. Gunnar Þórðarson 8. Hannes Pétursson 9. Hreinn Friðfinnsson 10. Jón Ásgeirsson 11. Jón Nordal 12. Jón Sigurbjörnsson 13. Jónas Ingimundarson 14. Kristbjörg Kjeld 15. Kristín Jóhannesdóttir 16. Magnús Pálsson 17. Matthías Johannessen 18. Megas 19. Steina Vasulka 20. Vigdís Grímsdóttir 21. Vilborg Dagbjartsdóttir 22. Þorbjörg Höskuldsdóttir 23. Þorgerður Ingólfsdóttir 24. Þráinn Bertelsson 25. Þuríður Pálsdóttir
Alþingi Listamannalaun Kynferðisofbeldi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira